Íslendingabækur Frosti Logason skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Það er ekkert grín að búa á einangraðri eyju lengst norður í Atlantshafi. Íslensk þjóð er því marki brennd að hafa í þúsund ár þurft að berjast fyrir lífi sínu í harðgerðri náttúru á mörkum hins byggilega heims. Kyn okkar hefur aðlagast og mótast af erfiðum aðstæðum og í kjölfarið getið af sér samfélag sem á sér fáar hliðstæður. Allt er þetta svo ítarlega skjalfest á bæði gömlum skinnritum jafnt sem hátæknilegri Íslendingabók á vefnum þar sem sjálfur get ég rakið ættir mínar beint til fyrsta landnemans í Reykjavík. Næstu vikur og mánuðir verða strembnir á Íslandi. Skammdegið er að skella á og ef þú ætlar ekki óvænt að sitja fastur í snjósköflum og slabbi einhvern næstkomandi morgun þurfa vetrardekkin að komast undir fljótlega. Helsta vandamál mitt næstu mánuðina verður þó sennilegast skortur á tíma og skipulagningu. Einn stjórnmálaflokkurinn hefur lagt til að seinka klukkunni og það er vel. En eins og með öll hin góðu málin má ekki samþykkja það. Þetta er of róttækt. Þar af leiðandi eiga mínar hugmyndir um lengri sólarhring engan möguleika. Svekkjandi. Mér eins og öðrum Íslendingum veitti nefnilega ekkert af svona eins og fjórum aukatímum á dag. Sérstaklega á þessum árstíma. Ég á nefnilega eftir að lesa mikið af þeim bókum sem hafa verið að koma út á undanförnum vikum. Hallgrímur Helgason, Jón Gnarr, Einar Már, Jón Kalmann, Stefán Máni og Bibbi í Skálmöld bíða allir á náttborðinu mínu. Ég ætla að lesa þá alla fyrir jól af því ég veit af reynslu að þeir skrifa allir eðalstöff. Tvö meistaraverk hafa þegar verið lesin en það eru bækur Mikka Torfa og Bubba Morthens. Já, það er vandlifað á skerinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun
Það er ekkert grín að búa á einangraðri eyju lengst norður í Atlantshafi. Íslensk þjóð er því marki brennd að hafa í þúsund ár þurft að berjast fyrir lífi sínu í harðgerðri náttúru á mörkum hins byggilega heims. Kyn okkar hefur aðlagast og mótast af erfiðum aðstæðum og í kjölfarið getið af sér samfélag sem á sér fáar hliðstæður. Allt er þetta svo ítarlega skjalfest á bæði gömlum skinnritum jafnt sem hátæknilegri Íslendingabók á vefnum þar sem sjálfur get ég rakið ættir mínar beint til fyrsta landnemans í Reykjavík. Næstu vikur og mánuðir verða strembnir á Íslandi. Skammdegið er að skella á og ef þú ætlar ekki óvænt að sitja fastur í snjósköflum og slabbi einhvern næstkomandi morgun þurfa vetrardekkin að komast undir fljótlega. Helsta vandamál mitt næstu mánuðina verður þó sennilegast skortur á tíma og skipulagningu. Einn stjórnmálaflokkurinn hefur lagt til að seinka klukkunni og það er vel. En eins og með öll hin góðu málin má ekki samþykkja það. Þetta er of róttækt. Þar af leiðandi eiga mínar hugmyndir um lengri sólarhring engan möguleika. Svekkjandi. Mér eins og öðrum Íslendingum veitti nefnilega ekkert af svona eins og fjórum aukatímum á dag. Sérstaklega á þessum árstíma. Ég á nefnilega eftir að lesa mikið af þeim bókum sem hafa verið að koma út á undanförnum vikum. Hallgrímur Helgason, Jón Gnarr, Einar Már, Jón Kalmann, Stefán Máni og Bibbi í Skálmöld bíða allir á náttborðinu mínu. Ég ætla að lesa þá alla fyrir jól af því ég veit af reynslu að þeir skrifa allir eðalstöff. Tvö meistaraverk hafa þegar verið lesin en það eru bækur Mikka Torfa og Bubba Morthens. Já, það er vandlifað á skerinu.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun