Fiat pallbíll fyrir Brasilíu Finnur Thorlacius skrifar 4. nóvember 2015 12:53 Fiat Toro. Það er ekki óalgengt að bílaframleiðendur framleiði bíla fyrir einstök markaðssvæði og Fiat er nú að markaðssetja þennan smáa pallbíl fyrir Brasilíubúa. Fiat hefur reyndar ekki verið þekkt fyrir framleiðslu pallbíla, en þar sem Chrysler og Jeep tilheyra nú Fiat samstæðunni eraldrei að vita nema mikil breyting verði þar á. Bíllinn heitir Toro og er byggður á sama undirvagni og Jeep Renegade, en er 66 cm lengri, en 25 cm styttri en Ford Ranger. Hann má fá með 138 hestafla bensínvél og 170 dísilvél og bæði framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn. Fiat Toro getur togað aftanívagn allt að einu tonni, sem telst þó ekki mikið miðað við stóra bandarísku pallbílana, en hér er miklu minni bíll á ferð. Hann tekur 5 í sæti og Fiat segir að þar ferðist fólk í heilmiklum lúxus. Fá má bílinn er 3 útfærslum, Urban, Adrenaline og Country. Með dísilvélinni má velja milli 6 gíra beinskiptingar eða 6 gíra sjálfskiptingar. Hann má velja með LED aðalljós, þokuljós, með varnarhlífum fyrir undirvagn, 5 tommu upplýsingaskjá og topplúgu. Í fyrstu mun þessi pallbíll aðeins fást í Brasilíu, hvað sem síðar verður. Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent
Það er ekki óalgengt að bílaframleiðendur framleiði bíla fyrir einstök markaðssvæði og Fiat er nú að markaðssetja þennan smáa pallbíl fyrir Brasilíubúa. Fiat hefur reyndar ekki verið þekkt fyrir framleiðslu pallbíla, en þar sem Chrysler og Jeep tilheyra nú Fiat samstæðunni eraldrei að vita nema mikil breyting verði þar á. Bíllinn heitir Toro og er byggður á sama undirvagni og Jeep Renegade, en er 66 cm lengri, en 25 cm styttri en Ford Ranger. Hann má fá með 138 hestafla bensínvél og 170 dísilvél og bæði framhjóladrifinn og fjórhjóladrifinn. Fiat Toro getur togað aftanívagn allt að einu tonni, sem telst þó ekki mikið miðað við stóra bandarísku pallbílana, en hér er miklu minni bíll á ferð. Hann tekur 5 í sæti og Fiat segir að þar ferðist fólk í heilmiklum lúxus. Fá má bílinn er 3 útfærslum, Urban, Adrenaline og Country. Með dísilvélinni má velja milli 6 gíra beinskiptingar eða 6 gíra sjálfskiptingar. Hann má velja með LED aðalljós, þokuljós, með varnarhlífum fyrir undirvagn, 5 tommu upplýsingaskjá og topplúgu. Í fyrstu mun þessi pallbíll aðeins fást í Brasilíu, hvað sem síðar verður.
Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent