Stærstur hluti verðtryggðra eigna bankanna eru skuldir heimila Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. nóvember 2015 09:49 Þolinmæði Framsóknarmanna gagnvart afnámi verðtryggingar farin að þynnast. Vísir/Vilhelm Stærstur hluti verðtryggðra eigna stóru viðskiptabankanna þriggja eru húsnæðislán. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingkonu Framsóknarflokks. Í svarinu kemur fram að þann 30. september hafi hlutfall verðtryggðra húsnæðislána af öllum verðtryggðum eignum bankanna verið 57,3 prósent. Önnur verðtryggð lán til heimila landsins eru 6,4 prósent af verðtryggðu eignunum.Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er þreytt á biðinni.Vísir/PjeturUpplýsingarnar ná yfir Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann og taka til bæði verðtryggðra fasteignalána með veði og án veðs í fasteignum. Til verðtryggðra eigna teljast þær eignir sem sérstaklega eru aðgreinanlegar sem verðtryggðar í efnahag bankanna. Brá þegar hún sá svarið „Ég var bara forvitinn þegar ég sá þennan verðtryggingarjöfnuð bankanna, þar sem þetta eru gríðarlegar háar tölur,“ segir Elsa Lára fyrirspyrjandi um af hverju hún vildi þessar upplýsingar. Hún segist hafa viljað vita hvaðan þessi hagnaður bankanna væri sóttur. „Mér brá bara verulega þegar ég sá að verðtryggð húsnæðislán eru 57 prósent af verðtryggðum eignum bankanna,“ segir hún. „Mér finnst óeðlilegt að viðskiptabankarnir hagnist svona verulega á kostnað heimila.“ Elsa Lára bendir á að yfir 60 prósent af verðtryggðum eignum bankanna séu skuldir heimilanna. Ekki búin að gefast uppEitt af stóru loforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var að afnema verðtrygginguna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, sagði kosningarnar í raun snúast um verðtryggingarstjórn eða stjórn með Framsóknarflokknum. Enn hefur flokknum þó ekki tekist að efna þetta loforð. „Við erum ekki búin að gefast upp og við vitum það, eins og Sigmundur [forsætisráðherra] sagði, á miðstjórnarfundi okkar um helgina, að loksins væri vinna við afnám verðtryggingar komin á skrið aftur og ég veit að það er unnið núna inni í ráðuneytunum,“ segir hún. Elsa Lára bendir á að málið sé á borði fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelmÞolinmæðin var farin að þynnast„Það var farið að þynnast í þolinmæðinni,“ segir Elsa Lára sem bætir við að það hafi verið gott að fá þær fréttir að málin væru aftur komin á skrið. Elsa Lára bendir á að málið sé á borði fjármála- og efnahagsráðherra, sem tilheyrir samstarfsflokki Framsóknar í ríkisstjórninni. En hefur það þá staðið á Sjálfstæðisflokknum að afnema verðtrygginguna? „Þeir hafa sett spurningarmerki við þetta, þeir eru ekki jafn ákveðnir og við í því að gera þetta en það er samt kominn samhljómur núna.“ Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Stærstur hluti verðtryggðra eigna stóru viðskiptabankanna þriggja eru húsnæðislán. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Elsu Láru Arnardóttur, þingkonu Framsóknarflokks. Í svarinu kemur fram að þann 30. september hafi hlutfall verðtryggðra húsnæðislána af öllum verðtryggðum eignum bankanna verið 57,3 prósent. Önnur verðtryggð lán til heimila landsins eru 6,4 prósent af verðtryggðu eignunum.Elsa Lára Arnardóttir, þingkona Framsóknarflokks, er þreytt á biðinni.Vísir/PjeturUpplýsingarnar ná yfir Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann og taka til bæði verðtryggðra fasteignalána með veði og án veðs í fasteignum. Til verðtryggðra eigna teljast þær eignir sem sérstaklega eru aðgreinanlegar sem verðtryggðar í efnahag bankanna. Brá þegar hún sá svarið „Ég var bara forvitinn þegar ég sá þennan verðtryggingarjöfnuð bankanna, þar sem þetta eru gríðarlegar háar tölur,“ segir Elsa Lára fyrirspyrjandi um af hverju hún vildi þessar upplýsingar. Hún segist hafa viljað vita hvaðan þessi hagnaður bankanna væri sóttur. „Mér brá bara verulega þegar ég sá að verðtryggð húsnæðislán eru 57 prósent af verðtryggðum eignum bankanna,“ segir hún. „Mér finnst óeðlilegt að viðskiptabankarnir hagnist svona verulega á kostnað heimila.“ Elsa Lára bendir á að yfir 60 prósent af verðtryggðum eignum bankanna séu skuldir heimilanna. Ekki búin að gefast uppEitt af stóru loforðum Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var að afnema verðtrygginguna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, sagði kosningarnar í raun snúast um verðtryggingarstjórn eða stjórn með Framsóknarflokknum. Enn hefur flokknum þó ekki tekist að efna þetta loforð. „Við erum ekki búin að gefast upp og við vitum það, eins og Sigmundur [forsætisráðherra] sagði, á miðstjórnarfundi okkar um helgina, að loksins væri vinna við afnám verðtryggingar komin á skrið aftur og ég veit að það er unnið núna inni í ráðuneytunum,“ segir hún. Elsa Lára bendir á að málið sé á borði fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelmÞolinmæðin var farin að þynnast„Það var farið að þynnast í þolinmæðinni,“ segir Elsa Lára sem bætir við að það hafi verið gott að fá þær fréttir að málin væru aftur komin á skrið. Elsa Lára bendir á að málið sé á borði fjármála- og efnahagsráðherra, sem tilheyrir samstarfsflokki Framsóknar í ríkisstjórninni. En hefur það þá staðið á Sjálfstæðisflokknum að afnema verðtrygginguna? „Þeir hafa sett spurningarmerki við þetta, þeir eru ekki jafn ákveðnir og við í því að gera þetta en það er samt kominn samhljómur núna.“
Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira