Bandaríkin veðja á hersveitir Kúrda í baráttunni gegn ISIS Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2015 11:45 Hersveitir Kúrda í n-Sýrlandi hafa verið í sókn gegn ISIS undanfarna mánuði. Vísir/Getty Talið er víst að hersveitin sem bandaríkjaher ætlar að senda til Sýrlands muni hafa það að markmiði að aðstoða hersveitir Kúrda og Araba til þess að fella Raqqa, höfuðborg ISIS.Líkt og fregnir hafa gefið til kynna mun 50 manna sveit sérsveitarmanna halda til n-Sýrlands en þar hafa hersveitir Kúrda og Araba, dyggilega studdar loftárásum og vopnasendingum Bandaríkjanna og bandamanna, þjarmað að ISIS og þá sérstaklega höfuðborginni Raqqa.Kúrdar hafa þjarmað að ISIS undanfarna mánuði Fyrr á árinu náðu hersveitir Kúrda valdi yfir mikilvægri flutningaleið sem þjónaði Raqqa og ISIS og síðan þá hefur yfirráðarsvæði Kúrda stækkað á kostnað yfirráðasvæðis ISIS. Kúrdar náðu yfirráðum yfir bænum Tal Abyad í n-Sýrlandi, var það þungt högg fyrir ISIS þar sem bærinn var miðstöð verslunar og smygls ISIS. Einnig hægðist á flæði erlendra vígamanna sem ætluðu sér að ganga til liðs við ISIS. Síðan þá hafa Kúrdar sótt að Raqqa, náð völdum yfir nágrannabæjum og eru hersveitir þeirra nú um 50 kílómetra frá Raqqa og talið er víst að sókn sé í undirbúningi.Yfirráðasvæði ISIS (Svart) hefur minnkað á kostnað yfirráðasvæðis Kúrda (fjólublátt) frá því að Tal Abyad féll í hendur Kúrda.Institute for The Study of WarHersveit Bandaríkjanna mun ekki taka þátt í beinum hernaðaraðgerðum Hernaðarsérfræðingar segja að bandarísk yfirvöld hafi gert sér grein fyrir því að Kúrdar séu megnugir til þess að ná árangri í baráttunni gegn ISIS og að þeir séu í aðstöðu til þess að ná borginni Raqqa á sitt vald. Það yrði mikið áfall fyrir ISIS og því hefur Barack Obama Bandaríkjaforseti tekið ákvörðun um að senda hóp sérsveitarmanna til n-Sýrlands. Þeir munu ekki taka þátt í beinum hernaðaraðgerðum. Frekar munu þeir einbeita sér að því að þjálfa heri Kúrda og Araba og gera þá skilvirkari í baráttunni gegn ISIS með því að skipuleggja hernaðaraðgerðir.Mikið áfall fyrir ISIS skyldu þeir missa Raqqa Muni ISIS missa yfirráðin yfir Raqqa yrði það mikið áfall fyrir ISIS. Frá því að Raqqa féll í hendur hefur enginn hópur getað ógnað yfirráðum ISIS yfir borginni. Raqqa hefur orðið að tákni ISIS og merki um það að samtökin séu meira en bara hryðjuverkasamtök. Yfirráð ISIS yfir Raqqa hafa styrkt þá ímynd ISIS að það sé ríki sem geti farið með yfirráð yfir borgum og stórum landssvæðum. Falli Raqqa yrði það því mikið áfall fyrir ímynd ISIS. Ekki má þó búast við því að hersveitir Kúrda valsi inn í miðbæ Raqqa á næstunni. Þrátt fyrir að ISIS hafi misst landsvæði á undanförnum mánuðum eru hersveitir ISIS ennþá í fullu fjöri og því er talið líklegt að markmið Bandaríkjanna og Kúrda sé að einangra Raqqa frá landssvæðum ISIS á næstu mánuðum. Hér fyrir neðan má sjá gróft kort af stöðu mála í Sýrlandi samkvæmt greiningu Institute for United Conflict Analysis. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Samþykkja nýjar viðræður um Sýrland Sameinuðu þjóðirnar verða beðnar um að leiða viðræður á milli uppreisnarmanna og stjórnvalda í Sýrlandi. 30. október 2015 19:17 Bandaríkin senda hermenn til Sýrlands Í fyrsta sinn sem bandarískt herlið verður með fasta viðveru í Sýrlandi. 30. október 2015 15:51 Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 ISIS liðar tóku mikilvægan bæ af hernum Minnst 50 úr stjórnarhernum féllu í árás Íslamska ríkisins. 1. nóvember 2015 17:30 Bandaríkin gefa í gegn ISIS Þeir sem til þekkja segja að með þessu sé Bandaríkjaher að viðurkenna að loftárásir síðustu mánaða hafi litlu skilað. 28. október 2015 08:08 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Talið er víst að hersveitin sem bandaríkjaher ætlar að senda til Sýrlands muni hafa það að markmiði að aðstoða hersveitir Kúrda og Araba til þess að fella Raqqa, höfuðborg ISIS.Líkt og fregnir hafa gefið til kynna mun 50 manna sveit sérsveitarmanna halda til n-Sýrlands en þar hafa hersveitir Kúrda og Araba, dyggilega studdar loftárásum og vopnasendingum Bandaríkjanna og bandamanna, þjarmað að ISIS og þá sérstaklega höfuðborginni Raqqa.Kúrdar hafa þjarmað að ISIS undanfarna mánuði Fyrr á árinu náðu hersveitir Kúrda valdi yfir mikilvægri flutningaleið sem þjónaði Raqqa og ISIS og síðan þá hefur yfirráðarsvæði Kúrda stækkað á kostnað yfirráðasvæðis ISIS. Kúrdar náðu yfirráðum yfir bænum Tal Abyad í n-Sýrlandi, var það þungt högg fyrir ISIS þar sem bærinn var miðstöð verslunar og smygls ISIS. Einnig hægðist á flæði erlendra vígamanna sem ætluðu sér að ganga til liðs við ISIS. Síðan þá hafa Kúrdar sótt að Raqqa, náð völdum yfir nágrannabæjum og eru hersveitir þeirra nú um 50 kílómetra frá Raqqa og talið er víst að sókn sé í undirbúningi.Yfirráðasvæði ISIS (Svart) hefur minnkað á kostnað yfirráðasvæðis Kúrda (fjólublátt) frá því að Tal Abyad féll í hendur Kúrda.Institute for The Study of WarHersveit Bandaríkjanna mun ekki taka þátt í beinum hernaðaraðgerðum Hernaðarsérfræðingar segja að bandarísk yfirvöld hafi gert sér grein fyrir því að Kúrdar séu megnugir til þess að ná árangri í baráttunni gegn ISIS og að þeir séu í aðstöðu til þess að ná borginni Raqqa á sitt vald. Það yrði mikið áfall fyrir ISIS og því hefur Barack Obama Bandaríkjaforseti tekið ákvörðun um að senda hóp sérsveitarmanna til n-Sýrlands. Þeir munu ekki taka þátt í beinum hernaðaraðgerðum. Frekar munu þeir einbeita sér að því að þjálfa heri Kúrda og Araba og gera þá skilvirkari í baráttunni gegn ISIS með því að skipuleggja hernaðaraðgerðir.Mikið áfall fyrir ISIS skyldu þeir missa Raqqa Muni ISIS missa yfirráðin yfir Raqqa yrði það mikið áfall fyrir ISIS. Frá því að Raqqa féll í hendur hefur enginn hópur getað ógnað yfirráðum ISIS yfir borginni. Raqqa hefur orðið að tákni ISIS og merki um það að samtökin séu meira en bara hryðjuverkasamtök. Yfirráð ISIS yfir Raqqa hafa styrkt þá ímynd ISIS að það sé ríki sem geti farið með yfirráð yfir borgum og stórum landssvæðum. Falli Raqqa yrði það því mikið áfall fyrir ímynd ISIS. Ekki má þó búast við því að hersveitir Kúrda valsi inn í miðbæ Raqqa á næstunni. Þrátt fyrir að ISIS hafi misst landsvæði á undanförnum mánuðum eru hersveitir ISIS ennþá í fullu fjöri og því er talið líklegt að markmið Bandaríkjanna og Kúrda sé að einangra Raqqa frá landssvæðum ISIS á næstu mánuðum. Hér fyrir neðan má sjá gróft kort af stöðu mála í Sýrlandi samkvæmt greiningu Institute for United Conflict Analysis.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Samþykkja nýjar viðræður um Sýrland Sameinuðu þjóðirnar verða beðnar um að leiða viðræður á milli uppreisnarmanna og stjórnvalda í Sýrlandi. 30. október 2015 19:17 Bandaríkin senda hermenn til Sýrlands Í fyrsta sinn sem bandarískt herlið verður með fasta viðveru í Sýrlandi. 30. október 2015 15:51 Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15 ISIS liðar tóku mikilvægan bæ af hernum Minnst 50 úr stjórnarhernum féllu í árás Íslamska ríkisins. 1. nóvember 2015 17:30 Bandaríkin gefa í gegn ISIS Þeir sem til þekkja segja að með þessu sé Bandaríkjaher að viðurkenna að loftárásir síðustu mánaða hafi litlu skilað. 28. október 2015 08:08 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Samþykkja nýjar viðræður um Sýrland Sameinuðu þjóðirnar verða beðnar um að leiða viðræður á milli uppreisnarmanna og stjórnvalda í Sýrlandi. 30. október 2015 19:17
Bandaríkin senda hermenn til Sýrlands Í fyrsta sinn sem bandarískt herlið verður með fasta viðveru í Sýrlandi. 30. október 2015 15:51
Sýrlandsher sækir hart að uppreisnarmönnum Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur með aðstoð rússneskra flugsveita náð umtalsverðu landsvæði af uppreisnarmönnum á undanförnum dögum. 12. október 2015 11:15
ISIS liðar tóku mikilvægan bæ af hernum Minnst 50 úr stjórnarhernum féllu í árás Íslamska ríkisins. 1. nóvember 2015 17:30
Bandaríkin gefa í gegn ISIS Þeir sem til þekkja segja að með þessu sé Bandaríkjaher að viðurkenna að loftárásir síðustu mánaða hafi litlu skilað. 28. október 2015 08:08