Segir að svar forsætisráðherra um stuðning Íslands við Íraksinnrásina sé „algerlega óboðlegt“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. desember 2015 13:05 Helgi Hjörvar spurði hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vissi ekki af yfirlýsingu Davíðs Oddssonar frá 2003. Vísir/Valli „Er Davíð Oddsson ekki til? Misminnir mig að hér hafi setið forsætisráðherra sem heitir Davíð Oddsson eða er forsætisráðherra farinn að gleyma fleiru en kosningaloforðum sínum?“ spurði Helgi Hjörvar í umræðum um störf þingsins í morgun. Davíð var forsætisráðherra þegar yfirlýsingin um stuðning Íslands við innrásina í Írak var samþykkt.Vísir„Við að lesa svar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um aðild okkar að innrásinni í Írak er engu líkara en að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi aldrei með yfirlýsingu sinni 19. mars 2003 gert okkur að hluta af hinum viljugu þjóðum.“Ekki stuðningur við hernað Í svarinu sem Helgi vísaði til sagði Sigmundur Davíð forsætisráðherra að samþykki Íslands við að vera á lista hinna viljugu þjóða, eins og listi yfir stuðningsþjóðir við innrásina í Írak var kallaður, hafi ekki falið í sér stuðning við hernaðaraðgerðir. „Í aðeins einu tilviki hefur Ísland haft beina aðkomu að ákvörðun um hernaðaríhlutun en það var vegna árásarinnar á Líbýu árið 2011,“ sagði Sigmundur í svarinu og sagði að ef biðjast ætti afsökunar á einhverju þá væri það á þeirri ákvörðun.Sigmundur Davíð kannaðist ekki við að Ísland hefði stutt hernaðaraðgerðir í Írak.Vísir/StefánVill nýtt svar Helgi er allt annað en ánægður með svar forsætisráðherrans. „Það er algerlega óboðlegt að í formlegu svari til Alþingis láti forsætisráðherra eins og þessi yfirlýsing hafi aldrei verið gefin,“ sagði hann. „Jafn hörmuleg og hún var og jafn rík ástæða og það væri til að leyna yfirlýsingu Davíðs Oddssonar 19. mars 2003 og raun ber vitni, en það er því miður ekki hægt vegna þess að við vorum gerð ábyrg fyrir því sem þarna fór fram, illu heilli, herlaus og friðsöm þjóð sem alltaf höfðum verið það fram að því og vildum vera það,“ sagði hann. Helgi kallaði eftir því að Sigmundir myndi svara þinginu upp á nýtt. „Ég held að það sé full ástæða fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson að íhuga það að afturkalla svar sitt, svara þinginu aftur um þetta efni og sannarlega til að biðja afsökunar á þessum leiðu mistökum og hörmulegu,“ sagði hann svo að lokum. Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
„Er Davíð Oddsson ekki til? Misminnir mig að hér hafi setið forsætisráðherra sem heitir Davíð Oddsson eða er forsætisráðherra farinn að gleyma fleiru en kosningaloforðum sínum?“ spurði Helgi Hjörvar í umræðum um störf þingsins í morgun. Davíð var forsætisráðherra þegar yfirlýsingin um stuðning Íslands við innrásina í Írak var samþykkt.Vísir„Við að lesa svar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um aðild okkar að innrásinni í Írak er engu líkara en að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi aldrei með yfirlýsingu sinni 19. mars 2003 gert okkur að hluta af hinum viljugu þjóðum.“Ekki stuðningur við hernað Í svarinu sem Helgi vísaði til sagði Sigmundur Davíð forsætisráðherra að samþykki Íslands við að vera á lista hinna viljugu þjóða, eins og listi yfir stuðningsþjóðir við innrásina í Írak var kallaður, hafi ekki falið í sér stuðning við hernaðaraðgerðir. „Í aðeins einu tilviki hefur Ísland haft beina aðkomu að ákvörðun um hernaðaríhlutun en það var vegna árásarinnar á Líbýu árið 2011,“ sagði Sigmundur í svarinu og sagði að ef biðjast ætti afsökunar á einhverju þá væri það á þeirri ákvörðun.Sigmundur Davíð kannaðist ekki við að Ísland hefði stutt hernaðaraðgerðir í Írak.Vísir/StefánVill nýtt svar Helgi er allt annað en ánægður með svar forsætisráðherrans. „Það er algerlega óboðlegt að í formlegu svari til Alþingis láti forsætisráðherra eins og þessi yfirlýsing hafi aldrei verið gefin,“ sagði hann. „Jafn hörmuleg og hún var og jafn rík ástæða og það væri til að leyna yfirlýsingu Davíðs Oddssonar 19. mars 2003 og raun ber vitni, en það er því miður ekki hægt vegna þess að við vorum gerð ábyrg fyrir því sem þarna fór fram, illu heilli, herlaus og friðsöm þjóð sem alltaf höfðum verið það fram að því og vildum vera það,“ sagði hann. Helgi kallaði eftir því að Sigmundir myndi svara þinginu upp á nýtt. „Ég held að það sé full ástæða fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson að íhuga það að afturkalla svar sitt, svara þinginu aftur um þetta efni og sannarlega til að biðja afsökunar á þessum leiðu mistökum og hörmulegu,“ sagði hann svo að lokum.
Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira