Búið að bera kennsl á 106 af þeim sem féllu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. nóvember 2015 23:55 Frá minningarathöfn fyrir framan Notre Dame kirkjuna í París. vísir/epa Búið er að bera kennsl á 106 af 129 fórnarlömbum hermdarverkanna í París síðastliðið föstudagskvöld. Meðal hinna föllnu eru lögmaður, plötuútgefandi, nemar, hönnuður og markaðsstjóri. Fjallað er um hina föllnu á Sky News. Í dag var gefið út að þrír í viðbót hefðu látist en síðar kom í ljós að þeir hefðu áður verið taldir með sem hluti af þeim 129 sem höfðu fallið. Enn liggja hátt í hundrað lífshættulega særðir eftir atburðina en 250 særðust til viðbótar. Einnig hefur verið lokið við að bera kennsl á þrjá af árásarmönnunum sem frömdu hermdarverkin í París síðastliðið föstudagskvöld. Þetta er meðal þess sem kemur fram á The Guardian.Salah Abdelslamvísir/epaLeit stendur nú yfir að Salah Abdeslam en hann er grunaður um aðild að árásunum. Salah er 26 ára og fæddur í Belgíu. Heimildir herma að hann hafi verið einn þeirra sem sá um að skipuleggja árásina og að hann hafi komið að gerð sprengnanna. Bróðir Salah, Ibrahim Abdeslam, var einn þeirra sem sprengdi sig í loft upp á föstudaginn í árásinni á Bataclan tónleikahúsið. Þriðji bróðirinn var einn af hinum sjö sem handteknir voru í Brussel grunaðir um aðild að árásinni. Nafn hans hefur enn ekki verið gefið upp. „Eiginkona hans vann ekki og þau áttu mjög unga dóttur en það var ekkert óeðlilegt við þau,“ segir fyrrverandi nágranni um Osmar Ismail Mostefai en hann sprengdi sig einnig í Bataclan. Hann var franskur en af alsírskum ættum. Hann var 29 ára gamall. Áður hafði verið sagt frá því að árásarmennirnir hefðu verið á aldrinum fimmtán til átján ára en það reyndist ekki rétt. Þriðji árásarmaðurinn sem búið er að bera kennsl á hét Bilal Hadfi og var tvítugur Belgi. Hann hafði áður ferðast til Sýrlands til að berjast með Íslamska ríkinu. Franskar herþotur hafa í dag flogið til Sýrlands til að varpa sprengjum á bækistöð ISIS þar í landi en minnst tuttugu sprengjur hafa verið látnar falla á borgina Raqqa. Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin Isobel Bowdery, suður-afrísk kona, lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af frá árásunum á Bataclan í París 15. nóvember 2015 10:47 Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17 Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Búið er að bera kennsl á 106 af 129 fórnarlömbum hermdarverkanna í París síðastliðið föstudagskvöld. Meðal hinna föllnu eru lögmaður, plötuútgefandi, nemar, hönnuður og markaðsstjóri. Fjallað er um hina föllnu á Sky News. Í dag var gefið út að þrír í viðbót hefðu látist en síðar kom í ljós að þeir hefðu áður verið taldir með sem hluti af þeim 129 sem höfðu fallið. Enn liggja hátt í hundrað lífshættulega særðir eftir atburðina en 250 særðust til viðbótar. Einnig hefur verið lokið við að bera kennsl á þrjá af árásarmönnunum sem frömdu hermdarverkin í París síðastliðið föstudagskvöld. Þetta er meðal þess sem kemur fram á The Guardian.Salah Abdelslamvísir/epaLeit stendur nú yfir að Salah Abdeslam en hann er grunaður um aðild að árásunum. Salah er 26 ára og fæddur í Belgíu. Heimildir herma að hann hafi verið einn þeirra sem sá um að skipuleggja árásina og að hann hafi komið að gerð sprengnanna. Bróðir Salah, Ibrahim Abdeslam, var einn þeirra sem sprengdi sig í loft upp á föstudaginn í árásinni á Bataclan tónleikahúsið. Þriðji bróðirinn var einn af hinum sjö sem handteknir voru í Brussel grunaðir um aðild að árásinni. Nafn hans hefur enn ekki verið gefið upp. „Eiginkona hans vann ekki og þau áttu mjög unga dóttur en það var ekkert óeðlilegt við þau,“ segir fyrrverandi nágranni um Osmar Ismail Mostefai en hann sprengdi sig einnig í Bataclan. Hann var franskur en af alsírskum ættum. Hann var 29 ára gamall. Áður hafði verið sagt frá því að árásarmennirnir hefðu verið á aldrinum fimmtán til átján ára en það reyndist ekki rétt. Þriðji árásarmaðurinn sem búið er að bera kennsl á hét Bilal Hadfi og var tvítugur Belgi. Hann hafði áður ferðast til Sýrlands til að berjast með Íslamska ríkinu. Franskar herþotur hafa í dag flogið til Sýrlands til að varpa sprengjum á bækistöð ISIS þar í landi en minnst tuttugu sprengjur hafa verið látnar falla á borgina Raqqa.
Hryðjuverk í París Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin Isobel Bowdery, suður-afrísk kona, lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af frá árásunum á Bataclan í París 15. nóvember 2015 10:47 Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17 Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin Isobel Bowdery, suður-afrísk kona, lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af frá árásunum á Bataclan í París 15. nóvember 2015 10:47
Nauðsynlegt að hefja viðræður leiddar af SÞ varðandi Sýrland Barack Obama og Vladimir Pútín ræddu saman áður en G20 fundurinn hófst í Ankara. 15. nóvember 2015 19:17
Hryðjuverkin í París: Lögregla leitar enn mögulegs árásarmanns Saksóknari í Belgíu hefur staðfest að tveir árásarmannanna í París hafi verið Frakkar, búsettir í Brussel. 15. nóvember 2015 14:40