Ný Honda Civic Coupe í LA Finnur Thorlacius skrifar 2. desember 2015 08:45 Honda Civic Coupe. Honda kynnti nýtt útlit Civic Coupe á bílasýningunni í Los Angeles seint í síðasta mánuði. Þessi bíll er með tveimur hurðum og mjög sportlegur í útliti. Hann verður með sama val í vélbúnaði og fjögurra hurða útgáfa Civic, eða 1,5 lítra vél með forþjöppu og 2,0 lítra vél sem einnig brennir bensíni. Honda lofar að nýr Civic verði lang flottasti og best tæknilega búni Civic í 43 ára sögu bílsins. Honda mun einnig bjóða Civic í fimm hurða stallbaksútgáfu, sem og í Si öflugari útgáfu og ofuröflugri Type R útgáfu. Þeim bíl verður fyrsta sinni beint einnig að kaupendum í Bandaríkjunum. Honda sýndi einnig nýja vetnisbíls sinn, Clarity FCV, en hann var áður sýndur á bílasýningunni í Tókýó í fyrr í síðasta mánuði og sá bíll verður einnig í sölu í Bandaríkjunum. Honda ætlar sér greinilega stóri hluti þar vestanhafs, enda salan þar í hæstu hæðum um þessar mundir. Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent
Honda kynnti nýtt útlit Civic Coupe á bílasýningunni í Los Angeles seint í síðasta mánuði. Þessi bíll er með tveimur hurðum og mjög sportlegur í útliti. Hann verður með sama val í vélbúnaði og fjögurra hurða útgáfa Civic, eða 1,5 lítra vél með forþjöppu og 2,0 lítra vél sem einnig brennir bensíni. Honda lofar að nýr Civic verði lang flottasti og best tæknilega búni Civic í 43 ára sögu bílsins. Honda mun einnig bjóða Civic í fimm hurða stallbaksútgáfu, sem og í Si öflugari útgáfu og ofuröflugri Type R útgáfu. Þeim bíl verður fyrsta sinni beint einnig að kaupendum í Bandaríkjunum. Honda sýndi einnig nýja vetnisbíls sinn, Clarity FCV, en hann var áður sýndur á bílasýningunni í Tókýó í fyrr í síðasta mánuði og sá bíll verður einnig í sölu í Bandaríkjunum. Honda ætlar sér greinilega stóri hluti þar vestanhafs, enda salan þar í hæstu hæðum um þessar mundir.
Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent