Eygló og Hrafnhildur mæta Bandaríkjunum með úrvalsliði Evrópu Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. nóvember 2015 14:34 Hrafnhildur Lúthersdóttir og Eygló Ósk Gústafsdóttir hafa átt frábært ár. vísir/stefán/daníel Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir hafa báðar verið valdar í úrvalslið Evrópu í sundi sem mætir úrvalsliði Bandaríkjanna í Indianapolis í byrjun desember. Um er að ræða keppnina Duel in the Pool eða Einvígið í lauginni sem fram fer annað hvert ár. Einvígið hófst árið 2003, en í fyrstu þremur keppnunum mættu Bandaríkin liði Ástralíu. Evrópa hefur mætt Bandaríkjunum síðan 2009, en Bandaríkin hafa unnið allar keppnirnar hingað til. Síðast var keppt í Glasgow fyrir tveimur árum og höfðu Bandaríkin þá nauman sigur eftir að rústa Evrópu 2009 og 2011. Margir af bestu sundköppum Bandaríkjanna hafa keppt í Einvíginu í lauginni, en nú síðasta var Katie Ledecky á meðal keppenda fyrir tveimur árum. Missy Franklin og Ryan Lochte, margfaldir heims- og Ólympíuverðlaunahafar, kepptu svo fyrir fjórum árum. Þetta er stór og mikill áfangi fyrir Eygló og Hrafnhildi sem báðar hafa staðið sig frábærlega á árinu. Báðar komust þær í úrslit á HM í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi fyrr á árinu. Baksundssérfræðingurinn Eygló Ósk komst í úrslit í 200 metra baksundi og Hrafnhildur synti sig í úrslitin í 50 og 100 metra bringusundi. Einvígið í lauginni fer fram 11.-12. desember í sundlaug háskólans í Indiana. Meira má lesa um það hér. Sund Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir hafa báðar verið valdar í úrvalslið Evrópu í sundi sem mætir úrvalsliði Bandaríkjanna í Indianapolis í byrjun desember. Um er að ræða keppnina Duel in the Pool eða Einvígið í lauginni sem fram fer annað hvert ár. Einvígið hófst árið 2003, en í fyrstu þremur keppnunum mættu Bandaríkin liði Ástralíu. Evrópa hefur mætt Bandaríkjunum síðan 2009, en Bandaríkin hafa unnið allar keppnirnar hingað til. Síðast var keppt í Glasgow fyrir tveimur árum og höfðu Bandaríkin þá nauman sigur eftir að rústa Evrópu 2009 og 2011. Margir af bestu sundköppum Bandaríkjanna hafa keppt í Einvíginu í lauginni, en nú síðasta var Katie Ledecky á meðal keppenda fyrir tveimur árum. Missy Franklin og Ryan Lochte, margfaldir heims- og Ólympíuverðlaunahafar, kepptu svo fyrir fjórum árum. Þetta er stór og mikill áfangi fyrir Eygló og Hrafnhildi sem báðar hafa staðið sig frábærlega á árinu. Báðar komust þær í úrslit á HM í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi fyrr á árinu. Baksundssérfræðingurinn Eygló Ósk komst í úrslit í 200 metra baksundi og Hrafnhildur synti sig í úrslitin í 50 og 100 metra bringusundi. Einvígið í lauginni fer fram 11.-12. desember í sundlaug háskólans í Indiana. Meira má lesa um það hér.
Sund Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira