Sjötta Die Hard mun gerast í nútímanum og fortíðinni Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2015 09:59 Það verður spennandi að sjá útkomu sjöttu Die Hard myndarinnar, ef af henni verður. Vísir/IMDb Bandaríska kvikmyndaverið Fox vinnur nú hörðum höndum að því að láta sjöttu Die Hard-myndina verða að veruleika. Unnið er að því að ná samningum við Len Wiseman, þann sem leikstýrði fjórðu myndinni Live Free or Die Hard, en myndina á að vera einhverskonar forsaga lögreglumannsins John McClane, sem aðdáendur hafa fylgt eftir eftir í 27 ár. Myndin mun segja frá ungum McClane þegar hann stígur sín fyrstu skref sem lögreglumaður í New York-borg árið 1979, löngu áður en hann varð að einum öflugasta rannsóknarlögreglumanni Bandaríkjanna. Þó svo að myndin fylgi eftir ungum McClane mun hinn sextugi Bruce Willis endurtaka leikinn í sjötta sinn í þessu vinsælasta hlutverki sínu en orðið á götunni er að saga sjöttu myndarinnar muni fylgja eftir McClane undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og í nútímanum. Die Hard-serían má sannarlega muna fífil sinn fegurri. Hún gerði Willis að stór stjörnu en fimmta myndin í seríunni, A Good Day to Die Hard, þótti hörmulega misheppnuð. Fékk skelfilega dóma, 14% á Rotten Tomatoes, og var undir væntingum þegar kom að miðasölu í kvikmyndahúsum. Fordæmi eru fyrir þessari sögu sem á að birtast áhorfendum í sjöttu myndinni. Árið 2009 sendi myndasagnaútgáfan Boom! Studios frá sér myndasögu sem sagði frá nýliðanum John McClane þegar mikil hátíðarhöld eiga sér stað í New York árið 1979 í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá því að Bandaríkin urðu að sjálfstæðri þjóð. Líkt og hann er þekktur fyrir leitar McClane uppi vandræði í þeirri sögu og nær að pirra glæpamenn óstjórnlega með óþreytandi elju sinni. Bíó og sjónvarp Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Bandaríska kvikmyndaverið Fox vinnur nú hörðum höndum að því að láta sjöttu Die Hard-myndina verða að veruleika. Unnið er að því að ná samningum við Len Wiseman, þann sem leikstýrði fjórðu myndinni Live Free or Die Hard, en myndina á að vera einhverskonar forsaga lögreglumannsins John McClane, sem aðdáendur hafa fylgt eftir eftir í 27 ár. Myndin mun segja frá ungum McClane þegar hann stígur sín fyrstu skref sem lögreglumaður í New York-borg árið 1979, löngu áður en hann varð að einum öflugasta rannsóknarlögreglumanni Bandaríkjanna. Þó svo að myndin fylgi eftir ungum McClane mun hinn sextugi Bruce Willis endurtaka leikinn í sjötta sinn í þessu vinsælasta hlutverki sínu en orðið á götunni er að saga sjöttu myndarinnar muni fylgja eftir McClane undir lok áttunda áratugar síðustu aldar og í nútímanum. Die Hard-serían má sannarlega muna fífil sinn fegurri. Hún gerði Willis að stór stjörnu en fimmta myndin í seríunni, A Good Day to Die Hard, þótti hörmulega misheppnuð. Fékk skelfilega dóma, 14% á Rotten Tomatoes, og var undir væntingum þegar kom að miðasölu í kvikmyndahúsum. Fordæmi eru fyrir þessari sögu sem á að birtast áhorfendum í sjöttu myndinni. Árið 2009 sendi myndasagnaútgáfan Boom! Studios frá sér myndasögu sem sagði frá nýliðanum John McClane þegar mikil hátíðarhöld eiga sér stað í New York árið 1979 í tilefni þess að 200 ár voru liðin frá því að Bandaríkin urðu að sjálfstæðri þjóð. Líkt og hann er þekktur fyrir leitar McClane uppi vandræði í þeirri sögu og nær að pirra glæpamenn óstjórnlega með óþreytandi elju sinni.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein