Sextán handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu í Brussel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2015 23:13 Frá aðgerðum lögreglu í Brussel í kvöld. Vísir/Getty Belgíska lögreglan handtók sextán manns í umfangsmiklum aðgerðum sem staðið hafa yfir í Brussel, nágrenni belgísku höfuðborgarinnar og víðar í Belgíu í kvöld. Sala Abdeslam, sem talinn er lykilmaður í hryðjuverkunum í París fyrir rúmri viku, gengur enn laus. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem belgíski saksóknarinn Eric van der Sypt boðaði til klukkan 23:30 að íslenskum tíma í kvöld. Mikil leynd hefur hvílt yfir aðgerðum lögreglu og var farið fram á að fjölmiðlar hefðu sig lítið í frammi í kvöld og sömuleiðis notendur samfélagsmiðla á meðan á aðgerðunum stæði.Blaðamönnum gafst ekki kostur á að spyrja saksóknara út í atburði kvöldsins en fram kom í máli saksóknara að á morgun komi í ljós hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum sextán eða hluta þeirra. Engar upplýsingar voru gefnar um hverjir hinir sextán væru. Nítján húsleitir fóru fram í Brussel og nágrenni í kvöld og þrjár til viðbótar í borginni Charleroi. Hvorki fundust skotvopn né sprengiefni við leit lögreglu að því er fram kom í máli saksóknarans.Að neðan má sjá mynd frá blaðamannafundinum í Brussel í kvöld.#BrusselLockDown update starting now pic.twitter.com/io9evOfQZI— Jonathan Swain (@SwainITV) November 22, 2015 Særðu ökumann Lögregla særði ökumann sem sinnti ekki skipunum í Molenbeek hverfinu í kvöld. Hann var handtekinn en ekki liggur fyrir hvort maðurinn tengist aðgerðum lögreglu er snúa að yfirvofandi hryðjuverkaógn í Evrópu. Getgátur voru uppi í miðlum ytra að Sala Abdeslam hefði mögulega verið handtekinn í kvöld en saksóknari staðfesti að svo væri ekki. Hann gengi enn laus. Yfirvöld í Belgíu lýstu yfir hæsta viðbúnaðarstigi í borginni í kvöld og hefur forsætisráðherra Belgíu, Charles Michael, lýst því yfir að skólar, háskólar og lestarkerfi borgarinnar yrðu lokuð á morgun. Hæsta viðbúnaðarstigi var lýst yfir í gær, laugardag, sem leiddi til þess að verslunum, kaffihúsum og opinberum byggingum var lokað.Blaðamannafundur saksóknara var í beinni útsendingu á Sky News sem fylgist áfram vel með gangi mála. Útsendinguna má sjá hér að neðan en hægt er að spóla til baka í spilaranum til að sjá blaðamannfundinn.Þessi frétt var síðast uppfærð klukkan 23:59 Flóttamenn Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Hæsta viðbúnaðarstigi ekki aflétt í Brussel: Einn höfuðpaur árásanna í París gengur enn laus Vinur Salah Abdeslam sem aðstoðaði hann við að komast frá París til Belgíu segir hann mögulega vera með sprengjubelti í fórum sínum. 21. nóvember 2015 23:12 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Belgíska lögreglan handtók sextán manns í umfangsmiklum aðgerðum sem staðið hafa yfir í Brussel, nágrenni belgísku höfuðborgarinnar og víðar í Belgíu í kvöld. Sala Abdeslam, sem talinn er lykilmaður í hryðjuverkunum í París fyrir rúmri viku, gengur enn laus. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem belgíski saksóknarinn Eric van der Sypt boðaði til klukkan 23:30 að íslenskum tíma í kvöld. Mikil leynd hefur hvílt yfir aðgerðum lögreglu og var farið fram á að fjölmiðlar hefðu sig lítið í frammi í kvöld og sömuleiðis notendur samfélagsmiðla á meðan á aðgerðunum stæði.Blaðamönnum gafst ekki kostur á að spyrja saksóknara út í atburði kvöldsins en fram kom í máli saksóknara að á morgun komi í ljós hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum sextán eða hluta þeirra. Engar upplýsingar voru gefnar um hverjir hinir sextán væru. Nítján húsleitir fóru fram í Brussel og nágrenni í kvöld og þrjár til viðbótar í borginni Charleroi. Hvorki fundust skotvopn né sprengiefni við leit lögreglu að því er fram kom í máli saksóknarans.Að neðan má sjá mynd frá blaðamannafundinum í Brussel í kvöld.#BrusselLockDown update starting now pic.twitter.com/io9evOfQZI— Jonathan Swain (@SwainITV) November 22, 2015 Særðu ökumann Lögregla særði ökumann sem sinnti ekki skipunum í Molenbeek hverfinu í kvöld. Hann var handtekinn en ekki liggur fyrir hvort maðurinn tengist aðgerðum lögreglu er snúa að yfirvofandi hryðjuverkaógn í Evrópu. Getgátur voru uppi í miðlum ytra að Sala Abdeslam hefði mögulega verið handtekinn í kvöld en saksóknari staðfesti að svo væri ekki. Hann gengi enn laus. Yfirvöld í Belgíu lýstu yfir hæsta viðbúnaðarstigi í borginni í kvöld og hefur forsætisráðherra Belgíu, Charles Michael, lýst því yfir að skólar, háskólar og lestarkerfi borgarinnar yrðu lokuð á morgun. Hæsta viðbúnaðarstigi var lýst yfir í gær, laugardag, sem leiddi til þess að verslunum, kaffihúsum og opinberum byggingum var lokað.Blaðamannafundur saksóknara var í beinni útsendingu á Sky News sem fylgist áfram vel með gangi mála. Útsendinguna má sjá hér að neðan en hægt er að spóla til baka í spilaranum til að sjá blaðamannfundinn.Þessi frétt var síðast uppfærð klukkan 23:59
Flóttamenn Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47 Hæsta viðbúnaðarstigi ekki aflétt í Brussel: Einn höfuðpaur árásanna í París gengur enn laus Vinur Salah Abdeslam sem aðstoðaði hann við að komast frá París til Belgíu segir hann mögulega vera með sprengjubelti í fórum sínum. 21. nóvember 2015 23:12 Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Hætt við tónleika Agent Fresco í Belgíu Ástæðan er ótti við hryðjuverk í Brussel sem er á hæsta viðbúnaðarstigi 21. nóvember 2015 13:47
Hæsta viðbúnaðarstigi ekki aflétt í Brussel: Einn höfuðpaur árásanna í París gengur enn laus Vinur Salah Abdeslam sem aðstoðaði hann við að komast frá París til Belgíu segir hann mögulega vera með sprengjubelti í fórum sínum. 21. nóvember 2015 23:12
Hæsta viðbúnaðarstigi lýst yfir í Brussel Yfirvofandi hryðjuverkahætta, segja stjórnvöld. 21. nóvember 2015 09:52