Hafnaði kröfu lögreglustjóra um að verjendur í fíkniefnamáli víki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. október 2015 14:01 Efnin fundust í bíl sem kom hingað til lands til Norrænu. vísir Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að tveir verjendur í umfangsmiklu fíknefnasmygli víki. Lögreglustjórinn hefur þegar kært niðurstöðuna varðandi aðra kröfuna til Hæstaréttar en ekki liggur fyrir hvort að hinn úrskurðurinn verði kærður. Embættið hefur þrjá sólarhringa til að leggja fram kæru. Krafan var sett fram þar sem lögreglustjórinn taldi báða verjendurnar hafa brotið gegn fjölmiðlabanni sem skjólstæðingum þeirra var gert að sæta á meðan þeir sitja í gæsluvarðhaldi. Annar verjendanna átti að hafa brotið gegn banninu með því að tjá sig í fjölmiðlum um afstöðu kærða til sakarefnisins. Haft var eftir honum í frétt Fréttablaðsins í síðustu viku að skjólstæðingur hans lýsti yfir sakleysi sínu. Lögreglan telur að með því hafi hann brotið gegn lögum um meðferð sakamála þar sem skjólstæðingur hans er í fjölmiðlabanni. Ástæða kröfunnar gegn hinum verjandanum var grunur um að hann hafi borið fjölmiðlaumfjallanir undir kærða í málinu. Það á hann að hafa gert með því að hafa haft útprentanir af fréttum af málinu með sér við fyrirtöku gæsluvarðhaldskröfu gegn skjólstæðingi sínum sem hann gæti hafa séð. Lögmaðurinn kvaðst hafa haft þær með sér til stuðnings kröfu kærða um að gæsluvarðhaldskröfunni skyldi hafnað. Meðal annars byggðist gæsluvarðhaldskrafa lögreglunnar á því að sá grunaði gæti haft samband við meinta samverkamenn. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir Íslendingar og einn Hollendingur. Eru þeir grunaðir um að hafa tugum kílóa af sterkum efnum hingað til lands með Norrænu. Tengdar fréttir Áframhaldandi gæsluvarðhald í umfangsmiklu fíkniefnamáli Hæstiréttur staðfesti á mánudaginn áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur Íslendingum og einum Hollendingi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli. 8. október 2015 06:00 Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. 6. október 2015 07:00 Vilja að verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krefst þess að tveir verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki og að skipaðir verði nýir verjendur. Krafan var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 10. október 2015 09:00 Fundu tugi kílóa af sterkum efnum í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bifreið síðastliðinn mánudag. Bifreiðin kom hingað til lands með Norrænu 22. september síðastliðinn. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að tveir verjendur í umfangsmiklu fíknefnasmygli víki. Lögreglustjórinn hefur þegar kært niðurstöðuna varðandi aðra kröfuna til Hæstaréttar en ekki liggur fyrir hvort að hinn úrskurðurinn verði kærður. Embættið hefur þrjá sólarhringa til að leggja fram kæru. Krafan var sett fram þar sem lögreglustjórinn taldi báða verjendurnar hafa brotið gegn fjölmiðlabanni sem skjólstæðingum þeirra var gert að sæta á meðan þeir sitja í gæsluvarðhaldi. Annar verjendanna átti að hafa brotið gegn banninu með því að tjá sig í fjölmiðlum um afstöðu kærða til sakarefnisins. Haft var eftir honum í frétt Fréttablaðsins í síðustu viku að skjólstæðingur hans lýsti yfir sakleysi sínu. Lögreglan telur að með því hafi hann brotið gegn lögum um meðferð sakamála þar sem skjólstæðingur hans er í fjölmiðlabanni. Ástæða kröfunnar gegn hinum verjandanum var grunur um að hann hafi borið fjölmiðlaumfjallanir undir kærða í málinu. Það á hann að hafa gert með því að hafa haft útprentanir af fréttum af málinu með sér við fyrirtöku gæsluvarðhaldskröfu gegn skjólstæðingi sínum sem hann gæti hafa séð. Lögmaðurinn kvaðst hafa haft þær með sér til stuðnings kröfu kærða um að gæsluvarðhaldskröfunni skyldi hafnað. Meðal annars byggðist gæsluvarðhaldskrafa lögreglunnar á því að sá grunaði gæti haft samband við meinta samverkamenn. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir Íslendingar og einn Hollendingur. Eru þeir grunaðir um að hafa tugum kílóa af sterkum efnum hingað til lands með Norrænu.
Tengdar fréttir Áframhaldandi gæsluvarðhald í umfangsmiklu fíkniefnamáli Hæstiréttur staðfesti á mánudaginn áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur Íslendingum og einum Hollendingi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli. 8. október 2015 06:00 Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. 6. október 2015 07:00 Vilja að verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krefst þess að tveir verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki og að skipaðir verði nýir verjendur. Krafan var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 10. október 2015 09:00 Fundu tugi kílóa af sterkum efnum í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bifreið síðastliðinn mánudag. Bifreiðin kom hingað til lands með Norrænu 22. september síðastliðinn. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Áframhaldandi gæsluvarðhald í umfangsmiklu fíkniefnamáli Hæstiréttur staðfesti á mánudaginn áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur Íslendingum og einum Hollendingi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli. 8. október 2015 06:00
Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. 6. október 2015 07:00
Vilja að verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krefst þess að tveir verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki og að skipaðir verði nýir verjendur. Krafan var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 10. október 2015 09:00
Fundu tugi kílóa af sterkum efnum í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bifreið síðastliðinn mánudag. Bifreiðin kom hingað til lands með Norrænu 22. september síðastliðinn. 5. október 2015 07:00