Fagna degi íslenskrar tungu í tuttugasta sinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Hjördís Erna Sigurðardóttir er mikill áhugamaður um orð og finnst gaman að safna orðum um alls konar hluti. Fréttablaðið/Vilhelm Mikil hátíðardagskrá er víða um land í dag í tilefni dags íslenskrar tungu sem nú er haldinn í tuttugasta sinn, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. „Þetta er í þriðja sinn sem ég er með þetta verkefni ásamt Jóhannesi Bjarna Sigtryggssyni og höfum við unnið með menntamálaráðuneytinu. Í ár þá ákváðum við að prufa dálítið nýtt og hefur dagurinn ákveðið þema í ár, veðurorð. Ég er sjálf mikill áhugamaður um orð og finnst gaman að safna orðum um alls konar hluti,“ segir Hjördís Erna Sigurðardóttir, sagnfræðingur og skipuleggjandi hátíðardagskrárinnar. Í ár verður dagurinn haldinn hátíðlegur með hátíðardagskrá á vegum mennta- og menningarmálaráðherra í bókasafni Mosfellsbæjar. Þar að auki verður dagskrá í Árnagarði Háskóla Íslands á vegum Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum, málþing í Hallgrímskirkju um Viðeyjarbiblíu, fyrsti áfangi Stóru upplestrarkeppninnar og dagskrá í Háskólanum á Akureyri svo fátt eitt sé nefnt. Þar að auki verður dagskrá í skólum og á bókasöfnum víða um land. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra mun flytja ávarp í Mosfellsbæ auk þess sem verðlaunahafarnir tveir, þeir sem hljóta Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu, verða kynntir og munu flytja ávarp. Orðaforði Íslendinga er áberandi í hátíðardagskránni. Auk þess sem veðurorðin eru þema dagsins munu Samtökin '78 einnig fjalla um mikilvægi hinsegin orðaforða í Árnagarði. Hátíðarhaldarar óskuðu eftir því að Íslendingar sendu þeim sín uppáhaldsveðurorð og verða nokkrum þeirra gerð skil. „Þó nokkuð margir komu með skemmtileg veðurorð, sum mjög fáheyrð. Þau eru oft landshlutaskyld og merking þeirra líka. Þetta var bara mjög skemmtilegt að fá að kasta þessu út í samfélagið og fá svona viðbrögð því íslenskan væri fátækleg ef við hefðum bara þessa stóru hatta, gott veður og vont veður. Þá myndi vanta falleg blæ- og tilbrigðaorð um allt þar á milli,“ segir Hjördís. „Við megum ekki týna uppáhaldsorðum okkar eins og til dæmis orðinu hundslappadrífa, það væri þyngra en tárum taki.“ Hinsegin Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Mikil hátíðardagskrá er víða um land í dag í tilefni dags íslenskrar tungu sem nú er haldinn í tuttugasta sinn, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. „Þetta er í þriðja sinn sem ég er með þetta verkefni ásamt Jóhannesi Bjarna Sigtryggssyni og höfum við unnið með menntamálaráðuneytinu. Í ár þá ákváðum við að prufa dálítið nýtt og hefur dagurinn ákveðið þema í ár, veðurorð. Ég er sjálf mikill áhugamaður um orð og finnst gaman að safna orðum um alls konar hluti,“ segir Hjördís Erna Sigurðardóttir, sagnfræðingur og skipuleggjandi hátíðardagskrárinnar. Í ár verður dagurinn haldinn hátíðlegur með hátíðardagskrá á vegum mennta- og menningarmálaráðherra í bókasafni Mosfellsbæjar. Þar að auki verður dagskrá í Árnagarði Háskóla Íslands á vegum Mímis, félags stúdenta í íslenskum fræðum, málþing í Hallgrímskirkju um Viðeyjarbiblíu, fyrsti áfangi Stóru upplestrarkeppninnar og dagskrá í Háskólanum á Akureyri svo fátt eitt sé nefnt. Þar að auki verður dagskrá í skólum og á bókasöfnum víða um land. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra mun flytja ávarp í Mosfellsbæ auk þess sem verðlaunahafarnir tveir, þeir sem hljóta Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og Sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska tungu, verða kynntir og munu flytja ávarp. Orðaforði Íslendinga er áberandi í hátíðardagskránni. Auk þess sem veðurorðin eru þema dagsins munu Samtökin '78 einnig fjalla um mikilvægi hinsegin orðaforða í Árnagarði. Hátíðarhaldarar óskuðu eftir því að Íslendingar sendu þeim sín uppáhaldsveðurorð og verða nokkrum þeirra gerð skil. „Þó nokkuð margir komu með skemmtileg veðurorð, sum mjög fáheyrð. Þau eru oft landshlutaskyld og merking þeirra líka. Þetta var bara mjög skemmtilegt að fá að kasta þessu út í samfélagið og fá svona viðbrögð því íslenskan væri fátækleg ef við hefðum bara þessa stóru hatta, gott veður og vont veður. Þá myndi vanta falleg blæ- og tilbrigðaorð um allt þar á milli,“ segir Hjördís. „Við megum ekki týna uppáhaldsorðum okkar eins og til dæmis orðinu hundslappadrífa, það væri þyngra en tárum taki.“
Hinsegin Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp