Ríkið sýknað af kröfum Ljósmæðrafélagsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. október 2015 17:47 Ljósmæður eiga ekki inni laun hjá ríkinu samkvæmt Félagsdómi. vísir/valli Kröfum Ljósmæðrafélags Íslands var í dag hafnað af Félagsdómi. Ljósmæður vildu meina að félagsmenn félagsins ættu inni vangreidd laun hjá ríkinu frá í vor er þær voru í verkfalli en dómurinn hafnaði röksemdum þeirra. Fimm skipa Félagsdóm en tveir skiluðu séráliti og vildu dæma ljósmæðrum í hag. Í apríl á þessu ári hófust sameiginlegar verkfallsaðgerðir hjá sautján aðildarfélögum BHM. Ljósmæður voru í verkfalli alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á tímabilinu 7. apríl til 13. júní en þá setti Alþingi lög á verkfallið. Við greiðslu launa byggði ríkið á því að reikna út brot úr mánaðarlaunum miðað við átta stunda reglubundinn vinnudag. Ljósmæðurnar fengu því aðeins greidd fjörutíu prósent launa sinna miðað við fjörutíu tíma dagvinnu. Margar þeirra unnu hins vegar kvöld, helgar og þá daga sem verkfallið varði og skiluðu því talsvert meiri vinnu af sér en fjörutíu prósentum. Kröfum Ljósmæðrafélags Íslands var í dag hafnað af Félagsdómi. Ljósmæður vildu meina að félagsmenn félagsins ættu inni vangreidd laun hjá ríkinu frá í vor er þær voru í verkfalli en dómurinn hafnaði röksemdum þeirra. Fimm skipa Félagsdóm en tveir skiluðu séráliti og vildu dæma ljósmæðrum í hag. Í apríl á þessu ári hófust sameiginlegar verkfallsaðgerðir hjá sautján aðildarfélögum BHM. Ljósmæður voru í verkfalli alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á tímabilinu 7. apríl til 13. júní en þá setti Alþingi lög á verkfallið. Við greiðslu launa byggði ríkið á því að reikna út brot úr mánaðarlaunum miðað við átta stunda reglubundinn vinnudag. Ljósmæðurnar fengu því aðeins greidd fjörutíu prósent launa sinna miðað við fjörutíu tíma dagvinnu. Margar þeirra unnu hins vegar kvöld, helgar og þá daga sem verkfallið varði og skiluðu því talsvert meiri vinnu af sér en fjörutíu prósentum. Ljósmæður töldu að greiða bæri þeim laun í samræmi við unna tíma en ríkið var á öðru máli og hefur Félagsdómur tekið undir röksemdir ríkisins. Í niðurstöðu dómsins segir að þó verkfall raski ekki ráðningarsambandi félagsmanna og atvinnurekenda er það meginregla í vinnurétti að á meðan verkfalli stendur falla skyldur ráðningarsamnings starfsmanna niður. Starfsmanni er í raun óskylt og óheimilt að vinna störf sín á meðan ráðningarsamningurinn gildir. „Í þessu ljósi og með vísan til þess sem áður er rakið um að samkvæmt ákvæðum kjarasamnings aðila eru bæði vinnuskylda og laun félagsmanna í stefnanda [Ljósmæðrafélagi Íslands] miðuð við mánuð, án tillits til þess hvernig vinnu innan hans er hagað, verður að líta svo á að félagsmenn í stefnanda hafi verið í verkfalli, óha´ð því hvort þeir áttu vinnuskyldu umrædda daga eða ekki,“ segir í dómsorði meirihlutans. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði og vildu fallast á kröfur Ljósmæðrafélagsins. Töldu þeir að reikniregla sú er ríkið notaðist við ætti við um dagvinnufólk en ekki fólk sem vinnur vaktavinnu. „Á það er ekki fallist með stefnda að hann hafi mátt draga laun vegna verkfalls hlutfalleslega af öllum félagsmönnum stefnda. Sá háttur samræmist ekki þeirri grunnreglu að starfsmaðurinn eigi að fá laun fyrir þá vinnu sem hann innir af hendi ef hún fellur utan verkfalls,“ segir í niðurstöðu minnihluta dómsins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45 Meirihluti hjúkrunarfræðinga hefur dregið uppsagnir sínar til baka Enn standa þó uppsagnir 108 hjúkrunarfræðinga. 10. september 2015 18:40 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Kröfum Ljósmæðrafélags Íslands var í dag hafnað af Félagsdómi. Ljósmæður vildu meina að félagsmenn félagsins ættu inni vangreidd laun hjá ríkinu frá í vor er þær voru í verkfalli en dómurinn hafnaði röksemdum þeirra. Fimm skipa Félagsdóm en tveir skiluðu séráliti og vildu dæma ljósmæðrum í hag. Í apríl á þessu ári hófust sameiginlegar verkfallsaðgerðir hjá sautján aðildarfélögum BHM. Ljósmæður voru í verkfalli alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á tímabilinu 7. apríl til 13. júní en þá setti Alþingi lög á verkfallið. Við greiðslu launa byggði ríkið á því að reikna út brot úr mánaðarlaunum miðað við átta stunda reglubundinn vinnudag. Ljósmæðurnar fengu því aðeins greidd fjörutíu prósent launa sinna miðað við fjörutíu tíma dagvinnu. Margar þeirra unnu hins vegar kvöld, helgar og þá daga sem verkfallið varði og skiluðu því talsvert meiri vinnu af sér en fjörutíu prósentum. Kröfum Ljósmæðrafélags Íslands var í dag hafnað af Félagsdómi. Ljósmæður vildu meina að félagsmenn félagsins ættu inni vangreidd laun hjá ríkinu frá í vor er þær voru í verkfalli en dómurinn hafnaði röksemdum þeirra. Fimm skipa Félagsdóm en tveir skiluðu séráliti og vildu dæma ljósmæðrum í hag. Í apríl á þessu ári hófust sameiginlegar verkfallsaðgerðir hjá sautján aðildarfélögum BHM. Ljósmæður voru í verkfalli alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á tímabilinu 7. apríl til 13. júní en þá setti Alþingi lög á verkfallið. Við greiðslu launa byggði ríkið á því að reikna út brot úr mánaðarlaunum miðað við átta stunda reglubundinn vinnudag. Ljósmæðurnar fengu því aðeins greidd fjörutíu prósent launa sinna miðað við fjörutíu tíma dagvinnu. Margar þeirra unnu hins vegar kvöld, helgar og þá daga sem verkfallið varði og skiluðu því talsvert meiri vinnu af sér en fjörutíu prósentum. Ljósmæður töldu að greiða bæri þeim laun í samræmi við unna tíma en ríkið var á öðru máli og hefur Félagsdómur tekið undir röksemdir ríkisins. Í niðurstöðu dómsins segir að þó verkfall raski ekki ráðningarsambandi félagsmanna og atvinnurekenda er það meginregla í vinnurétti að á meðan verkfalli stendur falla skyldur ráðningarsamnings starfsmanna niður. Starfsmanni er í raun óskylt og óheimilt að vinna störf sín á meðan ráðningarsamningurinn gildir. „Í þessu ljósi og með vísan til þess sem áður er rakið um að samkvæmt ákvæðum kjarasamnings aðila eru bæði vinnuskylda og laun félagsmanna í stefnanda [Ljósmæðrafélagi Íslands] miðuð við mánuð, án tillits til þess hvernig vinnu innan hans er hagað, verður að líta svo á að félagsmenn í stefnanda hafi verið í verkfalli, óha´ð því hvort þeir áttu vinnuskyldu umrædda daga eða ekki,“ segir í dómsorði meirihlutans. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði og vildu fallast á kröfur Ljósmæðrafélagsins. Töldu þeir að reikniregla sú er ríkið notaðist við ætti við um dagvinnufólk en ekki fólk sem vinnur vaktavinnu. „Á það er ekki fallist með stefnda að hann hafi mátt draga laun vegna verkfalls hlutfalleslega af öllum félagsmönnum stefnda. Sá háttur samræmist ekki þeirri grunnreglu að starfsmaðurinn eigi að fá laun fyrir þá vinnu sem hann innir af hendi ef hún fellur utan verkfalls,“ segir í niðurstöðu minnihluta dómsins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45 Meirihluti hjúkrunarfræðinga hefur dregið uppsagnir sínar til baka Enn standa þó uppsagnir 108 hjúkrunarfræðinga. 10. september 2015 18:40 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Ljósmæður telja sig eiga inni laun hjá ríkinu fyrir vinnu í verkfalli "Við sitjum allar í sömu súpunni,“ segir ljósmóðirin Guðrún Gunnlaugsdóttir. 31. ágúst 2015 16:45
Meirihluti hjúkrunarfræðinga hefur dregið uppsagnir sínar til baka Enn standa þó uppsagnir 108 hjúkrunarfræðinga. 10. september 2015 18:40