Land Rover á ræturnar á Islay Finnur Thorlacius skrifar 10. nóvember 2015 13:53 Áður en hinn klassíuski Land Rover jeppi varð til tók Spencer Wilks, sem þá var forstjóri Rover, með sér Rover 10 bíl til eyjarinnar Islay og hækkaði bílinn upp svo hann væri fær um að glíma við erfiða færðina á eyjunni. Spencer Wilks átti hús á eyjunni, sem er syðst Hebrides eyja og tilheyrir Skotlandi. Þegar einn nágranna hans á eyjunni sá upphækkaðan Rover-inn kallaði hann bílinn Land Rover. Þá var nafnið komið, en einnig hugmyndin um að smíða bíl sem réði við ófærð sem víða er að finna á afskektari stöðum Bretlandseyja. Þessa hugmynd tók hann með sér á vinnustað sinn og úr varð jeppinn Land Rover. Islay er þekktust í hugum flestra fyrir afbragsgott viskí, tegundir eins og Laphroiag, Ardberg, Bowmore og Caol Ila og seljast þessar afurðir þaðan dýru verði um allan heim. En Islay getur fólk líka minnst sem fæðingarstaðs Land Rover jeppans sem framleiddur hefur verið samfellt í hátt í 70 ár. Afkomendur Spencer Wilks sem enn hafa búsetu á Islay stofnuðu viskíframleiðslufyrirtæki á eyjunni og er það eini viskíframleiðendinn þar sem ræktar allt hráefnið í vískið á eyjunni, maltar kornið, eimar, þroskar og átappar guðveigarnar á eyjunni sjálfri. Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent
Áður en hinn klassíuski Land Rover jeppi varð til tók Spencer Wilks, sem þá var forstjóri Rover, með sér Rover 10 bíl til eyjarinnar Islay og hækkaði bílinn upp svo hann væri fær um að glíma við erfiða færðina á eyjunni. Spencer Wilks átti hús á eyjunni, sem er syðst Hebrides eyja og tilheyrir Skotlandi. Þegar einn nágranna hans á eyjunni sá upphækkaðan Rover-inn kallaði hann bílinn Land Rover. Þá var nafnið komið, en einnig hugmyndin um að smíða bíl sem réði við ófærð sem víða er að finna á afskektari stöðum Bretlandseyja. Þessa hugmynd tók hann með sér á vinnustað sinn og úr varð jeppinn Land Rover. Islay er þekktust í hugum flestra fyrir afbragsgott viskí, tegundir eins og Laphroiag, Ardberg, Bowmore og Caol Ila og seljast þessar afurðir þaðan dýru verði um allan heim. En Islay getur fólk líka minnst sem fæðingarstaðs Land Rover jeppans sem framleiddur hefur verið samfellt í hátt í 70 ár. Afkomendur Spencer Wilks sem enn hafa búsetu á Islay stofnuðu viskíframleiðslufyrirtæki á eyjunni og er það eini viskíframleiðendinn þar sem ræktar allt hráefnið í vískið á eyjunni, maltar kornið, eimar, þroskar og átappar guðveigarnar á eyjunni sjálfri.
Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent