Forstjóri Landsvirkjunar launahæstur Óli Kristján Ármannsson skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Forstjóri Landsvirkjunar og seðlabankastjóri eru launahæstu embættismenn ríkisins. vísir/valli Forstjóri Landsvirkjunar og seðlabankastjóri eru launahæstu embættismenn ríkisins. Eftir ákvörðun kjararáðs um afturvirka 9,3 prósenta hækkun launa frá 1. mars á þessu ári er forstjóri Landsvirkjunar með rúma 1,8 milljónir króna í laun og seðlabankastjóri með rúmlega 1,7 milljónir, að því er lesa má úr gögnum á vef kjararáðs. Grunnlaun beggja eru þó heldur lægri eða tæplega 1,1 milljón króna. Við þau bætast hins vegar 100 fastir yfirvinnutíma í mánuði hverjum hjá forstjóra Landsvirkjunar og 80 tímar hjá seðlabankastjóra. Forsætisráðherra er í fjórða sæti á listanum yfir launahæstu ríkisstarfsmennina sem undir kjararáð heyra. Hann er í hópi þeirra þingmanna sem vegna búsetu eiga rétt á rúmlega 131 þúsund króna greiðslu vegna húsnæðis- eða dvalarkostnaðar sem bætist við grunnlaun upp á tæplega 1,4 milljónir króna. Laun hans eru því ríflega 1,5 milljónir á mánuði. Í þriðja sætinu er hins vegar bankastjóri Landsbankans með tæplega 1,6 milljónir í laun, en inni í þeirri tölu eru 65 yfirvinnutímar á mánuði. Grunnlaun ráðherra eru eftir breytinguna tæplega 1,3 milljónir króna á mánuði, en fyrir utan forsætisráðherra eiga fjórir ráðherrar aðrir rétt á búsetustyrk, sem og allir þeir þingmenn sem búa utan Reykjavíkurkjördæmanna og Suðvesturkjördæmis. Grunnlaun þingmanna eru nú rétt rúmar 712 þúsund krónur, en níu þingmenn eru á þeim kjörum. Aðrir njóta viðbóta, svo sem vegna búsetu og fleiri þátta. Formenn flokka sem eru með þrjá þingmenn eða fleiri fá 50 prósenta álag á grunnlaun sín, eða sem svarar tæpum 360 þúsund krónum. Skráðir formenn Pírata, fyrst Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson nú, hafa hins vegar afþakkað þessa launauppbót þar sem titillinn sé formsatriði í þeim flokki. Laun annarra þingmanna geta svo hækkað gegni þeir stöðu formanns þingflokks, eða fastanefndar (um rúmar 107 þúsund krónur), varaformanns nefndar (rúm 72 þúsund), eða annars varaformanns (tæp 36 þúsund). Launin geta hins vegar bara tekið hækkun vegna eins þáttar (fyrir utan búsetustyrkinn). Þá fá ráðherrar ekki flokksformannshækkunina. Í samantektinni er ekki tekið tillit til sérstakra greiðslna annarra sem þingmenn gætu fengið, svo sem vegna síma, ferðalaga embættis eða veru í sérnefndum. Yfirferð á kjörum embættismanna annarra en þeirra sem þjóðkjörnir eru sýnir að þau eru nokkuð margvísleg, en í flestum tilvikum yfir grunnlaunum þingmanna. Þannig fær forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra enga fasta yfirvinnu á tæplega 732 þúsunda króna mánaðarlaun og forstöðumaður Fjölmenningarseturs sjö ofan á tæplega 685 þúsunda króna mánaðarlaun sem fara þannig í tæpar 740 þúsund krónur. Þá eru laun skólameistara framhaldsskóla misjöfn eftir stærð og námsframboði skólanna. Lægst, í pínulitlum skóla með takmarkað námsframboð, geta þau verið rúmar 855 þúsund krónur og eru þá innifaldir sex yfirvinnutímar í mánuði. Hæst, í stórum skóla með breitt námsframboð, geta þau orðið rúmlega 1,2 milljónir króna á mánuði með 36 yfirvinnutíma innifalda. Meðaltal ellefu þrepa (í fimm launaflokkum) sem skólameistarar geta fallið í hljóðar upp á tæplega 1,1 milljón í mánaðarlaun, eða grunnlaun upp á tæpar 876 þúsund krónur. Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar og seðlabankastjóri eru launahæstu embættismenn ríkisins. Eftir ákvörðun kjararáðs um afturvirka 9,3 prósenta hækkun launa frá 1. mars á þessu ári er forstjóri Landsvirkjunar með rúma 1,8 milljónir króna í laun og seðlabankastjóri með rúmlega 1,7 milljónir, að því er lesa má úr gögnum á vef kjararáðs. Grunnlaun beggja eru þó heldur lægri eða tæplega 1,1 milljón króna. Við þau bætast hins vegar 100 fastir yfirvinnutíma í mánuði hverjum hjá forstjóra Landsvirkjunar og 80 tímar hjá seðlabankastjóra. Forsætisráðherra er í fjórða sæti á listanum yfir launahæstu ríkisstarfsmennina sem undir kjararáð heyra. Hann er í hópi þeirra þingmanna sem vegna búsetu eiga rétt á rúmlega 131 þúsund króna greiðslu vegna húsnæðis- eða dvalarkostnaðar sem bætist við grunnlaun upp á tæplega 1,4 milljónir króna. Laun hans eru því ríflega 1,5 milljónir á mánuði. Í þriðja sætinu er hins vegar bankastjóri Landsbankans með tæplega 1,6 milljónir í laun, en inni í þeirri tölu eru 65 yfirvinnutímar á mánuði. Grunnlaun ráðherra eru eftir breytinguna tæplega 1,3 milljónir króna á mánuði, en fyrir utan forsætisráðherra eiga fjórir ráðherrar aðrir rétt á búsetustyrk, sem og allir þeir þingmenn sem búa utan Reykjavíkurkjördæmanna og Suðvesturkjördæmis. Grunnlaun þingmanna eru nú rétt rúmar 712 þúsund krónur, en níu þingmenn eru á þeim kjörum. Aðrir njóta viðbóta, svo sem vegna búsetu og fleiri þátta. Formenn flokka sem eru með þrjá þingmenn eða fleiri fá 50 prósenta álag á grunnlaun sín, eða sem svarar tæpum 360 þúsund krónum. Skráðir formenn Pírata, fyrst Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson nú, hafa hins vegar afþakkað þessa launauppbót þar sem titillinn sé formsatriði í þeim flokki. Laun annarra þingmanna geta svo hækkað gegni þeir stöðu formanns þingflokks, eða fastanefndar (um rúmar 107 þúsund krónur), varaformanns nefndar (rúm 72 þúsund), eða annars varaformanns (tæp 36 þúsund). Launin geta hins vegar bara tekið hækkun vegna eins þáttar (fyrir utan búsetustyrkinn). Þá fá ráðherrar ekki flokksformannshækkunina. Í samantektinni er ekki tekið tillit til sérstakra greiðslna annarra sem þingmenn gætu fengið, svo sem vegna síma, ferðalaga embættis eða veru í sérnefndum. Yfirferð á kjörum embættismanna annarra en þeirra sem þjóðkjörnir eru sýnir að þau eru nokkuð margvísleg, en í flestum tilvikum yfir grunnlaunum þingmanna. Þannig fær forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra enga fasta yfirvinnu á tæplega 732 þúsunda króna mánaðarlaun og forstöðumaður Fjölmenningarseturs sjö ofan á tæplega 685 þúsunda króna mánaðarlaun sem fara þannig í tæpar 740 þúsund krónur. Þá eru laun skólameistara framhaldsskóla misjöfn eftir stærð og námsframboði skólanna. Lægst, í pínulitlum skóla með takmarkað námsframboð, geta þau verið rúmar 855 þúsund krónur og eru þá innifaldir sex yfirvinnutímar í mánuði. Hæst, í stórum skóla með breitt námsframboð, geta þau orðið rúmlega 1,2 milljónir króna á mánuði með 36 yfirvinnutíma innifalda. Meðaltal ellefu þrepa (í fimm launaflokkum) sem skólameistarar geta fallið í hljóðar upp á tæplega 1,1 milljón í mánaðarlaun, eða grunnlaun upp á tæpar 876 þúsund krónur.
Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira