Ný Subaru Impreza á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 28. október 2015 09:40 Líkt og aðrir japanskir bílaframleiðendur er Subaru mætt á bílasýninguna í Tókýó sem hefst í dag og þar kynnir Subaru nýja Imprezu sem kemur á markað á næsta ári. Ekki er alveg víst að þetta sé endanleg útgáfa bílsins, þar sem hann ber ennþá nafnið Impreza 5-Door Concept, en í ljósi þess að stutt er í komu bílsins mun hann væntanlega ekki breytast mikið úr þessu. Þetta útlit bílsins segir Subaru að marki línur fyrir næstu gerðir Subaru bíla. Subaru Impreza hefur lengi verið í boði bæði sem fjögurra og fimm dyra bíll (sedan og hatchback) og Subaru sýndi ekki þann fjögurra dyra á sýningunni. Útlit þessarar nýju Imprezu hefur fengið góðar móttökur á Tókýó sýningunni og þeir sem um hann fjalla eru að vona að útlit hans haldist allt að framleiðslu. Það hefur ekki alltaf verið raunin hjá Subaru í gegnum tíðina.Nýja Imprezan í Tókýó. Bólgin hönnun en samt sterkar línur.Autoblog Bílar video Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent
Líkt og aðrir japanskir bílaframleiðendur er Subaru mætt á bílasýninguna í Tókýó sem hefst í dag og þar kynnir Subaru nýja Imprezu sem kemur á markað á næsta ári. Ekki er alveg víst að þetta sé endanleg útgáfa bílsins, þar sem hann ber ennþá nafnið Impreza 5-Door Concept, en í ljósi þess að stutt er í komu bílsins mun hann væntanlega ekki breytast mikið úr þessu. Þetta útlit bílsins segir Subaru að marki línur fyrir næstu gerðir Subaru bíla. Subaru Impreza hefur lengi verið í boði bæði sem fjögurra og fimm dyra bíll (sedan og hatchback) og Subaru sýndi ekki þann fjögurra dyra á sýningunni. Útlit þessarar nýju Imprezu hefur fengið góðar móttökur á Tókýó sýningunni og þeir sem um hann fjalla eru að vona að útlit hans haldist allt að framleiðslu. Það hefur ekki alltaf verið raunin hjá Subaru í gegnum tíðina.Nýja Imprezan í Tókýó. Bólgin hönnun en samt sterkar línur.Autoblog
Bílar video Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent