Fimm borgir með ökumannslausa strætisvagna Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2015 12:19 Útsýnið úr einum þessara strætisvagna. Gizmodo Margir bílaframleiðendur eru nú að þróa búnað í bíla sína sem gerir þeim kleift að komast leiðar sinnar á öruggan hátt án ökumanns. Opinberir aðilar horfa mjög til þessarar tækni varðandi strætisvagna því með henni sparast launakostnaður bílstjóra þeirra. Nú þegar aka strætisvagnar án ökumanns um 5 borgir heimsins. Fjórar þeirra eru í Evróu og ein í Kína. Allir eiga þessir vagnar það sameiginlegt að vera smávaxnir, fara fremur hægt á milli staða og vera ekki í mikilli umferð, því fyllsta öryggis þarf að gæta við þessar prófanir. Í Lausanne í Sviss hefur smávaxinn vagn ekið sl. 6 mánuði 2,5 km leið á háskólasvæði borgarinnar og skutlar stúdentum og kennurum á milli bygginga og enginn er bílstjórinn. Hann stoppar meðal annars við lestarstöð í nágrenni skólans. Enginn slys hafa orðið vegna aksturs þessa strætisvagns. Í Trikala í norðurhluta Grikklands ekur strætisvagn svipaða vegalengd á sérstakri akrein að hluta, en þess á milli meðal annarra bíla og þar hafa engine slys hent heldur. Í Kína ekur strætisvagn 32 km leið milli borganna Zhengzhou og Kaifeng og þar fer hann á allt að 65 km hraða og skiptir um akrein eftir þörfum og lendir á ljósum. Í þeim vagni er reyndar starfmaður til að byrja með sem ekki hefur enn þurft að grípa inní akstur vagnsins og leiðist örugglega mikið. Í Wageningen í Hollandi er afar smávaxinn vagn sem tekur aðeins 6 farþega og ekur hring sem tekur um 17 mínútur að fara og skutlar fólki á milli staða án bílstjóra. Í Milton Keynes í Bretlandi er í prufu strætisvagn sem tekur 30 manns og skutlar fólki milli staða í miðborginni. Þeim mun örugglega fjölga mjög strætisvögnunum í borgum heimsins á næstu árum sem ekki eru með neinn bílstjóra heldur treystir aðeins á þá fullkomnu tækni sem bílaframleiðendur gera nú betur og betur úr garði. Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent
Margir bílaframleiðendur eru nú að þróa búnað í bíla sína sem gerir þeim kleift að komast leiðar sinnar á öruggan hátt án ökumanns. Opinberir aðilar horfa mjög til þessarar tækni varðandi strætisvagna því með henni sparast launakostnaður bílstjóra þeirra. Nú þegar aka strætisvagnar án ökumanns um 5 borgir heimsins. Fjórar þeirra eru í Evróu og ein í Kína. Allir eiga þessir vagnar það sameiginlegt að vera smávaxnir, fara fremur hægt á milli staða og vera ekki í mikilli umferð, því fyllsta öryggis þarf að gæta við þessar prófanir. Í Lausanne í Sviss hefur smávaxinn vagn ekið sl. 6 mánuði 2,5 km leið á háskólasvæði borgarinnar og skutlar stúdentum og kennurum á milli bygginga og enginn er bílstjórinn. Hann stoppar meðal annars við lestarstöð í nágrenni skólans. Enginn slys hafa orðið vegna aksturs þessa strætisvagns. Í Trikala í norðurhluta Grikklands ekur strætisvagn svipaða vegalengd á sérstakri akrein að hluta, en þess á milli meðal annarra bíla og þar hafa engine slys hent heldur. Í Kína ekur strætisvagn 32 km leið milli borganna Zhengzhou og Kaifeng og þar fer hann á allt að 65 km hraða og skiptir um akrein eftir þörfum og lendir á ljósum. Í þeim vagni er reyndar starfmaður til að byrja með sem ekki hefur enn þurft að grípa inní akstur vagnsins og leiðist örugglega mikið. Í Wageningen í Hollandi er afar smávaxinn vagn sem tekur aðeins 6 farþega og ekur hring sem tekur um 17 mínútur að fara og skutlar fólki á milli staða án bílstjóra. Í Milton Keynes í Bretlandi er í prufu strætisvagn sem tekur 30 manns og skutlar fólki milli staða í miðborginni. Þeim mun örugglega fjölga mjög strætisvögnunum í borgum heimsins á næstu árum sem ekki eru með neinn bílstjóra heldur treystir aðeins á þá fullkomnu tækni sem bílaframleiðendur gera nú betur og betur úr garði.
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent