Ný Impreza í LA Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2015 09:17 Þessi mynd sýnir aðeins hvaða línur leika um nýjan Subaru Impreza. Autoblog Þegar dyrunum verður lokið upp á bílasýningunni í Los Angeles þann 20. nóvember geta gestir þar virt fyrir sér nýjan Subaru Impreza með gerbreyttum línum. Subaru hefur þó nú þegar sent frá sér myndir sem sýna aðeins þessar nýju línur sem leika um bílinn og á þeim að dæma eru miklar breytingar á bílnum sem eru alveg í takti við tilraunabíl sem sýndur var á bílasýningunni í Tokyo um daginn, Impreza Concept, sem var fimm hurða bíll. Eins og á útlitsmyndinni má sjá er hér um að ræða bíll með skott en ekki hlaðbak með bröttum afturenda. Hvort Subaru mun áfram framleiða Impreza bæði sem hlaðbak og „sedan“-bíl með skotti skal ósagt látið, en það hefur Subaru þó gert lengi. Ekki er víst að Subaru muni gefa upp mikið meira en útlit bílsins á bílasýningunni í Los Angeles, en víst má vera að hann verður áfram fjórhjóladrifinn og með fjögurra strokka boxer vél. Búist er við því að Subaru láti uppi allt um þennan nýja Impreza bíl snemma á næsta ári og að framleiðsla hans hefjist nokkrum mánuðum eftir þar. Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent
Þegar dyrunum verður lokið upp á bílasýningunni í Los Angeles þann 20. nóvember geta gestir þar virt fyrir sér nýjan Subaru Impreza með gerbreyttum línum. Subaru hefur þó nú þegar sent frá sér myndir sem sýna aðeins þessar nýju línur sem leika um bílinn og á þeim að dæma eru miklar breytingar á bílnum sem eru alveg í takti við tilraunabíl sem sýndur var á bílasýningunni í Tokyo um daginn, Impreza Concept, sem var fimm hurða bíll. Eins og á útlitsmyndinni má sjá er hér um að ræða bíll með skott en ekki hlaðbak með bröttum afturenda. Hvort Subaru mun áfram framleiða Impreza bæði sem hlaðbak og „sedan“-bíl með skotti skal ósagt látið, en það hefur Subaru þó gert lengi. Ekki er víst að Subaru muni gefa upp mikið meira en útlit bílsins á bílasýningunni í Los Angeles, en víst má vera að hann verður áfram fjórhjóladrifinn og með fjögurra strokka boxer vél. Búist er við því að Subaru láti uppi allt um þennan nýja Impreza bíl snemma á næsta ári og að framleiðsla hans hefjist nokkrum mánuðum eftir þar.
Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent