Frakkar munu halda áfram loftárásum sínum á ISIS í Sýrlandi Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2015 20:30 Francois Hollande Frakklandsforseti heimsótti fyrr í kvöld sjúkrahús í Paríarborg þar sem hann ræddi við heilbrigðisstarfsfólk og nokkra þá sem lifðu af árásirnar. Vísir/AFP Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, greindi frá því í kvöld að Frakklandsher muni halda loftárásum á skotmörk hryðjuverkasamtakanna ISIS í Sýrlandi áfram af fullu afli. Sky News greinir frá þessu. Fjöldi sjónarvotta hafa greint frá að árásarmennirnir í París hafi hrópað að árásirnar væru hefnd vegna loftárása Frakka í Sýrlandi. Þá hefur ISIS lýst yfir ábyrgð á árásum gærdagsins. Franskar orrustuþotur hafa tekið þátt í fjölþjóðlegri hernaðaraðgerð undir stjórn Bandaríkjahers gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi og Írak.Sjá einnig: Einn sjálfsvígssprengjumannanna var með miða á völlinn Valls greindi jafnframt frá því að stjórnvöld muni líklegast framlengja neyðarástand sem lýst var yfir í landinu í gærkvöldi. Francois Hollande Frakklandsforseti heimsótti fyrr í kvöld sjúkrahús í Paríarborg þar sem hann ræddi við heilbrigðisstarfsfólk og nokkra þá sem lifðu af árásirnar í gær.Þrítugur Frakki á meðal árásarmannaSaksóknarinn Francois Molins staðfesti fyrr í kvöld að 129 hafi fallið og 352 særst í árásunum. Þá staðfesti Molins að allir sjö árásarmennirnir hafi drepist. Þrír menn voru handteknir í Belgíu fyrr í dag vegna gruns um að þeir hafi komið að skipulagningu hryðjuverkaárásanna. Molins staðfesti að einn árásarmannanna hafi verið þrítugur Frakki. Sá hafi verið með sakaskrá en aldrei setið í fangelsi. Hann hafi búið í bænum Courcouronnes, 25 kílómetrum vestur af París, og ekki verið undir sérstöku eftirliti vegna gruns um að tengjast hryðjuverkastarfsemi. Allir árásarmenn eru sagðir hafa notast við Kalashnikov–riffla og sömu gerð af sprengjuvestum..@fhollande s'est rendu à l'hôpital Saint-Antoine pour faire un point avec les équipes https://t.co/kDSudp9i6u pic.twitter.com/8VLilj77iA— Élysée (@Elysee) November 14, 2015 Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30 Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, greindi frá því í kvöld að Frakklandsher muni halda loftárásum á skotmörk hryðjuverkasamtakanna ISIS í Sýrlandi áfram af fullu afli. Sky News greinir frá þessu. Fjöldi sjónarvotta hafa greint frá að árásarmennirnir í París hafi hrópað að árásirnar væru hefnd vegna loftárása Frakka í Sýrlandi. Þá hefur ISIS lýst yfir ábyrgð á árásum gærdagsins. Franskar orrustuþotur hafa tekið þátt í fjölþjóðlegri hernaðaraðgerð undir stjórn Bandaríkjahers gegn vígasveitum ISIS í Sýrlandi og Írak.Sjá einnig: Einn sjálfsvígssprengjumannanna var með miða á völlinn Valls greindi jafnframt frá því að stjórnvöld muni líklegast framlengja neyðarástand sem lýst var yfir í landinu í gærkvöldi. Francois Hollande Frakklandsforseti heimsótti fyrr í kvöld sjúkrahús í Paríarborg þar sem hann ræddi við heilbrigðisstarfsfólk og nokkra þá sem lifðu af árásirnar í gær.Þrítugur Frakki á meðal árásarmannaSaksóknarinn Francois Molins staðfesti fyrr í kvöld að 129 hafi fallið og 352 særst í árásunum. Þá staðfesti Molins að allir sjö árásarmennirnir hafi drepist. Þrír menn voru handteknir í Belgíu fyrr í dag vegna gruns um að þeir hafi komið að skipulagningu hryðjuverkaárásanna. Molins staðfesti að einn árásarmannanna hafi verið þrítugur Frakki. Sá hafi verið með sakaskrá en aldrei setið í fangelsi. Hann hafi búið í bænum Courcouronnes, 25 kílómetrum vestur af París, og ekki verið undir sérstöku eftirliti vegna gruns um að tengjast hryðjuverkastarfsemi. Allir árásarmenn eru sagðir hafa notast við Kalashnikov–riffla og sömu gerð af sprengjuvestum..@fhollande s'est rendu à l'hôpital Saint-Antoine pour faire un point avec les équipes https://t.co/kDSudp9i6u pic.twitter.com/8VLilj77iA— Élysée (@Elysee) November 14, 2015
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30 Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23
Á annað hundrað látnir eftir hryðjuverkaárásir í París Sjö árásir áttu sér stað víðsvegar um París í gærkvöldi 14. nóvember 2015 05:30
Búið að bera kennsl á einn árásarmanninn Minnst 128 eru látnir eftir árásir ISIS í París í gærkvöldi. 14. nóvember 2015 14:59