Blendtec-blandarinn er með LCD-skjá sem auðveldar gagnvirkar stillingar. Á honum eru fimm mismunandi hraðastillingar ásamt PULSE-hraða. Stillingar sem gera það auðveldara en nokkru sinni fyrr að blanda, súpur, smoothies, ís og sósur svo eitthvað sé nefnt.
Eyþór Rúnarsson matreiðslumaður hefur notað Blendtec-blandarann síðustu vikurnar við tilraunir á réttum fyrir nýjustu þættina sína, Eldhúsið hans Eyþórs. Hann er mjög ánægður með gripinn.
„Ég nota hann mest við að gera smoothies og hristinga fyrir fjölskylduna. En ég er líka duglegur að nota hann til að gera kaldar dressingar og sósur. Það er mjög þægilegt til dæmis að gera góðar tómatsósur fyrir pasta í honum. Það er ekkert mál að setja heila tómata í dós í hann, skrældan lauk, hvítlauk og heilt chili og blanda öllu saman. Eftir það þarf maður bara að sjóða upp á blöndunni og smakka hana til. Ég nota hann líka til að mauka súpur. Svo þegar ég er í sérstaklega miklu hátíðarskapi geri ég rótarmauk sem ég hef til dæmis með steiktum humri og kryddolíu sem að ég laga líka í blandaranum,“ segir Eyþór.
Fjögurra hliða kanna fylgir blandaranum en hægt er að kaupa sérstakar könnur aukalega fyrir mismunandi notkun. Sérstaklega auðvelt er að þrífa blandarann með einfaldri hreinsi-stillingu. Aðeins þarf að stilla á hana og þá þrífur blandarinn sig sjálfur. Blunt stálhnífur er í blandaranum sem er sérstaklega þykkur og sterkur, og gerir það að verkum að hráefnin blandast mun betur í Blendtec. Gúmmítappar eru undir blandaranum þannig að hann hefur mun betri stöðugleika en aðrir sambærilegir blandarar.
Blendtec kemur frá 3 til 3,8 hestöflum sem sýnir hversu öflugur hann er. Það er einn af hans helstu kostum að mati Eyþórs. „Blendtec er kraftmikill og fljótur að mauka allt niður. Já, og svo er hann líka mjög flottur.“
Eyþór gefur hér uppskrift að kjúklingasalati með sinneps- appelsínudressingu og avókadómauki sem upplagt er að útbúa í Blendtec.
Verslanir Heimilistækja selja þennan geysivinsæla blandara frá Blendtec. Heimilistæki eru með verslanir á sjö stöðum á öllu landinu. Einnig er allt vöruúrvalið og nánari upplýsingar að finna á heimasíðu Heimilistækja.

Sinneps-appelsínudressing
2 msk. dijonsinnep
200 ml ólífuolía
2 msk. sojasósa
1 tsk. chilipaste
2 stk. appelsína
600 g úrbeinuð kjúklingalæri
Setjið allt nema kjúklingalærin í blandarann og blandið vel saman. Takið helminginn af dressingunni og hellið yfir kjúklingalærin og veltið þeim vel upp úr henni. Geymið hinn helminginn af dressingunni og berið fram með salatinu. Setjið kjúklingalærin í eldfast mót og inn í 170 gráðu heitan ofninn í um það bil 26 mínútur eða þar til þau hafa náð 73 gráða kjarnhita.
Avókadómauk
2 stk. avókadó fullhreinsuð
safi úr 2 lime
1 tsk. chilipaste
100 g af ristuðum kasjúhnetum
1 stk. fínt rifinn hvítlaukur
½ búnt basil
50 ml vatn
sjávarsalt
svartur pipar úr kvörn
Setjið allt saman í matvinnsluvél og maukið saman. Smakkið til með saltinu og piparnum.
Salat
2 stk. appelsínur, skrældar
1 stk. fennel
1 poki blandað salat
1 poki klettasalat
1 box kirsuberjatómatar
Skerið appelsínurnar í falleg lauf, takið miðjuna úr fennelinu og skerið í þunnar skífur. Skerið tómatana í helming og blandið öllu saman í fat með salatinu og kjúklingalærunum.