Stefnir í mesta bílsöluár Bandaríkjanna Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2015 14:48 Pallbílar, jeppar og jepplingar rjúka nú út í Bandaríkjunum. Sala nýrra bíla í Bandaríkjunum í ár hefur verið einkar góð og þrátt fyrir að sölutölur fyrir nýliðinn október séu ekki komnar í hús er búist við því að hann verði sá næst söluhæsti frá upphafi. Spáð er allt að 1,42 milljón bíla sölu og að heildarsala ársins stefni í 17,3 til 17,6 milljónir bíla. Ef að salan nær 1,42 milljónum væri það 12% aukning frá fyrra ári. Árið 2001 náði sala bíla í október 1,7 milljónum bíla. Það voru svokölluð 0% bílalán sem kynnt voru í kjölfar 9/11 hryðjuverkaárásarinnar í þeim mánuði sem örvaði svo stórlega söluna. Besta söluár nýrra bíla í Bandaríkjunum var aldamótaárið 2000 en þá seldust 17,402 milljón bíla.Enn stærra bílasöluár á næsta áriÁrið í ár gæti hæglega náð þeirri tölu og búist er við því að næsta ár verði enn meira bílasöluár og spár til þess bærra aðila er 17,8 milljón bílar. Á fyrri hluta október voru 58% seldra nýrra bíla pallbílar, jepplingar og jeppar og svo virðist sem eingöngu hefðbundnir fólksbílar renni ekki út sem heitar lummur. J.D. Power spáir 15% söluaukningu pallbíla, jeppa og jepplinga og 2,6% söluminnkun fólksbíla í október og væri það í takti við sölu ársins fram að þessu. Fyrirtækið spáir að Volkswagen bílafjölskyldan muni auka söluna um 5,1% þrátt fyrir dísilvélasvindlið, en góð sala Audi bíla muni vega upp söluminnkun Volkswagen bíla. J.D. Power spáir því ennfremur að GM, Ford og Fiat Chrysler muni auka markaðshlutdeild sína í október á meðan Toyota, Honda og Nissan muni tapa hlutdeild. Það eru því bjartir tímar hjá bandaríksum bílaframleiðendum á meðan þeir japönsku eru að verja sína hlutdeild. Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent
Sala nýrra bíla í Bandaríkjunum í ár hefur verið einkar góð og þrátt fyrir að sölutölur fyrir nýliðinn október séu ekki komnar í hús er búist við því að hann verði sá næst söluhæsti frá upphafi. Spáð er allt að 1,42 milljón bíla sölu og að heildarsala ársins stefni í 17,3 til 17,6 milljónir bíla. Ef að salan nær 1,42 milljónum væri það 12% aukning frá fyrra ári. Árið 2001 náði sala bíla í október 1,7 milljónum bíla. Það voru svokölluð 0% bílalán sem kynnt voru í kjölfar 9/11 hryðjuverkaárásarinnar í þeim mánuði sem örvaði svo stórlega söluna. Besta söluár nýrra bíla í Bandaríkjunum var aldamótaárið 2000 en þá seldust 17,402 milljón bíla.Enn stærra bílasöluár á næsta áriÁrið í ár gæti hæglega náð þeirri tölu og búist er við því að næsta ár verði enn meira bílasöluár og spár til þess bærra aðila er 17,8 milljón bílar. Á fyrri hluta október voru 58% seldra nýrra bíla pallbílar, jepplingar og jeppar og svo virðist sem eingöngu hefðbundnir fólksbílar renni ekki út sem heitar lummur. J.D. Power spáir 15% söluaukningu pallbíla, jeppa og jepplinga og 2,6% söluminnkun fólksbíla í október og væri það í takti við sölu ársins fram að þessu. Fyrirtækið spáir að Volkswagen bílafjölskyldan muni auka söluna um 5,1% þrátt fyrir dísilvélasvindlið, en góð sala Audi bíla muni vega upp söluminnkun Volkswagen bíla. J.D. Power spáir því ennfremur að GM, Ford og Fiat Chrysler muni auka markaðshlutdeild sína í október á meðan Toyota, Honda og Nissan muni tapa hlutdeild. Það eru því bjartir tímar hjá bandaríksum bílaframleiðendum á meðan þeir japönsku eru að verja sína hlutdeild.
Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent