Fjölskyldufyrirtæki með sterka tengingu við Vestfirði Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2015 14:30 Jón Hafþór Marteinsson stofnaði fyrirtækið Tækniþjónustu bifreiða fyrir 16 árum. Auk þess að vera bifvélavirki er hann er menntaður kerfistæknir (Systemtechniker) frá Bosch í Þýskalandi. Fyrirtækið tók að sér fyrst um sinn viðgerðir og þjónustu við þýska bíla, en fljótlega bættist við sala á varahlutum. Nú eru fyrirtækin tvö, annars vegar Tækniþjónusta bifreiða sem sér um viðgerðir á þýskum bílum og svo bifreid.is sem er varahutaverslun og sérhæfir sig einnig í þýskum bifreiðum. Mikil reynsla liggur að baki fyrirtækinu, bæði í þjónustu og verslun með varahluti. Fyrirtækin tvö er staðsett í Hjallahrauni í Hafnarfirði. Flestir í fjölskyldunni í fyrirtækinu Tækniþjónusta bifreiða er fjölskyldufyrirtæki. Margir sem vinna innan fyrirtækisins hafa í raun alist þar upp og er það enn þannig að allir í fjölskyldunni, ungir sem aldnir, leggja til hjálparönd þegar mikið er álagið eða breytingar standa yfir. Hér eru börnin aldrei fyrir ef þau heimsækja foreldra í vinnuna heldur finna þau verkefni við sitt hæfi og því oft líf og fjör hér hjá okkur. Stór hluti af föstum starfsmönnum eru einnig fjölskyldumeðlimur. Í hádeginu hittast starfsmenn á efri hæð verslunarinnar og gæða sér á heimatilbúnum fjölskyldumat, framreiddum af ættmóðurinni. Oft er um að ræða mat sem að ekki allir eiga venjast dagsdaglega, sérstaklega ungu drengirnir sem hafa starfað í styttri tíma, en t.d. þegar viðtalið var tekið var siginn fiskur á boðstólum. Árleg vestfirsk skötuveisla Fjölskyldan er ættuð úr Ísafjarðardjúpi og ber þangað sterkar rætur. Faðir Jóns Hafþór er uppalinn í Kálfavík í Skötufirði. Þessar rætur liggja skemmtilega í fjölskyldumeðlimum, t.d. starfar sonur Jóns Hafþórs í verslun bifreid.is. Hann er uppalinn í Hafnarfirði og man varla eftir sér öðruvísi en með annan fótinn í fyrirtæki föður síns. Í frístundum rappar hann með hljómsveit sinni Valby bræðrum en á sumrin gerir hann út strandveiðibát frá Bolungarvík með afa sínum. Önnur tenging við Vestfirði er sú að síðastliðin 10 ár hefur fyrirtækið haldið skötuveislu fyrir viðskiptavini sína. Skatan kemur úr djúpinu, nánar tiltekið frá Dána Kálfi, frænda Jóns Hafþórs og er framreidd af föður hans. Veislan er mjög óhefðbundin þar sem hún er haldin inní fyrirtækinu sjálfu og er hún orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra viðskipavina. Er þá oft slegið á létta strengi og í fyrra komu t.d. Fjallabræður og sungu, en Jón Hafþór syngur einmitt með þeirri skemmtilegu hljómsveit. Óvenjulegt viðmót og innréttingar Varahlutaverslunin bifreid.is er nýbúin að greina sig frá viðgerðarþjónustunni. Við höfum nú opnað nýja verslun, þó í sama húsi, og bjóðum nú uppá enn skilvirkari og sérhæfðari þjónustu. Við höfum ákveðið að viðmót þessarar nýju verslunnar sé allt annað en það sem almennt gengur og gerist. Við viljum að viðskiptavinum líði vel þegar þeir koma inn, að þetta sé eins konar vin í daglegu amstri. Í stað hefðbundinna búðarhilla höfum við innréttað búðina þannig að á móti fólki tekur gamaldags stofa, með antiík sófasetti og stóru antík útvarpi. Varahlutum er stillt upp líkt og um fallega muni sé að ræða og á veggnum er stórt fiskabúr sem býður uppá rólega stemningu. Fólk getur sest niður, fengið sér kaffi og litið í blöð. Þetta hefur komið fólki skemmtilega á óvart þar sem þetta er ekki viðmótið sem það á almennt að venjast í þessum geira. Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent
Jón Hafþór Marteinsson stofnaði fyrirtækið Tækniþjónustu bifreiða fyrir 16 árum. Auk þess að vera bifvélavirki er hann er menntaður kerfistæknir (Systemtechniker) frá Bosch í Þýskalandi. Fyrirtækið tók að sér fyrst um sinn viðgerðir og þjónustu við þýska bíla, en fljótlega bættist við sala á varahlutum. Nú eru fyrirtækin tvö, annars vegar Tækniþjónusta bifreiða sem sér um viðgerðir á þýskum bílum og svo bifreid.is sem er varahutaverslun og sérhæfir sig einnig í þýskum bifreiðum. Mikil reynsla liggur að baki fyrirtækinu, bæði í þjónustu og verslun með varahluti. Fyrirtækin tvö er staðsett í Hjallahrauni í Hafnarfirði. Flestir í fjölskyldunni í fyrirtækinu Tækniþjónusta bifreiða er fjölskyldufyrirtæki. Margir sem vinna innan fyrirtækisins hafa í raun alist þar upp og er það enn þannig að allir í fjölskyldunni, ungir sem aldnir, leggja til hjálparönd þegar mikið er álagið eða breytingar standa yfir. Hér eru börnin aldrei fyrir ef þau heimsækja foreldra í vinnuna heldur finna þau verkefni við sitt hæfi og því oft líf og fjör hér hjá okkur. Stór hluti af föstum starfsmönnum eru einnig fjölskyldumeðlimur. Í hádeginu hittast starfsmenn á efri hæð verslunarinnar og gæða sér á heimatilbúnum fjölskyldumat, framreiddum af ættmóðurinni. Oft er um að ræða mat sem að ekki allir eiga venjast dagsdaglega, sérstaklega ungu drengirnir sem hafa starfað í styttri tíma, en t.d. þegar viðtalið var tekið var siginn fiskur á boðstólum. Árleg vestfirsk skötuveisla Fjölskyldan er ættuð úr Ísafjarðardjúpi og ber þangað sterkar rætur. Faðir Jóns Hafþór er uppalinn í Kálfavík í Skötufirði. Þessar rætur liggja skemmtilega í fjölskyldumeðlimum, t.d. starfar sonur Jóns Hafþórs í verslun bifreid.is. Hann er uppalinn í Hafnarfirði og man varla eftir sér öðruvísi en með annan fótinn í fyrirtæki föður síns. Í frístundum rappar hann með hljómsveit sinni Valby bræðrum en á sumrin gerir hann út strandveiðibát frá Bolungarvík með afa sínum. Önnur tenging við Vestfirði er sú að síðastliðin 10 ár hefur fyrirtækið haldið skötuveislu fyrir viðskiptavini sína. Skatan kemur úr djúpinu, nánar tiltekið frá Dána Kálfi, frænda Jóns Hafþórs og er framreidd af föður hans. Veislan er mjög óhefðbundin þar sem hún er haldin inní fyrirtækinu sjálfu og er hún orðinn fastur liður í jólaundirbúningi margra viðskipavina. Er þá oft slegið á létta strengi og í fyrra komu t.d. Fjallabræður og sungu, en Jón Hafþór syngur einmitt með þeirri skemmtilegu hljómsveit. Óvenjulegt viðmót og innréttingar Varahlutaverslunin bifreid.is er nýbúin að greina sig frá viðgerðarþjónustunni. Við höfum nú opnað nýja verslun, þó í sama húsi, og bjóðum nú uppá enn skilvirkari og sérhæfðari þjónustu. Við höfum ákveðið að viðmót þessarar nýju verslunnar sé allt annað en það sem almennt gengur og gerist. Við viljum að viðskiptavinum líði vel þegar þeir koma inn, að þetta sé eins konar vin í daglegu amstri. Í stað hefðbundinna búðarhilla höfum við innréttað búðina þannig að á móti fólki tekur gamaldags stofa, með antiík sófasetti og stóru antík útvarpi. Varahlutum er stillt upp líkt og um fallega muni sé að ræða og á veggnum er stórt fiskabúr sem býður uppá rólega stemningu. Fólk getur sest niður, fengið sér kaffi og litið í blöð. Þetta hefur komið fólki skemmtilega á óvart þar sem þetta er ekki viðmótið sem það á almennt að venjast í þessum geira.
Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent