Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Haukar 68-88 | Hattarmenn máttlausir í klóm Hauka Gunnar Gunnarsson á Egilsstöðum skrifar 17. desember 2015 21:15 Kári Jónsson átti frábæran leik fyrir austan. vísir/vilhelm Kanaleysi og vandræði með miðherja fengu lítið á Hauka sem unnu Hött 66-88 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Haukar spiluðu magnaða vörn og hinn ungi Kári Jónsson skoraði 29 stig. Haukar tóku ákvörðun um það fyrir leik að rifta samningi sínum Bandaríkjamanninn Stepehn Madison og komu því austur án stórs framherja. Sóknarleikur beggja liða þeir fór seint í gang en staðan eftir fyrsta leikhluta var 12-16. Hins vegar sáust fyrirboðar um hvað verða vildi. Haukar fengu skotfæri en hittu ekki. Hinu megin stífdekkaði Emil Barja Tobin Carberry og aðrir leikmenn Hattar hittu ekki úr sínum skotum eða virtust ragir við að skjóta. Leikurinn kláraðist um leið og Haukar fóru að hitta. Í öðrum leikhluta skoruðu þeir 33 stig, þar af komu tíu frá Kára í röð. Tæpar fimm mínútur voru liðnar af leikhlutanum þegar Hattarmenn komust á blað en á sama tíma skoruðu Haukar sautján stig. Þá urðu Haukar fyrir áfalli því miðherjinn Finnur Atli Marinósson snéri sig á hné í vörninni og spilaði ekki meir. Hattarmenn minnkuðu þó ekki muninn fyrir leikhlé þegar sem staðan var 26-47. Varnarleikurinn var grunnurinn að öðru og má nefna að Carberry skoraði ekki stig í leikhlutanum. Í fjarveru Finns spilaði Guðni Heiðvar Valentínusson í miðherjanum. Hann fékk sína fjórðu villu eftir þriggja mínútna leik í þriðja leikhluta og fékk fjögurra mínútna hvíld. Á þeim kafla tókst Hattarmönnum að vinna sig aftur inn í leikinn. Innkoma Guðna stöðvaði ekki þá þróun og á fjórðu mínútu síðasta leikhluta komst munurinn niður í níu stig, 56-65. Haukar tóku fljótlega leikhlé, vörnin small aftur saman og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 58-76. Þar með var leikurinn búinn. Haukar spiluðu frábæra vörn og um leið og skotin fóru í körfuna í öðrum leikhluta efldist liðsheildin. Í seinni hálfleik áttu þeir sirkuskörfur og troðslur og skemmtu sér sem þeir væru á æfingu. Enga slíka gleði var að finna í Hattarliðinu. Sóknarleikurinn var hægur frá byrjun en svo hreint ráðalaus. Vörnin var ekki skárri og menn þar jafnan einir á báti.Tölfræði leiks: Höttur-Haukar 68-88 (12-16, 14-31, 25-15, 17-26) Höttur: Tobin Carberry 24/10 fráköst/6 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 15, Mirko Stefán Virijevic 14/7 fráköst, Helgi Björn Einarsson 8/13 fráköst, Ásmundur Hrafn Magnússon 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Sigmar Hákonarson 2, Gísli Þórarinn Hallsson 0, Hallmar Hallsson 0, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 0, Stefán Númi Stefánsson 0, Einar Bjarni Helgason 0. Haukar: Kári Jónsson 29, Haukur Óskarsson 25/4 fráköst, Kristinn Marinósson 12/7 fráköst, Emil Barja 7/8 fráköst, Hjálmar Stefánsson 7, Guðni Heiðar Valentínusson 6/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2, Ívar Barja 0, Alex Óli Ívarsson 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0.Viðar Örn: Ekki stuð og stemming eins og þetta er núna Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var niðurlútur eftir leikinn í kvöld enda fáir ljósir punktar í leik hans liðs. „Við gerum ekkert af því sem við lögðum upp með. Um leið og við fáum smá mótspyrnu förum við inn í okkur. Við hættum að spila boltanum og látum þá ýta okkur út úr okkar leik. Þeir fara framhjá varnarmönnum á fyrsta drippli og þá þurfa aðrir að hjálpa þannig að úr verður veisla fyrir þeirra skotmenn,“ sagði Viðar. Hann eygði von þegar munurinn fór undir tíu stig. „Já, já en fékk svo blauta tusku í andlitið.“ Framundan er þriggja vikna jólafrí sem meðal annars þarf að nota til að þjappa saman hópnum. „Það þarf nokkra hluti til að lið virki. Allir þurfa að leggja sig fram, varamennirnir skili framlagi og menn hafi gaman af því sem þeir eru að gera. Það er ekki stuð og stemming eins og þetta er núna. Nú tökum við viku og reynum að hreinsa hausinn eins vel og við getum. Við verðum að fara vel yfir fyrri hluta mótsins og reyna að finna leiðir til að breyta. Við erum komnir í mjög djúpa holu, vonlausa stöðu að margra mati, en tölfræðilega eigum við enn séns.“Ívar: Erum langt komnir með að finna nýjan Kana Haukar tóku ákveðna áhættu með að láta Stephen Madison fara fyrir leikinn gegn Hetti en hún gekk upp. Liðið sýndi frábæran leik, einkum í vörn og átti ekki í neinum vandræðum með máttlaust heimaliðið. „Ég er mjög sáttur með spilamennsku okkar í kvöld. Liðsheildin var frábær og margir lögðu í púkkið,“ sagði þjálfari þeirra, Ívar Ásgrímsson, eftir leikinn. Emil Barja elti Bandaríkjamanninn Tobin Carberry frá fyrstu sekúndu og hélt honum í skefjum. „Við vissum að Kaninn væri lykilmaðurinn og vorum alltaf með mann á honum. Emil sá alveg um hann og ef hann leitaði inn á miðjuna var tekið á móti honum.“ Haukar lentu þó í vandræðum með stóru mennina. Finnur Atli meiddist í öðrum leikhluta og þeim þriðja lenti Guðni í villuvandræðum. Í byrjun fjórða leikhluta minnkaði Höttur muninn í níu stig. „Það fór smá um mig á tímabili. Við vorum ekki með neinn miðherja og engan fjarka heldur, bara bakverði og litla framherja en strákarnir sýndu karakter og klárauðu leystu það.“ Ívar segir leitina að nýjum Bandaríkjamanni snúast um að finna stóran mann. „Það kom í ljós í kvöld að við þurfum mann inn í teig. Við erum langt komnir með það en ekki búnir að ljúka ferlinu.“ Meiðsli Finns verða nánar skoðuð á næstu dögum. „Við sjáum hvað kemur út úr skoðuninni. Guðni svaraði kallinu og stóð sig vel.“Bein lýsing: Höttur - HaukarTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Kanaleysi og vandræði með miðherja fengu lítið á Hauka sem unnu Hött 66-88 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Haukar spiluðu magnaða vörn og hinn ungi Kári Jónsson skoraði 29 stig. Haukar tóku ákvörðun um það fyrir leik að rifta samningi sínum Bandaríkjamanninn Stepehn Madison og komu því austur án stórs framherja. Sóknarleikur beggja liða þeir fór seint í gang en staðan eftir fyrsta leikhluta var 12-16. Hins vegar sáust fyrirboðar um hvað verða vildi. Haukar fengu skotfæri en hittu ekki. Hinu megin stífdekkaði Emil Barja Tobin Carberry og aðrir leikmenn Hattar hittu ekki úr sínum skotum eða virtust ragir við að skjóta. Leikurinn kláraðist um leið og Haukar fóru að hitta. Í öðrum leikhluta skoruðu þeir 33 stig, þar af komu tíu frá Kára í röð. Tæpar fimm mínútur voru liðnar af leikhlutanum þegar Hattarmenn komust á blað en á sama tíma skoruðu Haukar sautján stig. Þá urðu Haukar fyrir áfalli því miðherjinn Finnur Atli Marinósson snéri sig á hné í vörninni og spilaði ekki meir. Hattarmenn minnkuðu þó ekki muninn fyrir leikhlé þegar sem staðan var 26-47. Varnarleikurinn var grunnurinn að öðru og má nefna að Carberry skoraði ekki stig í leikhlutanum. Í fjarveru Finns spilaði Guðni Heiðvar Valentínusson í miðherjanum. Hann fékk sína fjórðu villu eftir þriggja mínútna leik í þriðja leikhluta og fékk fjögurra mínútna hvíld. Á þeim kafla tókst Hattarmönnum að vinna sig aftur inn í leikinn. Innkoma Guðna stöðvaði ekki þá þróun og á fjórðu mínútu síðasta leikhluta komst munurinn niður í níu stig, 56-65. Haukar tóku fljótlega leikhlé, vörnin small aftur saman og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 58-76. Þar með var leikurinn búinn. Haukar spiluðu frábæra vörn og um leið og skotin fóru í körfuna í öðrum leikhluta efldist liðsheildin. Í seinni hálfleik áttu þeir sirkuskörfur og troðslur og skemmtu sér sem þeir væru á æfingu. Enga slíka gleði var að finna í Hattarliðinu. Sóknarleikurinn var hægur frá byrjun en svo hreint ráðalaus. Vörnin var ekki skárri og menn þar jafnan einir á báti.Tölfræði leiks: Höttur-Haukar 68-88 (12-16, 14-31, 25-15, 17-26) Höttur: Tobin Carberry 24/10 fráköst/6 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 15, Mirko Stefán Virijevic 14/7 fráköst, Helgi Björn Einarsson 8/13 fráköst, Ásmundur Hrafn Magnússon 3, Eysteinn Bjarni Ævarsson 2, Sigmar Hákonarson 2, Gísli Þórarinn Hallsson 0, Hallmar Hallsson 0, Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar 0, Stefán Númi Stefánsson 0, Einar Bjarni Helgason 0. Haukar: Kári Jónsson 29, Haukur Óskarsson 25/4 fráköst, Kristinn Marinósson 12/7 fráköst, Emil Barja 7/8 fráköst, Hjálmar Stefánsson 7, Guðni Heiðar Valentínusson 6/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 2, Ívar Barja 0, Alex Óli Ívarsson 0, Arnór Bjarki Ívarsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0.Viðar Örn: Ekki stuð og stemming eins og þetta er núna Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var niðurlútur eftir leikinn í kvöld enda fáir ljósir punktar í leik hans liðs. „Við gerum ekkert af því sem við lögðum upp með. Um leið og við fáum smá mótspyrnu förum við inn í okkur. Við hættum að spila boltanum og látum þá ýta okkur út úr okkar leik. Þeir fara framhjá varnarmönnum á fyrsta drippli og þá þurfa aðrir að hjálpa þannig að úr verður veisla fyrir þeirra skotmenn,“ sagði Viðar. Hann eygði von þegar munurinn fór undir tíu stig. „Já, já en fékk svo blauta tusku í andlitið.“ Framundan er þriggja vikna jólafrí sem meðal annars þarf að nota til að þjappa saman hópnum. „Það þarf nokkra hluti til að lið virki. Allir þurfa að leggja sig fram, varamennirnir skili framlagi og menn hafi gaman af því sem þeir eru að gera. Það er ekki stuð og stemming eins og þetta er núna. Nú tökum við viku og reynum að hreinsa hausinn eins vel og við getum. Við verðum að fara vel yfir fyrri hluta mótsins og reyna að finna leiðir til að breyta. Við erum komnir í mjög djúpa holu, vonlausa stöðu að margra mati, en tölfræðilega eigum við enn séns.“Ívar: Erum langt komnir með að finna nýjan Kana Haukar tóku ákveðna áhættu með að láta Stephen Madison fara fyrir leikinn gegn Hetti en hún gekk upp. Liðið sýndi frábæran leik, einkum í vörn og átti ekki í neinum vandræðum með máttlaust heimaliðið. „Ég er mjög sáttur með spilamennsku okkar í kvöld. Liðsheildin var frábær og margir lögðu í púkkið,“ sagði þjálfari þeirra, Ívar Ásgrímsson, eftir leikinn. Emil Barja elti Bandaríkjamanninn Tobin Carberry frá fyrstu sekúndu og hélt honum í skefjum. „Við vissum að Kaninn væri lykilmaðurinn og vorum alltaf með mann á honum. Emil sá alveg um hann og ef hann leitaði inn á miðjuna var tekið á móti honum.“ Haukar lentu þó í vandræðum með stóru mennina. Finnur Atli meiddist í öðrum leikhluta og þeim þriðja lenti Guðni í villuvandræðum. Í byrjun fjórða leikhluta minnkaði Höttur muninn í níu stig. „Það fór smá um mig á tímabili. Við vorum ekki með neinn miðherja og engan fjarka heldur, bara bakverði og litla framherja en strákarnir sýndu karakter og klárauðu leystu það.“ Ívar segir leitina að nýjum Bandaríkjamanni snúast um að finna stóran mann. „Það kom í ljós í kvöld að við þurfum mann inn í teig. Við erum langt komnir með það en ekki búnir að ljúka ferlinu.“ Meiðsli Finns verða nánar skoðuð á næstu dögum. „Við sjáum hvað kemur út úr skoðuninni. Guðni svaraði kallinu og stóð sig vel.“Bein lýsing: Höttur - HaukarTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins