Lexus íhugar Hilux útgáfu Finnur Thorlacius skrifar 3. desember 2015 10:30 Toyota Hilux. Lexus hefur greint frá áhuga á að framleiða lúxusgerð af Toyota Hilux pallbílnum, en Lexus er lúxusbílaarmur Toyota. Einhverjir hafa bent á að með þessu sé Lexus að svara spurningu sem enginn spurði, en engu að síður er aldrei að vita nema einmitt sé markaður fyrir slíkan bíl, en eftirspurn eftir pallbílum er til dæmis mjög mikil í Bandaríkjunum nú. Lexus íhugar einnig framleiðslu á 7 sæta útfærslu RX jeppa síns, sem og mjög smáum jepplingi, en ekki er síður mikil eftirspurn eftir slíkum bílum um allan heim. Ef að smíði pallbílsins verður er ljóst að honum er beitt gegn fyrirhuguðum lúxuspallbíl frá Mercedes Benz, sem sögur herma að fái stafina GLT. Sá bíll á að koma á markað árið 2019. Lexus pallbíll mun líklega koma á markað eftir það, ef að smíði hans verður. Lúxusbílaframleiðendur keppast nú við það að fylla uppí hvert gatið á fætur öðru í flokkum jeppa, jepplinga og pallbíla og svo virðist sem einmitt þar sé eftirspurnin mest í heiminum í dag. Því virðist það alls ekki vitlaus hugmynd hjá Lexus að einbeita sér að þessum flokkum bíla, ekki síst í ljósi þess að í herbúðum Toyota eru einmitt til slíkir bílar, sem stytta mun þróun afbrigða þeirra. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent
Lexus hefur greint frá áhuga á að framleiða lúxusgerð af Toyota Hilux pallbílnum, en Lexus er lúxusbílaarmur Toyota. Einhverjir hafa bent á að með þessu sé Lexus að svara spurningu sem enginn spurði, en engu að síður er aldrei að vita nema einmitt sé markaður fyrir slíkan bíl, en eftirspurn eftir pallbílum er til dæmis mjög mikil í Bandaríkjunum nú. Lexus íhugar einnig framleiðslu á 7 sæta útfærslu RX jeppa síns, sem og mjög smáum jepplingi, en ekki er síður mikil eftirspurn eftir slíkum bílum um allan heim. Ef að smíði pallbílsins verður er ljóst að honum er beitt gegn fyrirhuguðum lúxuspallbíl frá Mercedes Benz, sem sögur herma að fái stafina GLT. Sá bíll á að koma á markað árið 2019. Lexus pallbíll mun líklega koma á markað eftir það, ef að smíði hans verður. Lúxusbílaframleiðendur keppast nú við það að fylla uppí hvert gatið á fætur öðru í flokkum jeppa, jepplinga og pallbíla og svo virðist sem einmitt þar sé eftirspurnin mest í heiminum í dag. Því virðist það alls ekki vitlaus hugmynd hjá Lexus að einbeita sér að þessum flokkum bíla, ekki síst í ljósi þess að í herbúðum Toyota eru einmitt til slíkir bílar, sem stytta mun þróun afbrigða þeirra.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent