Haukur Helgi: „Gott að koma heim til að hlaða batteríin“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. október 2015 15:49 Haukur Helgi fór á kostum með landsliði Íslands á EM í Berlín í september. Vísir/Valli „Þetta gerðist mjög hratt," segir Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, við Vísi um vistaskipti sín til Njarðvíkur sem voru tilkynnt á blaðamannafundi í Ljónagryfjunni í dag. Haukur kemur til Njarðvíkur frá þýska 1. deildar liðinu MBC þar sem hann fékk sex vikna samning eftir Evrópumótið. Hann ákvað að vera ekki áfram þar heldur koma heim. „Það var ekkert annað í boði úti. Ég vildi taka eitt tímabil heima núna, þess vegna tók ég ákvörðun að taka ekki sénsinn á að MBC gæti samið við mig aftur. Ég vildi koma heim fyrir mig," segir Haukur Helgi. „Ég er mjög spenntur. Þetta verður mjög skemmtilegt. Ég hlakka til að spila með þessum strákum."Haukur Helgi er mættur á klakann og var kynntur til sögunnar í Njarðvík í dag.Vísir/ValtýrTilfinningalegt gildi Haukur Helgi hefur verið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og svo í atvinnumennsku undanfarin sex ár en hlakkar til að spila heima. „Mann langar svo sem alltaf að koma heim en núna vildi ég láta slag standa eftir langa veru úti. Ég er bara aðeins að hlaða batteríin og fara svo aftur af stað eftir það," segir Haukur Helgi, en af hverju Njarðvík? „Njarðvík hefur mest tilfinningalegt gildi fyrir mig. Ég þekki mikið af góðu fólki hérna og það sem ég þarf til að hlaða batteríin almennilega er að vera í kringum gott fólk," segir hann.Beint í sjónvarpið „Ég hef æft hérna á sumrin og inn í Keflavík. Ég þekki Loga vel og við höfum æft saman hérna. Þetta var ekkert auðveld ákvörðun en samt auðveldari en margt annað vegna tengingar minnar við félagið." Haukur Helgi verður í eldlínunni á föstudaginn þegar Njarðvík mætir Íslandsmeisturum KR í sjónvarpsleik umferðarinnar, en áttar hann sig á þeirri pressu sem verður á honum? „Maður tekur alltaf vel í pressu. Það er alltaf gott að hafa smá pressu á sér. Ég er alveg tilbúinn," segir Haukur Helgi Pálsson sem ætlar að verða Íslandsmestari með Njarðvík „Ég stefni að því," segir hann. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
„Þetta gerðist mjög hratt," segir Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, við Vísi um vistaskipti sín til Njarðvíkur sem voru tilkynnt á blaðamannafundi í Ljónagryfjunni í dag. Haukur kemur til Njarðvíkur frá þýska 1. deildar liðinu MBC þar sem hann fékk sex vikna samning eftir Evrópumótið. Hann ákvað að vera ekki áfram þar heldur koma heim. „Það var ekkert annað í boði úti. Ég vildi taka eitt tímabil heima núna, þess vegna tók ég ákvörðun að taka ekki sénsinn á að MBC gæti samið við mig aftur. Ég vildi koma heim fyrir mig," segir Haukur Helgi. „Ég er mjög spenntur. Þetta verður mjög skemmtilegt. Ég hlakka til að spila með þessum strákum."Haukur Helgi er mættur á klakann og var kynntur til sögunnar í Njarðvík í dag.Vísir/ValtýrTilfinningalegt gildi Haukur Helgi hefur verið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og svo í atvinnumennsku undanfarin sex ár en hlakkar til að spila heima. „Mann langar svo sem alltaf að koma heim en núna vildi ég láta slag standa eftir langa veru úti. Ég er bara aðeins að hlaða batteríin og fara svo aftur af stað eftir það," segir Haukur Helgi, en af hverju Njarðvík? „Njarðvík hefur mest tilfinningalegt gildi fyrir mig. Ég þekki mikið af góðu fólki hérna og það sem ég þarf til að hlaða batteríin almennilega er að vera í kringum gott fólk," segir hann.Beint í sjónvarpið „Ég hef æft hérna á sumrin og inn í Keflavík. Ég þekki Loga vel og við höfum æft saman hérna. Þetta var ekkert auðveld ákvörðun en samt auðveldari en margt annað vegna tengingar minnar við félagið." Haukur Helgi verður í eldlínunni á föstudaginn þegar Njarðvík mætir Íslandsmeisturum KR í sjónvarpsleik umferðarinnar, en áttar hann sig á þeirri pressu sem verður á honum? „Maður tekur alltaf vel í pressu. Það er alltaf gott að hafa smá pressu á sér. Ég er alveg tilbúinn," segir Haukur Helgi Pálsson sem ætlar að verða Íslandsmestari með Njarðvík „Ég stefni að því," segir hann.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19
Haukur Helgi kynntur sem leikmaður Njarðvíkur á morgun Njarðvík hefur boðað til blaðamannafundar í Ljónagryfjunni á morgun, miðvikudag. 27. október 2015 16:33
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins