Húsbílasýning P. Karlsson um helgina 7. nóvember 2015 06:00 Húsbílar eru frábærir fyrir hið íslenska sumar þar sem von er á öllum veðrum. Mikill kostur er að geta stokkið af stað í átt til sólar án mikils undirbúnings. KYNNING P. Karlsson heldur sýningu á húsbílum í glæsilegri aðstöðu sinni að Smiðjuvöllum 5a í Reykjanesbæ um helgina. P Karlsson ehf. hefur um langt skeið rekið ferðavagnasölu en á árinu 2013 gekk fyrirtækið til samstarfs við stærstu húsbílaleigu Evrópu, þýska fyrirtækið McRent, sem rekur 60 leigustöðvar í álfunni en P. Karlsson á McRent Iceland ehf., ásamt McRent í Þýskalandi. „Í þessi þrjú ár hefur P. Karlsson sérhæft sig í leigu og sölu á húsbílum og telur bílaleigufloti okkar nú 72 húsbíla en þeim verður fjölgað nokkuð fyrir komandi ár. Við áætlum að bílafloti í útleigu muni samanstanda af alls 85 bifreiðum sumarið 2016 en við munum flytja inn yfir 40 nýja húsbíla fyrir næsta sumar,“ segir Geir Bachmann sem er annar eigenda P. Karlsson ásamt Þrúðmari Karlssyni. Þeir benda á að allt árið um kring sé einnig fjöldi bifreiða til sölu og sýnis en markmið fyrirtækisins sé að geta boðið viðskiptavinum sínum nýlega húsbíla til sölu, á mjög góðu verði.Magic Edition. Innanrýmið er stórglæsilegt.Mikið lagt upp úr þjónustu Þeir Þrúðmar og Geir segja að sambland af húsbílaleigu og -sölu hafi gengið afskaplega vel. „Leigustöð McRent Iceland er þegar orðin með stærri leigum McRent-keðjunnar og sala húsbíla hefur tekið verulega við sér á árinu. Mikið er lagt upp úr góðri þjónustu og góðri vöru á báðum vígstöðvum. Gott viðhald á bílaflotanum er algert lykilatriði,“ segir Þrúðmar en P. Karlsson hefur umboð fyrir húsbíla frá hinum þekktu þýsku merkjum Dethleffs og Sunlight. „Við viðhöldum og þjónustum stóran flota af bílum sem eru í útleigu og að sjálfsögðu veitum við öllum þeim sem hafa keypt af okkur húsbíla fulla þjónustu er viðkemur húsinu sjálfu enda höldum við úti stórum varahlutalager og eigum yfirleitt til þá varahluti sem vantar ef eitthvað kemur upp á,“ segir Geir.Húsbíll frá P KarlssonSalan tekur kipp Húsbílaleiga er í blóma enda hefur ferðamannastraumurinn til landsins stóraukist vegna sívaxandi áhuga á Íslandi. „Salan á tækjunum sjálfum hefur einnig tekið verulegan kipp á árinu og því ljóst að það eru ekki bara erlendir ferðamenn sem hafa áhuga á því að skoða þetta fallega land okkar og upplifa frelsið og þægindin sem fylgir því að ferðast um í húsbíl á Íslandi,“ bætir Þrúðmar við. Þeir segja að vissulega hafi það verið gríðarleg vinna að koma á fót fyrirtæki sem standi stærstu og bestu húsbílaleigum í Evrópu fyllilega á sporði en sérhæfingin hjálpi þar mikið til og ekki síst gott starfsfólk. „Það að sérhæfa sig í ákveðinni vöru, sem í okkar tilfelli eru húsbílar, hefur tvímælalaust þá kosti að við þekkjum það sem við bjóðum upp á mjög vel. Við búum að mjög langri reynslu í bæði leigu og sölu á þessum tækjum og vitum því nákvæmlega hvað þarf til þess að ná árangri. Einnig höfum við verið afskaplega lánsamir með starfsfólk. Það er góður skilningur á því innanhúss að sú manneskja sem skiptir mestu máli er viðskiptavinurinn enda leggjum við allan okkar metnað í að þjónusta alla okkar kúnna eins og best verður á kosið,“ segir Geir. Aðspurðir segja þeir Þrúðmar og Geir að þrátt fyrir að mesta salan sé í notuðum tækjum þá sé það lítið mál að flytja inn nýjan bíl fyrir þá sem það vilja. „Hins vegar er engin launung á því að verðin sem við getum boðið á húsbílum út úr leigunni eru mjög góð og skýrist það að stærstu leyti af því að McRent-keðjan kaupir hátt í þrjú þúsund bíla árlega og fær fyrir vikið betra verð sem við svo látum okkar viðskiptavini njóta góðs af.“Frí vetrargeymsla Sýningin um helgina verður nokkuð stór í sniðum og margir bílar til sýnis. „Við erum í 1.100 m2 aðstöðu sem við höfum útbúið nokkuð vel á stuttum tíma undir alla okkar starfsemi og við hlökkum til að fá til okkar fólk í heimsókn til að skoða tækin. Öllum seldum bílum um helgina fylgir frí vetrargeymsla þannig að fólk getur tryggt sér sinn bíl og sótt hann svo eftir að lóan er komin og vor er í lofti,“ segja þeir og benda á að það hafi færst mikið í vöxt að fólk fjárfesti í húsbílum utan þessa hefðbundna sölutíma yfir sumarið enda úrvalið af leigutækjum mun meira á haustin. „Hins vegar munum við hafa til sýnis hjá okkur allt árið gott úrval af tækjum sem eru ekki í leigunni.“Á sýningunni um helgina verða húsbílar úr leigunni til sölu, opið er laugardaginn 7. nóvember frá kl. 10-16 og sunnudaginn 8. nóvember frá kl. 11-16. „En við erum náttúrulega ekki að skella í lás eftir helgina, hérna er opið alla virka daga og fólk er alltaf velkomið í heimsókn,“ segja þeir Þrúðmar og Geir að lokum.P.Karlsson/McRent.Smiðjuvellir 5 a, 230 Reykjanesbær.Símar: 578 6070/517 5200.www.pkarlsson.is Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
KYNNING P. Karlsson heldur sýningu á húsbílum í glæsilegri aðstöðu sinni að Smiðjuvöllum 5a í Reykjanesbæ um helgina. P Karlsson ehf. hefur um langt skeið rekið ferðavagnasölu en á árinu 2013 gekk fyrirtækið til samstarfs við stærstu húsbílaleigu Evrópu, þýska fyrirtækið McRent, sem rekur 60 leigustöðvar í álfunni en P. Karlsson á McRent Iceland ehf., ásamt McRent í Þýskalandi. „Í þessi þrjú ár hefur P. Karlsson sérhæft sig í leigu og sölu á húsbílum og telur bílaleigufloti okkar nú 72 húsbíla en þeim verður fjölgað nokkuð fyrir komandi ár. Við áætlum að bílafloti í útleigu muni samanstanda af alls 85 bifreiðum sumarið 2016 en við munum flytja inn yfir 40 nýja húsbíla fyrir næsta sumar,“ segir Geir Bachmann sem er annar eigenda P. Karlsson ásamt Þrúðmari Karlssyni. Þeir benda á að allt árið um kring sé einnig fjöldi bifreiða til sölu og sýnis en markmið fyrirtækisins sé að geta boðið viðskiptavinum sínum nýlega húsbíla til sölu, á mjög góðu verði.Magic Edition. Innanrýmið er stórglæsilegt.Mikið lagt upp úr þjónustu Þeir Þrúðmar og Geir segja að sambland af húsbílaleigu og -sölu hafi gengið afskaplega vel. „Leigustöð McRent Iceland er þegar orðin með stærri leigum McRent-keðjunnar og sala húsbíla hefur tekið verulega við sér á árinu. Mikið er lagt upp úr góðri þjónustu og góðri vöru á báðum vígstöðvum. Gott viðhald á bílaflotanum er algert lykilatriði,“ segir Þrúðmar en P. Karlsson hefur umboð fyrir húsbíla frá hinum þekktu þýsku merkjum Dethleffs og Sunlight. „Við viðhöldum og þjónustum stóran flota af bílum sem eru í útleigu og að sjálfsögðu veitum við öllum þeim sem hafa keypt af okkur húsbíla fulla þjónustu er viðkemur húsinu sjálfu enda höldum við úti stórum varahlutalager og eigum yfirleitt til þá varahluti sem vantar ef eitthvað kemur upp á,“ segir Geir.Húsbíll frá P KarlssonSalan tekur kipp Húsbílaleiga er í blóma enda hefur ferðamannastraumurinn til landsins stóraukist vegna sívaxandi áhuga á Íslandi. „Salan á tækjunum sjálfum hefur einnig tekið verulegan kipp á árinu og því ljóst að það eru ekki bara erlendir ferðamenn sem hafa áhuga á því að skoða þetta fallega land okkar og upplifa frelsið og þægindin sem fylgir því að ferðast um í húsbíl á Íslandi,“ bætir Þrúðmar við. Þeir segja að vissulega hafi það verið gríðarleg vinna að koma á fót fyrirtæki sem standi stærstu og bestu húsbílaleigum í Evrópu fyllilega á sporði en sérhæfingin hjálpi þar mikið til og ekki síst gott starfsfólk. „Það að sérhæfa sig í ákveðinni vöru, sem í okkar tilfelli eru húsbílar, hefur tvímælalaust þá kosti að við þekkjum það sem við bjóðum upp á mjög vel. Við búum að mjög langri reynslu í bæði leigu og sölu á þessum tækjum og vitum því nákvæmlega hvað þarf til þess að ná árangri. Einnig höfum við verið afskaplega lánsamir með starfsfólk. Það er góður skilningur á því innanhúss að sú manneskja sem skiptir mestu máli er viðskiptavinurinn enda leggjum við allan okkar metnað í að þjónusta alla okkar kúnna eins og best verður á kosið,“ segir Geir. Aðspurðir segja þeir Þrúðmar og Geir að þrátt fyrir að mesta salan sé í notuðum tækjum þá sé það lítið mál að flytja inn nýjan bíl fyrir þá sem það vilja. „Hins vegar er engin launung á því að verðin sem við getum boðið á húsbílum út úr leigunni eru mjög góð og skýrist það að stærstu leyti af því að McRent-keðjan kaupir hátt í þrjú þúsund bíla árlega og fær fyrir vikið betra verð sem við svo látum okkar viðskiptavini njóta góðs af.“Frí vetrargeymsla Sýningin um helgina verður nokkuð stór í sniðum og margir bílar til sýnis. „Við erum í 1.100 m2 aðstöðu sem við höfum útbúið nokkuð vel á stuttum tíma undir alla okkar starfsemi og við hlökkum til að fá til okkar fólk í heimsókn til að skoða tækin. Öllum seldum bílum um helgina fylgir frí vetrargeymsla þannig að fólk getur tryggt sér sinn bíl og sótt hann svo eftir að lóan er komin og vor er í lofti,“ segja þeir og benda á að það hafi færst mikið í vöxt að fólk fjárfesti í húsbílum utan þessa hefðbundna sölutíma yfir sumarið enda úrvalið af leigutækjum mun meira á haustin. „Hins vegar munum við hafa til sýnis hjá okkur allt árið gott úrval af tækjum sem eru ekki í leigunni.“Á sýningunni um helgina verða húsbílar úr leigunni til sölu, opið er laugardaginn 7. nóvember frá kl. 10-16 og sunnudaginn 8. nóvember frá kl. 11-16. „En við erum náttúrulega ekki að skella í lás eftir helgina, hérna er opið alla virka daga og fólk er alltaf velkomið í heimsókn,“ segja þeir Þrúðmar og Geir að lokum.P.Karlsson/McRent.Smiðjuvellir 5 a, 230 Reykjanesbær.Símar: 578 6070/517 5200.www.pkarlsson.is
Mest lesið Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira