Devel Sixteen vélin mælist 4.515 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 9. desember 2015 13:30 Fyrirtæki sem kallar sig hinu þjála nafni “Defining Extreme Vehicles Car Industry L.L.C.” hefur smíðað bílvél sem mældist nýverið 4.515 hestöfl. Hún er 16 strokka, 12,3 lítra og með fjórar mjög stórar forþjöppur. Þessi vél var reyndar sýnd á bílasýningunni í Dubai árið 2013 í bíl sem líktist blendingur af Lamborghini Egoista og Lamborghini Veneno. Flestir höfðu gleymt þessum bíl og vél hans í leiðinni. Fyrirtækið birti þó nýlega myndskeið af DYNO-mælingu á afli vélarinnar og þar sést að hún mælist 4.515 hestöfl og eina ástæðan fyrir því að hún mælist ekki aflmeiri er sú að DYNO-mælirinn mælir ekki meira afl, en smiðir vélarinnar segja að hún sé í raun yfir 5.000 hestöfl. Á mælingunni sést að tog hennar nær toppi í 4.766 Nm á 6.600 snúningum. Ekkert kemur fram í myndskeiðinu hvenær eða hvort vélin fari í bílinn sem sýndur var í Dubai, en vonandi verður það bráðlega þar sem gaman væri að sjá hve snöggur sá bíll yrði. Á bílasýningunni í Dubai kom fram að bíllinn yrði seldur á um 1 milljón dollara, eða 130 milljónir króna, sem gæti talist tombóluverð fyrir 5.000 hestafla bíl. Bílar video Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent
Fyrirtæki sem kallar sig hinu þjála nafni “Defining Extreme Vehicles Car Industry L.L.C.” hefur smíðað bílvél sem mældist nýverið 4.515 hestöfl. Hún er 16 strokka, 12,3 lítra og með fjórar mjög stórar forþjöppur. Þessi vél var reyndar sýnd á bílasýningunni í Dubai árið 2013 í bíl sem líktist blendingur af Lamborghini Egoista og Lamborghini Veneno. Flestir höfðu gleymt þessum bíl og vél hans í leiðinni. Fyrirtækið birti þó nýlega myndskeið af DYNO-mælingu á afli vélarinnar og þar sést að hún mælist 4.515 hestöfl og eina ástæðan fyrir því að hún mælist ekki aflmeiri er sú að DYNO-mælirinn mælir ekki meira afl, en smiðir vélarinnar segja að hún sé í raun yfir 5.000 hestöfl. Á mælingunni sést að tog hennar nær toppi í 4.766 Nm á 6.600 snúningum. Ekkert kemur fram í myndskeiðinu hvenær eða hvort vélin fari í bílinn sem sýndur var í Dubai, en vonandi verður það bráðlega þar sem gaman væri að sjá hve snöggur sá bíll yrði. Á bílasýningunni í Dubai kom fram að bíllinn yrði seldur á um 1 milljón dollara, eða 130 milljónir króna, sem gæti talist tombóluverð fyrir 5.000 hestafla bíl.
Bílar video Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent