Sýningin Mörk verður opnuð í Listasafni Árnesinga við Austurmörk í Hveragerði á morgun, laugardaginn, 24. október. Þar verða verk eftir myndlistarmennina Eygló Harðardóttur, Jónu Hlíf Halldórsdóttur, Karlottu Blöndal og Ólöfu Helgu Helgadóttur.
Eygló höfðar til tilfinninga í sínum verkum með litum og formgerð, Jóna Hlíf vinnur með beinskeyttar samfélagslegar tilvísanir, Karlotta leggur fram óræð, stór vatnslitaverk og Ólöf Helga gæðir verk sín gáska. Verkin, sem ýmist eru tvívíð eða þrívíð, skapa visst samhengi sín á milli.
Sýningin verður opnuð klukkan 14 en safnið er opið fimmtudaga til sunnudaga frá 12 til 18 og aðgangur er ókeypis.
Tilfinningar og gáski
