Nýr Land Rover Defender árið 2018 Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2015 10:12 Land Rover Defender. Í næsta mánuði verða síðustu eintökin af núverandi gerð Land Rover Defender smíðuð. Land Rover er ekki tilbúið með arftaka hans og mun ekki hefja framleiðslu hans fyrr en árið 2018. Sá bíll mun eiga fátt sameiginlegt með núverandi gerð Defender, enda er hann orðinn æði úreltur bíll, enda er það einmitt ástæðan fyrir því að smíði hans verður hætt. Hann uppfyllir ekki þá staðla sem Evrópusambandið setur bílaframleiðendum hvað varðar mengun og því má segja að Land Rover hafi verið gert að hætta smíði hans. Nýr Land Rover á að verða staðsettur milli gerðanna Discovery og Range Rover hvað varðar íburð og verð. Engu að síður á bíllinn að verða grófgerður eins og forverinn. Land Rover áætlar að selja 100.000 eintök af nýjum Defender á ári og ætlar að smíða hann í 5 mismunandi útfærslum. Þrjár gerðir hans verða tveggja hurða og ein þeirra pallbíll. Ein gerð hans verður lengdur og með fjórar hurðir og ein gerðin pallbíll með fjórum hurðum. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent
Í næsta mánuði verða síðustu eintökin af núverandi gerð Land Rover Defender smíðuð. Land Rover er ekki tilbúið með arftaka hans og mun ekki hefja framleiðslu hans fyrr en árið 2018. Sá bíll mun eiga fátt sameiginlegt með núverandi gerð Defender, enda er hann orðinn æði úreltur bíll, enda er það einmitt ástæðan fyrir því að smíði hans verður hætt. Hann uppfyllir ekki þá staðla sem Evrópusambandið setur bílaframleiðendum hvað varðar mengun og því má segja að Land Rover hafi verið gert að hætta smíði hans. Nýr Land Rover á að verða staðsettur milli gerðanna Discovery og Range Rover hvað varðar íburð og verð. Engu að síður á bíllinn að verða grófgerður eins og forverinn. Land Rover áætlar að selja 100.000 eintök af nýjum Defender á ári og ætlar að smíða hann í 5 mismunandi útfærslum. Þrjár gerðir hans verða tveggja hurða og ein þeirra pallbíll. Ein gerð hans verður lengdur og með fjórar hurðir og ein gerðin pallbíll með fjórum hurðum.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent