Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. nóvember 2015 19:13 Ummæli Snorra Magnússonar formanns Landssambands lögreglumanna sem birtust á samfélagsmiðlinum Facebook á föstudagskvöldið hafa vakið töluverða athygli. Þar fer hann hörðum orðum um Schengen samstarfið sem hann segir líta vel út á pappírum en ekki ganga upp í raunveruleikanum meðal annars vegna niðurskurðar í löggæslumálum. Með færslunni deildi hann frétt um hryðjuverkaárásirnar í París. Þá sagðist Snorri í ummælum við eigin færslu sjálfur hafa farið með hlaðna skammbyssu í handfarangri inná Schengen svæðið án þess að hún hafi fundist. Slíkt er ólöglegt ef flogið er. Ekki hefur náðst í Snorra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um helgina.Hér má sjá skjáskot af ummælum Snorra. Klikkaðu á myndina til þess að lesa textann.VísirInnanríkisráðherra segist vera ein þeirra sem vilji efla löggæslu í landinu líkt og Landssamband lögreglumanna en sé hins vegar ósammála gagnrýninni á þátttöku Íslands í Schengen samstarfinu.Sjá einnig: Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits „Ég er á þeirri skoðun að Schengen hafi reynst okkur vel og að það skipti okkur máli að vera í sambandi við okkar sambandsþjóðir,“ segir Ólöf. Hún segir menn verða að gæta þess að fella ekki of þunga dóma beint í miðju svona atburða. Þá segist hún ekki skilja ummæli Snorra um að hann hafi ferðast með hlaðna byssu en nauðsynlegt sé að halda ró sinni í umræðum í tengslum við mál sem þessi. „Það skiptir máli fyrir okkur öll að vera róleg og sýna yfirvegun. Ég held að menn eigi að passa sig á því sem þeir segi og að það sé eftir því tekið þegar ákveðnir aðilar taka til máls. Þetta sýnir það kannski líka að það sé ákveðið vonleysi þegar svona atburðir gerast. Þeir kalla fram sterkar tilfinningar; skiptir máli að ná tökum á þeim áður en maður fer að tjá sig um svona.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Ummæli Snorra Magnússonar formanns Landssambands lögreglumanna sem birtust á samfélagsmiðlinum Facebook á föstudagskvöldið hafa vakið töluverða athygli. Þar fer hann hörðum orðum um Schengen samstarfið sem hann segir líta vel út á pappírum en ekki ganga upp í raunveruleikanum meðal annars vegna niðurskurðar í löggæslumálum. Með færslunni deildi hann frétt um hryðjuverkaárásirnar í París. Þá sagðist Snorri í ummælum við eigin færslu sjálfur hafa farið með hlaðna skammbyssu í handfarangri inná Schengen svæðið án þess að hún hafi fundist. Slíkt er ólöglegt ef flogið er. Ekki hefur náðst í Snorra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir um helgina.Hér má sjá skjáskot af ummælum Snorra. Klikkaðu á myndina til þess að lesa textann.VísirInnanríkisráðherra segist vera ein þeirra sem vilji efla löggæslu í landinu líkt og Landssamband lögreglumanna en sé hins vegar ósammála gagnrýninni á þátttöku Íslands í Schengen samstarfinu.Sjá einnig: Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits „Ég er á þeirri skoðun að Schengen hafi reynst okkur vel og að það skipti okkur máli að vera í sambandi við okkar sambandsþjóðir,“ segir Ólöf. Hún segir menn verða að gæta þess að fella ekki of þunga dóma beint í miðju svona atburða. Þá segist hún ekki skilja ummæli Snorra um að hann hafi ferðast með hlaðna byssu en nauðsynlegt sé að halda ró sinni í umræðum í tengslum við mál sem þessi. „Það skiptir máli fyrir okkur öll að vera róleg og sýna yfirvegun. Ég held að menn eigi að passa sig á því sem þeir segi og að það sé eftir því tekið þegar ákveðnir aðilar taka til máls. Þetta sýnir það kannski líka að það sé ákveðið vonleysi þegar svona atburðir gerast. Þeir kalla fram sterkar tilfinningar; skiptir máli að ná tökum á þeim áður en maður fer að tjá sig um svona.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Snorri Magnússon segir að eitt sinn hafi hann ferðast inn á Schengen svæðið með hlaðna Glock skammbyssu í handfarangri. 14. nóvember 2015 13:47