Tyrkir kaupa réttinn á smíði Saab 9-3 Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2015 09:54 Saab 9-3 Autoblog Einu sinni enn virðist sem dagar Saab 9-3 bílsins séu ekki taldir. Vísinda- og tækniráð Tyrklands (Scientific and Technolgical Research Council of Turkey) ætlar að kaupa framleiðsluréttinn á Saab 9-3 bílnum og hyggst smíða mikinn fjölda hans, fyrst með hefðbundinni brunavél en síðan með rafmagnsdrifrás. Þessi ríkisstyrkta stofnun ætlar að breyta Saab 9-3 í "þjóðarbíl" landsins. Með þessu vill Tyrkland styrkja bíliðnað landsins og 85-90% íhluta í bílinn á að koma innanlands frá. Vísinda- og tækniráð Tyrklands ætlaði upphaflega að þróa eigin bíl frá grunni en hafði reiknast til að það myndi kosta um 120 milljarða króna. Með því að kaupa framleiðsluréttinn á Saab 9-3 myndi sá kostnaður hinsvegar sparast. Það er National Electric Vehicle Sweden (NEVS), eigandi Saab í dag, sem selja mun Tyrkjum framleiðsluréttinn á Saab 9-3. NEVS gerði tilraun til þess að halda áfram með smíði Saab 9-3 bílsins með hefðbundinni brunavél í Trollhettan í Svíþjóð, en hætti því fljótlega vegna fjárskorts. Nú ætlar NEVS að hjálpa Vísinda- og tækniráði Tyrklands með rekstaráætlun, aðföng og dreifingarkerfi vegna smíði Saab 9-3 og tryggja með því framhaldslíf hans. Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent
Einu sinni enn virðist sem dagar Saab 9-3 bílsins séu ekki taldir. Vísinda- og tækniráð Tyrklands (Scientific and Technolgical Research Council of Turkey) ætlar að kaupa framleiðsluréttinn á Saab 9-3 bílnum og hyggst smíða mikinn fjölda hans, fyrst með hefðbundinni brunavél en síðan með rafmagnsdrifrás. Þessi ríkisstyrkta stofnun ætlar að breyta Saab 9-3 í "þjóðarbíl" landsins. Með þessu vill Tyrkland styrkja bíliðnað landsins og 85-90% íhluta í bílinn á að koma innanlands frá. Vísinda- og tækniráð Tyrklands ætlaði upphaflega að þróa eigin bíl frá grunni en hafði reiknast til að það myndi kosta um 120 milljarða króna. Með því að kaupa framleiðsluréttinn á Saab 9-3 myndi sá kostnaður hinsvegar sparast. Það er National Electric Vehicle Sweden (NEVS), eigandi Saab í dag, sem selja mun Tyrkjum framleiðsluréttinn á Saab 9-3. NEVS gerði tilraun til þess að halda áfram með smíði Saab 9-3 bílsins með hefðbundinni brunavél í Trollhettan í Svíþjóð, en hætti því fljótlega vegna fjárskorts. Nú ætlar NEVS að hjálpa Vísinda- og tækniráði Tyrklands með rekstaráætlun, aðföng og dreifingarkerfi vegna smíði Saab 9-3 og tryggja með því framhaldslíf hans.
Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent