Landsvirkjun hljóð og minnir á samninginn Svavar Hávarðsson skrifar 25. nóvember 2015 07:00 Í kerskálum í Straumsvík eru samtals 480 ker og mjög kostnaðarsamt ef vinnsla raskast. fréttablaðið/hari Landsvirkjun aftekur með öllu að tjá sig um kjaradeilu Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík og samningsskyldur RTA fari svo að álverið verði ekki endurræst. Sérfræðingur í orkumálum telur nánast útilokað að álverið geti losnað einhliða undan orkusamningi vegna vinnudeilu við sína eigin starfsmenn. „Fulltrúar Landsvirkjunar vilja á þessu stigi ekki tjá sig um viðkvæma kjaradeilu Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík. Landsvirkjun hefur verið spurð út í rafmagnssamning fyrirtækjanna. Því er til að svara að rafmagnssamningur Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan gildir til ársins 2036.“ Svo hljóðar svar Landsvirkjunar við fyrirspurn um þann möguleika, sem talsmaður fyrirtækisins hefur ámálgað, að álverið verði ekkert endilega endurræst vegna verkfalls 300 starfsmanna sem hefst 2. desember að óbreyttu. Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Askja Energy Partners ehf. og ritstjóri Icelandic Energy Portal, segir á orkubloggi sínu að það „sé nánast útilokað að álverið í Straumsvík geti, með vísan til verkfalls hjá álverinu og tjóns af völdum slíks verkfalls, losnað einhliða undan orkusamningi sínum til frambúðar.“ Ketill segir [sjá http://askja.blog.is/] einnig að fyrirtækið vísi til samningsákvæðis (force majeur) um að kaupskylda á raforku falli niður vegna óviðráðanlegra ytri atvika – undir það geti verkfall innan fyrirtækisins vart fallið nema samningur Landsvirkjunar RTA sé í grundvallaratriðum ólíkur öðrum viðlíka samningum sem gerðir hafa verið. Landsvirkjun vísar til fréttaflutnings síns frá því fyrir tæpu ári. Samningurinn var undirritaður árið 2010 og endurskoðaður í desember 2014 með óbreyttum samningstíma – til 2036. Samið var að nýju vegna þess að álverið gat ekki fullnýtt þá orku sem samningurinn frá 2010 fól í sér, en Landsvirkjun reisti Búðarhálsvirkjun til að efna samninginn. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagði meðal annars í fréttatilkynningunni sem Landsvirkjun vísar í: „Samkomulagið við Landsvirkjun er enn ein staðfesting þess að viðskiptasamband áliðnaðar og orkuframleiðslu á Íslandi einkennist af gagnkvæmri virðingu og gagnkvæmum ávinningi.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði þá: „Samkomulagið grundvallast á langvarandi viðskiptasambandi fyrirtækjanna sem og virðingu fyrir gagnkvæmum viðskiptahagsmunum.“ Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Landsvirkjun aftekur með öllu að tjá sig um kjaradeilu Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík og samningsskyldur RTA fari svo að álverið verði ekki endurræst. Sérfræðingur í orkumálum telur nánast útilokað að álverið geti losnað einhliða undan orkusamningi vegna vinnudeilu við sína eigin starfsmenn. „Fulltrúar Landsvirkjunar vilja á þessu stigi ekki tjá sig um viðkvæma kjaradeilu Rio Tinto Alcan og starfsmanna álversins í Straumsvík. Landsvirkjun hefur verið spurð út í rafmagnssamning fyrirtækjanna. Því er til að svara að rafmagnssamningur Landsvirkjunar og Rio Tinto Alcan gildir til ársins 2036.“ Svo hljóðar svar Landsvirkjunar við fyrirspurn um þann möguleika, sem talsmaður fyrirtækisins hefur ámálgað, að álverið verði ekkert endilega endurræst vegna verkfalls 300 starfsmanna sem hefst 2. desember að óbreyttu. Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Askja Energy Partners ehf. og ritstjóri Icelandic Energy Portal, segir á orkubloggi sínu að það „sé nánast útilokað að álverið í Straumsvík geti, með vísan til verkfalls hjá álverinu og tjóns af völdum slíks verkfalls, losnað einhliða undan orkusamningi sínum til frambúðar.“ Ketill segir [sjá http://askja.blog.is/] einnig að fyrirtækið vísi til samningsákvæðis (force majeur) um að kaupskylda á raforku falli niður vegna óviðráðanlegra ytri atvika – undir það geti verkfall innan fyrirtækisins vart fallið nema samningur Landsvirkjunar RTA sé í grundvallaratriðum ólíkur öðrum viðlíka samningum sem gerðir hafa verið. Landsvirkjun vísar til fréttaflutnings síns frá því fyrir tæpu ári. Samningurinn var undirritaður árið 2010 og endurskoðaður í desember 2014 með óbreyttum samningstíma – til 2036. Samið var að nýju vegna þess að álverið gat ekki fullnýtt þá orku sem samningurinn frá 2010 fól í sér, en Landsvirkjun reisti Búðarhálsvirkjun til að efna samninginn. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sagði meðal annars í fréttatilkynningunni sem Landsvirkjun vísar í: „Samkomulagið við Landsvirkjun er enn ein staðfesting þess að viðskiptasamband áliðnaðar og orkuframleiðslu á Íslandi einkennist af gagnkvæmri virðingu og gagnkvæmum ávinningi.“ Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði þá: „Samkomulagið grundvallast á langvarandi viðskiptasambandi fyrirtækjanna sem og virðingu fyrir gagnkvæmum viðskiptahagsmunum.“
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira