Súkkulaðidraumur Einföld uppskrift sem slær alltaf í gegn.
150 g súkkulaði
50 - 60 ml rjómi (það á aðeins að fljóta yfir súkkulaðið)
1/2 - 1 tsk kanill
1 tsk sykur
Aðferð:
1. Saxið súkkulaði niður og setjið í pott, hellið rjómanum yfir og leyfið súkkulaðinu að bráðna í rólegheitum við vægan hita.
2. Setjið 1 teskeið af sykri og smá kanil saman við, hrærið í súkkulaðiblöndunni og hellið í skál.
Berið fram með allskyns ávöxtum og berjum.
Missið ekki af Matargleði Evu öll fimmtudagskvöld á Stöð 2.
