Þróunaraðstoð verði minni, en landamærin opnari Lars Christensen skrifar 21. október 2015 07:00 Í síðustu viku fékk Angus Deaton, prófessor við Princeton-háskólann, Nóbelsverðlaunin í hagfræði meðal annars „fyrir greiningu hans á neyslu, fátækt og velferð“. Angus Deaton hefur lagt gjörva hönd á að þróa tæki, eða öllu heldur gögn, fyrir hagfræðinga til að greina hagþróun í þróunarlöndum eins og Indlandi, en hann hefur einnig gefið raunhæf ráð um hvað sé rétt að gera, og hvað ekki, varðandi þróunaraðstoð. Kjarninn í skoðun Deatons á hjálparstarfi ríkisstjórna er að þótt þróunaraðstoð kunni að hjálpa til við að leysa tiltekið vandamál þá styðji hún engu að síður fyrst og fremst stefnu stjórnvalda í þróunarlöndunum. Þannig koma í sumum Afríkuríkjum næstum 100% allra ríkistekna úr fjárhagsaðstoð vestrænna ríkja. Deaton telur þetta afar vafasamt þar sem það hjálpi einræðisstjórnum að halda völdum og geri ríkisstjórnir í þriðja heiminum ónæmar fyrir þörfum og kröfum heimamanna. Með öðrum orðum: Helstu rök Deatons eru að þróunaraðstoð grafi undan lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum, til dæmis í Afríku. Ef manni er bara afhent ölmusa frá stjórnvöldum á Íslandi, af hverju ætti maður þá að reyna að taka upp betri stefnu fyrir íbúa lands síns? Svo Angus Deaton er mjög vantrúaður á þróunaraðstoð, ekki af því að hún virki ekki, heldur vegna þess að hún hefur verulega neikvæðar afleiðingar, hún grefur undan lýðræðislegum og móttækilegum stjórnvöldum og þess vegna hefur þróunaraðstoð almennt tilhneigingu til að auka dugleysi og sóun ríkisstjórna og gerir afar lítið til að hjálpa því fólki sem er í neyð. Vantrú Deatons á þróunaraðstoð hefur jafnvel fengið hann til að styðja, að hluta til að minnsta kosti, þá hugmynd að það væri betra að gefa fátækum peningana beint án milligöngu ríkisins. Jafnáhugaverð er sú staðreynd að Angus Deaton sér innflutning fólks sem mun mikilvægari drifkraft fyrir þróun en þróunaraðstoð. Þannig skrifar hann í bók sinni frá 2013, The Great Escape: Health, Wealth, and the Origins of Inequality: „Áhrif búferlaflutninga til að draga úr fátækt eru mun meiri en frjálsrar verslunar. Fólk sem nær að flytja frá fátækum löndum til ríkra landa hefur það betra en heima og peningasendingar hjálpa fjölskyldunum sem heima eru. Slíkar peningasendingar hafa allt önnur áhrif en þróunaraðstoð, og þær geta eflt viðtakendurna til að gera meiri kröfur til ríkisstjórnar sinnar og þannig bætt stjórnarhætti frekar en að grafa undan þeim.“ Með öðrum orðum: Ef við viljum raunverulega hjálpa fólkinu í þróunarríkjunum ættum við í þróuðu ríkjunum að opna landamæri okkar fyrir fleiri innflytjendum. Það kæmi okkur til góða og það kæmi íbúum þróunarlandanna til góða, og það myndi gera mun betur en þróunaraðstoðin. Þetta kann að virðast róttækt, en staðreyndin er sú að æ fleiri hagfræðingar, þar á meðal ég, eru sammála þessu sjónarmiði. Annar mikilsmetinn talsmaður afstöðunnar um „þróun með flutningum fólks“ er bandaríski þróunarhagfræðingurinn Michael Clemens sem hefur haldið því fram að við gætum tvöfaldað verga landsframleiðslu á heimsvísu ef við afnæmum allar hindranir á fólksflutningum í heiminum. Þetta mun auðvitað ekki gerast, en verk Angusar Deaton sýna að við þurfum að gerbreyta því hvernig við hugsum okkur þróunaraðstoð sérstaklega. Þótt við eyðum gríðarlegum upphæðum í þróunaraðstoð – í hinum besta tilgangi – náum við ekki þeim árangri sem við gætum vonast eftir. Að því marki sem við viljum veita þróunaraðstoð ættum við að stefna að því að gefa beint til hinna örsnauðu í þróunarríkjunum og leyfa þeim fátæku að flytja til þróuðu ríkjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Í síðustu viku fékk Angus Deaton, prófessor við Princeton-háskólann, Nóbelsverðlaunin í hagfræði meðal annars „fyrir greiningu hans á neyslu, fátækt og velferð“. Angus Deaton hefur lagt gjörva hönd á að þróa tæki, eða öllu heldur gögn, fyrir hagfræðinga til að greina hagþróun í þróunarlöndum eins og Indlandi, en hann hefur einnig gefið raunhæf ráð um hvað sé rétt að gera, og hvað ekki, varðandi þróunaraðstoð. Kjarninn í skoðun Deatons á hjálparstarfi ríkisstjórna er að þótt þróunaraðstoð kunni að hjálpa til við að leysa tiltekið vandamál þá styðji hún engu að síður fyrst og fremst stefnu stjórnvalda í þróunarlöndunum. Þannig koma í sumum Afríkuríkjum næstum 100% allra ríkistekna úr fjárhagsaðstoð vestrænna ríkja. Deaton telur þetta afar vafasamt þar sem það hjálpi einræðisstjórnum að halda völdum og geri ríkisstjórnir í þriðja heiminum ónæmar fyrir þörfum og kröfum heimamanna. Með öðrum orðum: Helstu rök Deatons eru að þróunaraðstoð grafi undan lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum, til dæmis í Afríku. Ef manni er bara afhent ölmusa frá stjórnvöldum á Íslandi, af hverju ætti maður þá að reyna að taka upp betri stefnu fyrir íbúa lands síns? Svo Angus Deaton er mjög vantrúaður á þróunaraðstoð, ekki af því að hún virki ekki, heldur vegna þess að hún hefur verulega neikvæðar afleiðingar, hún grefur undan lýðræðislegum og móttækilegum stjórnvöldum og þess vegna hefur þróunaraðstoð almennt tilhneigingu til að auka dugleysi og sóun ríkisstjórna og gerir afar lítið til að hjálpa því fólki sem er í neyð. Vantrú Deatons á þróunaraðstoð hefur jafnvel fengið hann til að styðja, að hluta til að minnsta kosti, þá hugmynd að það væri betra að gefa fátækum peningana beint án milligöngu ríkisins. Jafnáhugaverð er sú staðreynd að Angus Deaton sér innflutning fólks sem mun mikilvægari drifkraft fyrir þróun en þróunaraðstoð. Þannig skrifar hann í bók sinni frá 2013, The Great Escape: Health, Wealth, and the Origins of Inequality: „Áhrif búferlaflutninga til að draga úr fátækt eru mun meiri en frjálsrar verslunar. Fólk sem nær að flytja frá fátækum löndum til ríkra landa hefur það betra en heima og peningasendingar hjálpa fjölskyldunum sem heima eru. Slíkar peningasendingar hafa allt önnur áhrif en þróunaraðstoð, og þær geta eflt viðtakendurna til að gera meiri kröfur til ríkisstjórnar sinnar og þannig bætt stjórnarhætti frekar en að grafa undan þeim.“ Með öðrum orðum: Ef við viljum raunverulega hjálpa fólkinu í þróunarríkjunum ættum við í þróuðu ríkjunum að opna landamæri okkar fyrir fleiri innflytjendum. Það kæmi okkur til góða og það kæmi íbúum þróunarlandanna til góða, og það myndi gera mun betur en þróunaraðstoðin. Þetta kann að virðast róttækt, en staðreyndin er sú að æ fleiri hagfræðingar, þar á meðal ég, eru sammála þessu sjónarmiði. Annar mikilsmetinn talsmaður afstöðunnar um „þróun með flutningum fólks“ er bandaríski þróunarhagfræðingurinn Michael Clemens sem hefur haldið því fram að við gætum tvöfaldað verga landsframleiðslu á heimsvísu ef við afnæmum allar hindranir á fólksflutningum í heiminum. Þetta mun auðvitað ekki gerast, en verk Angusar Deaton sýna að við þurfum að gerbreyta því hvernig við hugsum okkur þróunaraðstoð sérstaklega. Þótt við eyðum gríðarlegum upphæðum í þróunaraðstoð – í hinum besta tilgangi – náum við ekki þeim árangri sem við gætum vonast eftir. Að því marki sem við viljum veita þróunaraðstoð ættum við að stefna að því að gefa beint til hinna örsnauðu í þróunarríkjunum og leyfa þeim fátæku að flytja til þróuðu ríkjanna.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun