Eiginkona hans Ashely leit til samfélagsmiðla á dögunum og setti af stað átakið #ForceForDaniel. Daniel sjálfur sagði í viðtali að hann taldi að hann myndi ekki vera lifandi þegar myndin verður frumsýnd.
Kassamerkið #ForceForDaniel fékk alveg ótrúlega dreifingu á nokkrum dögum og meðal þeirra sem notuðu það voru Logi Geimgengill sjálfur, Mark Hammill, og John Boyega, einn af aðalleikurum Force Awakens.
Ashley sagði svo frá því á Facebook í gær að Daniel hefði fengið senda ókláraða útgáfu af myndinn frá J.J Abrams sjálfum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem J.J. Abrams verður við sambærilegum óskum dauðvona manns. Árið 2013 fékk Daniel Craft að sjá ókláraða útgáfu af Star Trek mynd Abrams. Craft lést svo nokkrum dögum seinna.