Caddy fyrir athafnamanninn og stórfjölskylduna Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2015 09:42 Volkswagen Caddy er ekki einungis framleiddur sem sendibíll, heldur einnig sem afar praktískur fjölskyldubíll sem tekur marga farþega og mikinn farangur. Volkswagen hefur framleidd Caddy frá árinu 1980 og þá aðallega sem sendibíl og var hann í fyrstu byggður á Golf bílnum en svo er þó ekki nú og er hann nú nýkominn af fjórðu kynslóð. Caddy hefur í nokkurn tíma einnig verið í boði sem hefðbundinn fólksbíll því þar fer rúmgóður bíll með mikið notagildi. Nú má fá Volkswagen Caddy bæði sem 5 og 7 manna bíl og er sá stærri með þremur sætaröðum. Öll sætin í þessum bílum eru fyrir fullorðna og hátt þak bílsins tryggir að það er mikið höfuðrými og reyndar er fótarýmið yfrið líka. Sætin eru auk þess stór og góð í bílnum, ætluð fyrir fullorðna og framsætin með óvenjulagri og góðri setu. Síðan er ekkert mál að taka sætisbekkina úr bílnum og búa til ótrúlega stórt flutningsrými. Það gæti verið afar praktískt fyrir hjólreiðafólk sem getur látið hjólin sín standa upprétt sökum lofthæðarinnar og mikil rýmis og vel má koma fyrir 3-4 hjólum sem standa þá hlið við hlið. Caddy er því heppilegur bíll fyrir fólk með allskonar ævintýraþrá þar sem notast er við fyrirferðamikinn búnað.Mikið notagildi og þægileg umgengniGreinarritari fékk tækifæri á að prófa þennan kostagrip og það í 5 manna útfærslunni. Í prufuakstri yfir helgi sannaðist notagildi og gæði þessa bíls. Fyrir það fyrsta er bíllinn greinilega ákaflega vel smíðaður og þéttur bíll. Bara þarf að opna og loka sterklegar hurðirnar til að fá þá tilfinningu strax. Talandi um hurðir á Caddy þá hefur þessi bíll þann kost að vera með rennihurðum á báðum hliðum, en það er ákaflega þægilegt í vindasömu landi og þar sem þröngt er um vik. Þessi bíll er örugglega kjörinn fyrir barnmargar fjölskyldur með öll sín sæti auk góðs flutningsrýmis, sem er 750 lítrar í 5 manna bílnum og 530 lítrar í þeim 7 manna. Öll umgengni um bílinn er svo þægileg og ekki skortir á festingarnar fyrir barnabílstólana. Þessi fjórða kynslóð Caddy er mikið uppfærð, með meiri staðalbúnaði, öryggi og aðstoðarkerfum fyrir ökumann. Fá má bílinn með dísil-, bensín-, og metanvélum, beinskiptur eða sjálfskiptur, framhjóladrifinn eða fjórhjóladrifinn.Eyðslugrönn en dugleg dísilvélBíllinn sem prófaður var er með 102 hestafla 1,4 lítra dísilvél sem togar ansi vél þrátt fyrir hóflega hestaflatölu. Fyrir vikið er hann hvorki nein spyrnukerra né letingi og vel má spretta úr spori ef liggur á. Bíllinn reyndist einkar þægilegur í akstri og afar þéttur. Fjöðrunin er þægileg en ekki sportleg og á það vel við þessa gerð bíls. Í hóflegum bæjarakstri er vel mögulegt að halda þessum dísilbíl í um 5 lítra eyðslu og gaman væri að reyna að ná honum nálægt 4 lítrum utanbæjar, þó það hafi ekki verið reynt. Í venjulegum akstri þar sem stundum er reynt á vélina er hann með á milli 6 og 7 lítra í eyðslu og er það afar viðunandi með svo stóran bíl. Það sem vakti einna mest furðu mína við akstur Caddy var hve hljóðlátur bílinn var og greinilegt er að Volkswagen hefur lagt mun meiri áherslu á einangrun bílsins en í sendibílaútgáfum hans. Annað gott sem segja má um bílinn er verð hans en þennan myndarlega og praktíska bíl má fá frá 3.770.000 kr. Það er í sjálfu sér ekki skrítið að margir leigubílstjórar þessa lands hafi valið Caddy sem vinnutæki sitt. Stór bíll með mörgum sætum, stóru flutningsrými og eyðslugrönnum en dugmiklum vélum hlýtur að vera ágæt uppskrift að leigubíl. Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent
Volkswagen hefur framleidd Caddy frá árinu 1980 og þá aðallega sem sendibíl og var hann í fyrstu byggður á Golf bílnum en svo er þó ekki nú og er hann nú nýkominn af fjórðu kynslóð. Caddy hefur í nokkurn tíma einnig verið í boði sem hefðbundinn fólksbíll því þar fer rúmgóður bíll með mikið notagildi. Nú má fá Volkswagen Caddy bæði sem 5 og 7 manna bíl og er sá stærri með þremur sætaröðum. Öll sætin í þessum bílum eru fyrir fullorðna og hátt þak bílsins tryggir að það er mikið höfuðrými og reyndar er fótarýmið yfrið líka. Sætin eru auk þess stór og góð í bílnum, ætluð fyrir fullorðna og framsætin með óvenjulagri og góðri setu. Síðan er ekkert mál að taka sætisbekkina úr bílnum og búa til ótrúlega stórt flutningsrými. Það gæti verið afar praktískt fyrir hjólreiðafólk sem getur látið hjólin sín standa upprétt sökum lofthæðarinnar og mikil rýmis og vel má koma fyrir 3-4 hjólum sem standa þá hlið við hlið. Caddy er því heppilegur bíll fyrir fólk með allskonar ævintýraþrá þar sem notast er við fyrirferðamikinn búnað.Mikið notagildi og þægileg umgengniGreinarritari fékk tækifæri á að prófa þennan kostagrip og það í 5 manna útfærslunni. Í prufuakstri yfir helgi sannaðist notagildi og gæði þessa bíls. Fyrir það fyrsta er bíllinn greinilega ákaflega vel smíðaður og þéttur bíll. Bara þarf að opna og loka sterklegar hurðirnar til að fá þá tilfinningu strax. Talandi um hurðir á Caddy þá hefur þessi bíll þann kost að vera með rennihurðum á báðum hliðum, en það er ákaflega þægilegt í vindasömu landi og þar sem þröngt er um vik. Þessi bíll er örugglega kjörinn fyrir barnmargar fjölskyldur með öll sín sæti auk góðs flutningsrýmis, sem er 750 lítrar í 5 manna bílnum og 530 lítrar í þeim 7 manna. Öll umgengni um bílinn er svo þægileg og ekki skortir á festingarnar fyrir barnabílstólana. Þessi fjórða kynslóð Caddy er mikið uppfærð, með meiri staðalbúnaði, öryggi og aðstoðarkerfum fyrir ökumann. Fá má bílinn með dísil-, bensín-, og metanvélum, beinskiptur eða sjálfskiptur, framhjóladrifinn eða fjórhjóladrifinn.Eyðslugrönn en dugleg dísilvélBíllinn sem prófaður var er með 102 hestafla 1,4 lítra dísilvél sem togar ansi vél þrátt fyrir hóflega hestaflatölu. Fyrir vikið er hann hvorki nein spyrnukerra né letingi og vel má spretta úr spori ef liggur á. Bíllinn reyndist einkar þægilegur í akstri og afar þéttur. Fjöðrunin er þægileg en ekki sportleg og á það vel við þessa gerð bíls. Í hóflegum bæjarakstri er vel mögulegt að halda þessum dísilbíl í um 5 lítra eyðslu og gaman væri að reyna að ná honum nálægt 4 lítrum utanbæjar, þó það hafi ekki verið reynt. Í venjulegum akstri þar sem stundum er reynt á vélina er hann með á milli 6 og 7 lítra í eyðslu og er það afar viðunandi með svo stóran bíl. Það sem vakti einna mest furðu mína við akstur Caddy var hve hljóðlátur bílinn var og greinilegt er að Volkswagen hefur lagt mun meiri áherslu á einangrun bílsins en í sendibílaútgáfum hans. Annað gott sem segja má um bílinn er verð hans en þennan myndarlega og praktíska bíl má fá frá 3.770.000 kr. Það er í sjálfu sér ekki skrítið að margir leigubílstjórar þessa lands hafi valið Caddy sem vinnutæki sitt. Stór bíll með mörgum sætum, stóru flutningsrými og eyðslugrönnum en dugmiklum vélum hlýtur að vera ágæt uppskrift að leigubíl.
Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent