Segir Schengen-samstarfið ónýtt sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2015 19:12 Karl Garðarsson. vísir/gva Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, segir að endurskoða þurfi Schengen-samstarfið. Með breyttum aðstæðum og auknum fólksflótta sé það komið í algjört uppnám. Mikilvægt sé að taka umræðuna áður en málin komist í óefni. „Schengen samstarfið sem slíkt er ekki að virka í dag og nánast ónýtt ef út í það er farið. Hér streyma inn á Schengen svæðið þúsundir manna á degi hverjum, án þess að vera með vegabréf eða áritanir,” sagði Karl í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann ræddi málið einnig á Alþingi í dag. Hann sagði flóttafólk ekki vandamálið – að þeim þurfi þjóðir heims að hlúa. Heldur sé það sá hópur sem leiti til ríkja Evrópusambandsins og Schengen í efnahagslegum tilgangi. Sá hópur fari sífellt stækkandi. „Margir þessara einstaklinga eru að flýja stríð og því ber okkur að taka á móti þeim þó ekki sé nema af mannúðarástæðum. Aðrir nýta sér ástandið í efnahagslegum tilgangi, vilja betra líf í vestrænum löndum, hærri laun, betra bótakerfi og svo framvegis.” Karl sagði stöðuna í Schengen orðna þannig að einstök ríki innan þess séu farin að búa til sínar eigin reglur, setja upp tálma á landamærum, herða reglur um vegabréf og fangelsa fólk. „Nýjasta dæmið er Svíþjóð sem var í fararbroddi fyrir tveimur árum þegar kom að móttöku flóttamanna,” sagði hann. „Ekkert fer að draga úr flóttamannastraumi á næstunni eða á næstu árum. Það vita allir. Af hverju tökum við ekki upp alvöru umræðu um Schengen í stað þess að ýta vandræðunum á undan okkur þar til allt er komið í óefni?”Hlusta má á viðtalið við Karl hér fyrir neðan. Flóttamenn Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, segir að endurskoða þurfi Schengen-samstarfið. Með breyttum aðstæðum og auknum fólksflótta sé það komið í algjört uppnám. Mikilvægt sé að taka umræðuna áður en málin komist í óefni. „Schengen samstarfið sem slíkt er ekki að virka í dag og nánast ónýtt ef út í það er farið. Hér streyma inn á Schengen svæðið þúsundir manna á degi hverjum, án þess að vera með vegabréf eða áritanir,” sagði Karl í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann ræddi málið einnig á Alþingi í dag. Hann sagði flóttafólk ekki vandamálið – að þeim þurfi þjóðir heims að hlúa. Heldur sé það sá hópur sem leiti til ríkja Evrópusambandsins og Schengen í efnahagslegum tilgangi. Sá hópur fari sífellt stækkandi. „Margir þessara einstaklinga eru að flýja stríð og því ber okkur að taka á móti þeim þó ekki sé nema af mannúðarástæðum. Aðrir nýta sér ástandið í efnahagslegum tilgangi, vilja betra líf í vestrænum löndum, hærri laun, betra bótakerfi og svo framvegis.” Karl sagði stöðuna í Schengen orðna þannig að einstök ríki innan þess séu farin að búa til sínar eigin reglur, setja upp tálma á landamærum, herða reglur um vegabréf og fangelsa fólk. „Nýjasta dæmið er Svíþjóð sem var í fararbroddi fyrir tveimur árum þegar kom að móttöku flóttamanna,” sagði hann. „Ekkert fer að draga úr flóttamannastraumi á næstunni eða á næstu árum. Það vita allir. Af hverju tökum við ekki upp alvöru umræðu um Schengen í stað þess að ýta vandræðunum á undan okkur þar til allt er komið í óefni?”Hlusta má á viðtalið við Karl hér fyrir neðan.
Flóttamenn Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira