Sýrlenski herinn hefur sótt gegn uppreisnarmönnum og vígahópum í Sýrlandi undanfarnar vikur, eftir að Rússar hófu loftárásir í landinu. Þar að auki nýtur herinn hjálpar frá vopnuðum sveitum Hezbollah samtakanna frá Líbanon og íranskra hermanna. Hermaðurinn sem lenti í haldi ISIS er sagður hafa verið fangaður í Homs héraði.
Starfsmenn ýmissa samfélagsmiðla eru í stöðugri baráttu við að loka reikningum aðila sem dreifa myndböndum sem þessu, en lítið virðist ganga. Auðvelt er fyrir aðilana að stofna þess í stað nýja reikninga og halda áfram.