Sérhannaðir Spark fyrir Domino´s Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2015 09:26 Aðgengi að hitaofnum bílsins er utanfrá. Autoblog Domino´s Pizza í Bandaríkjunum hefur látið Chevrolet og Roush Enterprises sérhanna fyrir sig 100 Chevrolet Spark bíla fyrir sendingaþjónustu sína. Bílarnir eru að því leiti sérstakir að í þeim er aðeins pláss fyrir ökumanninn og restin af plássinu fer í pizzur og hitaofna til að halda þeim heitum allt til afhendingar. Því eru pizzurnar sem sendar verða með þessum bílum funheitar þegar þær berast kaupendum þeirra. Í þessa smávöxnu bíla komast hvorki meira né minna en 80 pizzur og ætti það að duga fyrir stórveislu. Aðgengi að hitaofnunum er utanfrá og vinnuumhverfi sendlanna því þægilegt. Bílarnar eru rækilega merktir í bláum og rauðum lit Domino´s. Undir vélarhlíf þessara bíla er 1,2 lítra bensínvél. Bílarnir 100 verða notaðir í 25 borgum Bandaríkjanna og vafalaust mun þeim fjölga á næstunni. Undrun sætir að ekkert pizzafyrirtæki hafi verið með bíla sem þessa í sinni þjónustu áður. Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent
Domino´s Pizza í Bandaríkjunum hefur látið Chevrolet og Roush Enterprises sérhanna fyrir sig 100 Chevrolet Spark bíla fyrir sendingaþjónustu sína. Bílarnir eru að því leiti sérstakir að í þeim er aðeins pláss fyrir ökumanninn og restin af plássinu fer í pizzur og hitaofna til að halda þeim heitum allt til afhendingar. Því eru pizzurnar sem sendar verða með þessum bílum funheitar þegar þær berast kaupendum þeirra. Í þessa smávöxnu bíla komast hvorki meira né minna en 80 pizzur og ætti það að duga fyrir stórveislu. Aðgengi að hitaofnunum er utanfrá og vinnuumhverfi sendlanna því þægilegt. Bílarnar eru rækilega merktir í bláum og rauðum lit Domino´s. Undir vélarhlíf þessara bíla er 1,2 lítra bensínvél. Bílarnir 100 verða notaðir í 25 borgum Bandaríkjanna og vafalaust mun þeim fjölga á næstunni. Undrun sætir að ekkert pizzafyrirtæki hafi verið með bíla sem þessa í sinni þjónustu áður.
Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent