Neyðarástand í þrjá mánuði til viðbótar Guðsteinn Bjarnason og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 20. nóvember 2015 07:00 Franska þingið samþykkti í gær framlengja neyðarástand í ríkinu í þrjá mánuði. Nordicphotos/AFP Franska þingið samþykkti í gær að neyðarástand verði í gildi í landinu þrjá mánuði til viðbótar. François Hollande forseti lýsti yfir neyðarástandi um síðustu helgi, eftir að herskáir íslamistar höfðu myrt yfir hundrað manns í hryðjuverkum í París. Meðan neyðarástand er í gildi hefur franska lögreglan og önnur yfirvöld víðtækar heimildir til að herða eftirlit, gera húsleitir, handsama fólk, banna samkomur og jafnvel takmarka fréttaflutning. Frönsk yfirvöld hafa jafnframt staðfest að Abdelhamid Abaaoud, Belgíumaðurinn sem talinn er hafa lagt á ráðin um árásirnar í París, hafi látið lífið í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í St. Denis hverfinu á miðvikudag.Abdelhamid Abaaoud.Nordicphotos/AFPEnn er þó leitað að félaga hans, Salah Abdeslam, sem talinn er hafa tekið þátt í sprengjuárásunum á föstudag en sloppið til Belgíu. Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, sagði í gærkvöldi að yfirvöld í Frakklandi vissu ekki hvar Abdeslam væri niðurkominn, hvort hann væri í Belgíu, enn í Frakklandi eða annars staðar. Hann sagði einnig að nokkrir árásarmanna hefðu nýtt sér flóttamannavandann til að smeygja sér inn til Frakklands. „Við vitum ekki á þessu stigi rannsóknar hvort fleiri hópar eða einstaklingar sem tengjast störfum séu enn að störfum í París,“ sagði Valls enn fremur. Þá sagði Valls á þingi í gær að hætta sé á því að hryðjuverkamenn geri efnavopnaárásir í Evrópu. Valls útskýrði þetta þó ekki frekar, heldur lét sér nægja að segja að mögulega geti verið hætta á þessu hvenær sem er. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Staðfestir að Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu í St-Denis Franska saksóknaraembættið hefur staðfest að höfuðpaur árása föstudagsins hafi fallið í áhlaupi lögreglu í gærmorgun. 19. nóvember 2015 12:38 Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23 Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Franska þingið samþykkti í gær að neyðarástand verði í gildi í landinu þrjá mánuði til viðbótar. François Hollande forseti lýsti yfir neyðarástandi um síðustu helgi, eftir að herskáir íslamistar höfðu myrt yfir hundrað manns í hryðjuverkum í París. Meðan neyðarástand er í gildi hefur franska lögreglan og önnur yfirvöld víðtækar heimildir til að herða eftirlit, gera húsleitir, handsama fólk, banna samkomur og jafnvel takmarka fréttaflutning. Frönsk yfirvöld hafa jafnframt staðfest að Abdelhamid Abaaoud, Belgíumaðurinn sem talinn er hafa lagt á ráðin um árásirnar í París, hafi látið lífið í áhlaupi lögreglunnar á íbúð í St. Denis hverfinu á miðvikudag.Abdelhamid Abaaoud.Nordicphotos/AFPEnn er þó leitað að félaga hans, Salah Abdeslam, sem talinn er hafa tekið þátt í sprengjuárásunum á föstudag en sloppið til Belgíu. Manuel Valls, forsætisráðherra Frakklands, sagði í gærkvöldi að yfirvöld í Frakklandi vissu ekki hvar Abdeslam væri niðurkominn, hvort hann væri í Belgíu, enn í Frakklandi eða annars staðar. Hann sagði einnig að nokkrir árásarmanna hefðu nýtt sér flóttamannavandann til að smeygja sér inn til Frakklands. „Við vitum ekki á þessu stigi rannsóknar hvort fleiri hópar eða einstaklingar sem tengjast störfum séu enn að störfum í París,“ sagði Valls enn fremur. Þá sagði Valls á þingi í gær að hætta sé á því að hryðjuverkamenn geri efnavopnaárásir í Evrópu. Valls útskýrði þetta þó ekki frekar, heldur lét sér nægja að segja að mögulega geti verið hætta á þessu hvenær sem er.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Staðfestir að Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu í St-Denis Franska saksóknaraembættið hefur staðfest að höfuðpaur árása föstudagsins hafi fallið í áhlaupi lögreglu í gærmorgun. 19. nóvember 2015 12:38 Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23 Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Staðfestir að Abu Oud hafi fallið í áhlaupi lögreglu í St-Denis Franska saksóknaraembættið hefur staðfest að höfuðpaur árása föstudagsins hafi fallið í áhlaupi lögreglu í gærmorgun. 19. nóvember 2015 12:38
Hver var Abdel-Hamid Abu Oud? Eldri systir Abu Oud segir að hann hafi ekki sótt moskur á sínum yngri árum eða sýnt trúmálum mikinn áhuga. 19. nóvember 2015 13:23
Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21