Citroën Cactus M með tjaldi Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2015 11:21 Citroën Cactus M. Citroën Ný útfærsla Citroën Cactus sem ber stafinn M er útbúinn útivistartjaldi en þessi bíll er enn á tilraunastigi og ekki er víst að Citroën muni fjöldaframleiða hann. Citroën hefur farið frumlegar leiðir til að kanna hvort fólki líkar við hann og lánar bílinn áhugasömum til strandferðalaga þar sem þeir geta gist í tjaldi því sem áfast er bílnum og blása má upp á örskotsstundu. Citroën hefur nú þegar selt 100.000 Cactus bíla og vill víkka út kaupendahóp hans með þessari sniðugu útfærslu bílsins. Þessi útfærsla hans er afar heppileg til strandferða og annarra ferðalaga þar sem t.d. má þvo bílinn með vatni og það lekur einfaldlega niður ristar á gólfi bílsins. Auk þess er aðgengið að aftursætunum þægilegt og frumlegt, en farþegar stíga á þar til gerða sillu á hliðum bílsins og klifra yfir hliðar hans. Með því að fella aftursæti bílsins niður verður til svefnpláss fyrir tvo og afturúr bílnum er svo uppblásið tjald til að borða í. Allt til að gera bílinn heppilegan til útivistar. Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent
Ný útfærsla Citroën Cactus sem ber stafinn M er útbúinn útivistartjaldi en þessi bíll er enn á tilraunastigi og ekki er víst að Citroën muni fjöldaframleiða hann. Citroën hefur farið frumlegar leiðir til að kanna hvort fólki líkar við hann og lánar bílinn áhugasömum til strandferðalaga þar sem þeir geta gist í tjaldi því sem áfast er bílnum og blása má upp á örskotsstundu. Citroën hefur nú þegar selt 100.000 Cactus bíla og vill víkka út kaupendahóp hans með þessari sniðugu útfærslu bílsins. Þessi útfærsla hans er afar heppileg til strandferða og annarra ferðalaga þar sem t.d. má þvo bílinn með vatni og það lekur einfaldlega niður ristar á gólfi bílsins. Auk þess er aðgengið að aftursætunum þægilegt og frumlegt, en farþegar stíga á þar til gerða sillu á hliðum bílsins og klifra yfir hliðar hans. Með því að fella aftursæti bílsins niður verður til svefnpláss fyrir tvo og afturúr bílnum er svo uppblásið tjald til að borða í. Allt til að gera bílinn heppilegan til útivistar.
Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent