Winterkorn úr öllum áhrifastöðum Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 11:58 Martin Winterkorn. Fráfarandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, mun stíga niður úr öllum áhrifastöðum hjá Volkswagen og mun það gerast á allra næstu dögum að sögn margra þýskra fjölmiðla. Winterkorn var yfirmaður Porsche SE, eignarhaldsfélags þess sem á meirihluta í Volkswagen fyrirtækinu, stjórnarformaður Audi, MAN og Scania, en mun hætta að gegna öllum þessum stöðum á næstunni, ef fréttir miðlanna eru réttar. Það eru einna helst forsvarsmenn verkalýðsfélaga og næst stærsti eigandinn í Volkswagen, landsstjórnin í neðra Saxlandi, sem þrýst hafa á um afsögn Winterkorn í öllum þessum stöðum og hafa sagt að vera hans í þeim gæti enn frekar skaðað Volkswagen í krísu sinni við dísilvélasvindlið. Þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar hjá Volkswagen. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent
Fráfarandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, mun stíga niður úr öllum áhrifastöðum hjá Volkswagen og mun það gerast á allra næstu dögum að sögn margra þýskra fjölmiðla. Winterkorn var yfirmaður Porsche SE, eignarhaldsfélags þess sem á meirihluta í Volkswagen fyrirtækinu, stjórnarformaður Audi, MAN og Scania, en mun hætta að gegna öllum þessum stöðum á næstunni, ef fréttir miðlanna eru réttar. Það eru einna helst forsvarsmenn verkalýðsfélaga og næst stærsti eigandinn í Volkswagen, landsstjórnin í neðra Saxlandi, sem þrýst hafa á um afsögn Winterkorn í öllum þessum stöðum og hafa sagt að vera hans í þeim gæti enn frekar skaðað Volkswagen í krísu sinni við dísilvélasvindlið. Þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar hjá Volkswagen.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent