Volvo Polestar hyggst tvöfalda söluna Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2015 09:56 Volvo S60 og V60 í 350 hestafla Polestar útgáfum. Autonews Mikill sláttur er á Volvo um þessar mundir og ekki síður sportbíladeild fyrirtækisins, Polestar. Sú deild hyggst tvöfalda sölu sína á næsta ári og selja 1.500 bíla. Sú sala mun seint teljast há í samanburði við sölu t.d. AMG-deildar Mercedes Benz, sem framleiðir kraftabíla Benz. AMG ætlar að selja 30.000 bíla árið 2017. M-bílar BMW seljast líka í tugum þúsunda og Audi S og RS bílar einnig. Því á Polestar nokkuð langt í land með að ná kraftabílasölu þýsku lúxusbílaframleiðendanna þrátt fyrir að vöxturinn verði mikill. Volvo Polestar leggur áherslu á öryggi bíla sinna og ætlar þannig að aðgreina sig frá þýsku framleiðendunum. Polestar leggur áherslu á að bílar þeirra séu mjög hæfir til vetraraksturs og bendir á að þýsku kraftabílarnir séu margir hverjir lítið notaðir á veturna, enda margir þeirra lítt hannaðir fyrir slíkt. Hingað til hefur Polestar aðeins boðið breytta S60 og V60 bíla og ekki stefnir í neina breytingu á því á næsta ári. Þessir bílar eru hinsvegar afar öflugir, með 350 hestafla vélar og aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið. Ein ástæða þess að Volvo hyggst efla svo mikið starfsemi Polestar deildarinnar er sú að þar eru mikli framlegðarmöguleikar og ætlar Volvo að ná 15% framlegð af hverjum bíl. Slíkar tölur eru í takti við meðalframlegð Porsche, sem ávallt skilar einni hæstu framlegð allra bílaframleiðenda. Framlegð er líka há á AMG-bílum Benz, M-bílum BMW og S og RS-bílum Audi. Polestar ætlar að leggja áherslu á næstu árum á Plug-In-Hybrid bíla og telur gæfulegt að nota rafmótora til að auka afl bíla sinna, sem alltaf verður ærið. Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent
Mikill sláttur er á Volvo um þessar mundir og ekki síður sportbíladeild fyrirtækisins, Polestar. Sú deild hyggst tvöfalda sölu sína á næsta ári og selja 1.500 bíla. Sú sala mun seint teljast há í samanburði við sölu t.d. AMG-deildar Mercedes Benz, sem framleiðir kraftabíla Benz. AMG ætlar að selja 30.000 bíla árið 2017. M-bílar BMW seljast líka í tugum þúsunda og Audi S og RS bílar einnig. Því á Polestar nokkuð langt í land með að ná kraftabílasölu þýsku lúxusbílaframleiðendanna þrátt fyrir að vöxturinn verði mikill. Volvo Polestar leggur áherslu á öryggi bíla sinna og ætlar þannig að aðgreina sig frá þýsku framleiðendunum. Polestar leggur áherslu á að bílar þeirra séu mjög hæfir til vetraraksturs og bendir á að þýsku kraftabílarnir séu margir hverjir lítið notaðir á veturna, enda margir þeirra lítt hannaðir fyrir slíkt. Hingað til hefur Polestar aðeins boðið breytta S60 og V60 bíla og ekki stefnir í neina breytingu á því á næsta ári. Þessir bílar eru hinsvegar afar öflugir, með 350 hestafla vélar og aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið. Ein ástæða þess að Volvo hyggst efla svo mikið starfsemi Polestar deildarinnar er sú að þar eru mikli framlegðarmöguleikar og ætlar Volvo að ná 15% framlegð af hverjum bíl. Slíkar tölur eru í takti við meðalframlegð Porsche, sem ávallt skilar einni hæstu framlegð allra bílaframleiðenda. Framlegð er líka há á AMG-bílum Benz, M-bílum BMW og S og RS-bílum Audi. Polestar ætlar að leggja áherslu á næstu árum á Plug-In-Hybrid bíla og telur gæfulegt að nota rafmótora til að auka afl bíla sinna, sem alltaf verður ærið.
Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent