Tekjur af Star Wars svipaðar tekjum íslenska ríkisins Sæunn Gísladóttir skrifar 16. desember 2015 09:18 George Lucas hefur hagnast gríðarlega á Star Wars þar sem hann samdi við Fox-myndverið um að eignast allar framhaldsmyndirnar og réttinn af öllu tengdu efni. Vísir/Getty George Lucas, skapari Star Wars, er einn auðugasti maður í Hollywood. Hann hefur hagnast gríðarlega á Star Wars þar sem hann samdi við Fox-myndverið á sínum tíma um að þiggja lægri laun fyrir leikstjórn fyrstu myndarinnar gegn því að eignast allar framhaldsmyndirnar og réttinn á öllu tengdu efni. Síðan þá hafa heildartekjur alls þess sem tengt er Star Wars numið um 3.700 milljörðum króna. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Björns Bergs Gunnarssonar, fræðslustjóra VÍB, á fundi um fjármál Star Wars í gær. Fram kom á fundinum að árið 2012 keypti Disney Lucasfilm (þar með talið Star Wars) af George Lucas á um 530 milljarða íslenskra króna, sem er ekki fjarri eignarhlut lífeyrissjóðanna á íslenskum hlutabréfamarkaði, eða um þriðjungur landsframleiðslu Íslands. Það kemur ef til vill sumum á óvart að 46 prósent af tekjum af Star Wars koma úr leikfangasölu, en einungis 12 prósent úr miðasölu í kvikmyndahúsum. 19 prósent af tekjum koma frá VHS- og DVD-sölu, og 12 prósent frá tölvuleikjum. Nýjasti kaflinn í Star Wars seríunni, Star Wars: The Force Awakens er væntanleg í kvikmyndahús hér á landi í vikunni. Áætlaðar tekjur af Star Wars árið 2016 eru svipaðar fjárlögum íslenska ríkisins. Disney sér mikla möguleika í Star Wars. Hafist verður handa við smíði tveggja gríðarstórra skemmtigarða árið 2016 (í Flórída og Kaliforníu) og næstu sex árin kemur út að minnsta kosti ein mynd á ári. Ef allt gengur upp er áætlað að heildartekjur Star Wars verði yfir 3.000 milljarðar króna, en Disney fær þó að sjálfsögðu ekki allt í vasann. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af fundinum. Fjármál Star Wars from Íslandsbanki on Vimeo. Star Wars Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira
George Lucas, skapari Star Wars, er einn auðugasti maður í Hollywood. Hann hefur hagnast gríðarlega á Star Wars þar sem hann samdi við Fox-myndverið á sínum tíma um að þiggja lægri laun fyrir leikstjórn fyrstu myndarinnar gegn því að eignast allar framhaldsmyndirnar og réttinn á öllu tengdu efni. Síðan þá hafa heildartekjur alls þess sem tengt er Star Wars numið um 3.700 milljörðum króna. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Björns Bergs Gunnarssonar, fræðslustjóra VÍB, á fundi um fjármál Star Wars í gær. Fram kom á fundinum að árið 2012 keypti Disney Lucasfilm (þar með talið Star Wars) af George Lucas á um 530 milljarða íslenskra króna, sem er ekki fjarri eignarhlut lífeyrissjóðanna á íslenskum hlutabréfamarkaði, eða um þriðjungur landsframleiðslu Íslands. Það kemur ef til vill sumum á óvart að 46 prósent af tekjum af Star Wars koma úr leikfangasölu, en einungis 12 prósent úr miðasölu í kvikmyndahúsum. 19 prósent af tekjum koma frá VHS- og DVD-sölu, og 12 prósent frá tölvuleikjum. Nýjasti kaflinn í Star Wars seríunni, Star Wars: The Force Awakens er væntanleg í kvikmyndahús hér á landi í vikunni. Áætlaðar tekjur af Star Wars árið 2016 eru svipaðar fjárlögum íslenska ríkisins. Disney sér mikla möguleika í Star Wars. Hafist verður handa við smíði tveggja gríðarstórra skemmtigarða árið 2016 (í Flórída og Kaliforníu) og næstu sex árin kemur út að minnsta kosti ein mynd á ári. Ef allt gengur upp er áætlað að heildartekjur Star Wars verði yfir 3.000 milljarðar króna, en Disney fær þó að sjálfsögðu ekki allt í vasann. Hér fyrir neðan má sjá upptöku af fundinum. Fjármál Star Wars from Íslandsbanki on Vimeo.
Star Wars Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Sjá meira