Skráningarnúmer JFK seldist á 13 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 12. nóvember 2015 15:53 Skráningarnúmerið dýra sem var á bíl JFK. Autoblog Það er ekki á hverjum degi sem skráningarnúmer á bíl fer kaupum og sölum á 123 milljónir króna en það gerðist í vikunni í Bandaríkjunum. Þetta tiltekna númer var á bíl John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, sem hann sat í þegar hann var skotinn árið 1963, svartri Lincoln limúsínu. Eftir morðið á John F. Kenndy var bíllinn sendur til Hess & Eisenhardt þar sem í hann var bætt betri öryggisbúnaði og þar var númerið tekið af bílnum og því átti að henda. Eigandi Hess & Eisenhardt kom í veg fyrir það og geymdi númerið. Hann gaf svo dóttur sinni númerið og geymdi hún það lengi í skúffu í eldhúsi sínu. Hún fór svo nýlega með skráningarnúmerið til Heritage Auctions uppboðsfyrirtækisins í Dallas og þar var það boðið upp. Upphafsboð í númerið var 40.000 dollarar, en ónefndur safnari bauð síðan 100.000 dollara í númerið og tryggði sér gripinn. Bíllinn sem númerið var á er hinsvegar geymdur í Henry Ford Museum í Dearborn. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent
Það er ekki á hverjum degi sem skráningarnúmer á bíl fer kaupum og sölum á 123 milljónir króna en það gerðist í vikunni í Bandaríkjunum. Þetta tiltekna númer var á bíl John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, sem hann sat í þegar hann var skotinn árið 1963, svartri Lincoln limúsínu. Eftir morðið á John F. Kenndy var bíllinn sendur til Hess & Eisenhardt þar sem í hann var bætt betri öryggisbúnaði og þar var númerið tekið af bílnum og því átti að henda. Eigandi Hess & Eisenhardt kom í veg fyrir það og geymdi númerið. Hann gaf svo dóttur sinni númerið og geymdi hún það lengi í skúffu í eldhúsi sínu. Hún fór svo nýlega með skráningarnúmerið til Heritage Auctions uppboðsfyrirtækisins í Dallas og þar var það boðið upp. Upphafsboð í númerið var 40.000 dollarar, en ónefndur safnari bauð síðan 100.000 dollara í númerið og tryggði sér gripinn. Bíllinn sem númerið var á er hinsvegar geymdur í Henry Ford Museum í Dearborn.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent