Brutust út fagnaðarlæti í dómssal: „Þungu fargi af okkur létt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2015 11:20 Ásta Kristín Andrésdótir og heilbrigðisstarfsfólk fagnaði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hér fallast Ásta Kristín og Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, í faðma. Vísir/Stefán Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir svo sannarlega ástæða til hamingjuóska eftir að Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur var sýknuð af ákæru fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fjölmenni var í dómssal þegar dómur var upp kveðinn og féllu gleðitár. Greinilegt var að léttirinn var mikill. „Það brutust út fagnaðarlæti. Fólk var mjög ánægt með þessa niðurstöðu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Þessi dómur er náttúrulega fyrst og fremst ánægjulegur fyrir þennan hjúkrunarfræðing sem var fyrir dómi. Það sem við viljum að komi út úr þessu er að það verði fundin ákveðin leið hvernig eigi að taka á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu.“ Kalla eftir rannsóknarnefnd Var hjúkrunarfræðingnum gefið að sök að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hún tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Afleiðingar þess urðu þær að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér lofti en ekki frá sér. Varð fall í súrefnismettuninni og blóðþrýstingi sjúklingsins og lést hann skömmu síðar. „Reglurnar og lögin eru hreinlega ekki nógu skýr til að segja til um í hvaða farveg þessi mál eigi að fara. Við köllum eftir því að það verði skipuð einhvers konar rannsóknarnefnd á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu.“ Ólafur segir það almenna skoðun fólks í heilbrigðisgeiranum að ekki eigi að ákæra í málum sem þessum.Fólki er mjög umhgað um Ástu „Ef við eigum að læra af mistökum verður fólk að þora að segja frá þeim. Eigi þeir á hættu að verða ákærðir fyrir það er ég ansi hræddur um að tíðni atvikaskráninga myndi lækka. Með öryggi sjúklinga að leiðarljósi held ég að það sé algjörlega rétta leiðin að málin séu rannsökuð á þann hátt að fólk læri af mistökunum og komi í veg fyrir að þau gerist aftur.“ Formaðurinn segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. „Fólk hefur haft miklar áhyggjur og fólki er mjög umhugað um Ástu. Þungu fargi er af okkur létt,“ segir Ólafur. Framundan sé lestur dómsins og svo fundir með hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum bæði í dag og á morgun. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 Ekkja mannsins fagnar dómnum: „Hún átti enga sök á þessu“ „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess.“ 9. desember 2015 11:34 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, segir svo sannarlega ástæða til hamingjuóska eftir að Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur var sýknuð af ákæru fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fjölmenni var í dómssal þegar dómur var upp kveðinn og féllu gleðitár. Greinilegt var að léttirinn var mikill. „Það brutust út fagnaðarlæti. Fólk var mjög ánægt með þessa niðurstöðu,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. „Þessi dómur er náttúrulega fyrst og fremst ánægjulegur fyrir þennan hjúkrunarfræðing sem var fyrir dómi. Það sem við viljum að komi út úr þessu er að það verði fundin ákveðin leið hvernig eigi að taka á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu.“ Kalla eftir rannsóknarnefnd Var hjúkrunarfræðingnum gefið að sök að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hún tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Afleiðingar þess urðu þær að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér lofti en ekki frá sér. Varð fall í súrefnismettuninni og blóðþrýstingi sjúklingsins og lést hann skömmu síðar. „Reglurnar og lögin eru hreinlega ekki nógu skýr til að segja til um í hvaða farveg þessi mál eigi að fara. Við köllum eftir því að það verði skipuð einhvers konar rannsóknarnefnd á svona alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu.“ Ólafur segir það almenna skoðun fólks í heilbrigðisgeiranum að ekki eigi að ákæra í málum sem þessum.Fólki er mjög umhgað um Ástu „Ef við eigum að læra af mistökum verður fólk að þora að segja frá þeim. Eigi þeir á hættu að verða ákærðir fyrir það er ég ansi hræddur um að tíðni atvikaskráninga myndi lækka. Með öryggi sjúklinga að leiðarljósi held ég að það sé algjörlega rétta leiðin að málin séu rannsökuð á þann hátt að fólk læri af mistökunum og komi í veg fyrir að þau gerist aftur.“ Formaðurinn segir málið hafa legið afar þungt á hjúkrunarfræðingum. „Fólk hefur haft miklar áhyggjur og fólki er mjög umhugað um Ástu. Þungu fargi er af okkur létt,“ segir Ólafur. Framundan sé lestur dómsins og svo fundir með hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum bæði í dag og á morgun.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 Ekkja mannsins fagnar dómnum: „Hún átti enga sök á þessu“ „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess.“ 9. desember 2015 11:34 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fleiri fréttir „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34
Ekkja mannsins fagnar dómnum: „Hún átti enga sök á þessu“ „Ég hef aldrei sakast við hana enda hef ég enga ástæðu til þess.“ 9. desember 2015 11:34