Bílasala í Evrópu jókst um 14% í nóvember Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2015 11:26 Sala bíla í Evrópu var 1,12 milljónir í nóvember. reuters Þetta ár ætlar að verða gott bílasöluár í Evrópu líkt og hér á landi. Í nóvember jókst hún um 13,7% frá fyrra ári og hefur hún nú vaxið um 8,6% á árinu öllu og 13 milljónir bíla selst. Vöxtur í bílasölu hefur verið í Evrópu stanslaust síðustu 27 mánuði í kjölfar 6 ára dræmrar sölu bíla í álfunni. Salan í nóvember var 1,12 milljón bílar. Gengi hinna ýmsu bílframleiðenda var þó misjafnt, en segja má að máuðurinn hafi verið fengsæll Ford, Opel og Fiat/Chrysler. Sala Ford jókst um 21%, sala Opel um 19% og sala Fiat/Chrysler um 18%. Sala stærsta bílaframleiðanda álfunnar, Volkswagen, jókst um 4,2%. Það er talsvert undir vexti heildarsölunnar og því tapaði fyrirtækið markaðshlutdeild í mánuðinum, fór úr 13,5% í 12,2%. Sala Skoda jókst um 11%, Porsche um 4,9%, Audi um 4,1% og sala Seat féll um 2,5%. Öll tilheyra þessi fyrirtæki Volkswagen. Ágætlega gekk hjá frönskum bílaframleiðendum og jókst sala Renault um 15%. Sala PSA/Peugeot-Citroën jókst um 13%, en sala Peugeot eingöngu jókst um 16%, og sala Citroën um 7,8%. Á meðal bílaframleiðenda frá Asíu jókst sala Hyundai mest, eða um 12% og Kia náði 9,2 aukningu. Toyota náði 6,7% aukningu og Nissan 5,7%. Vel gekk hjá lúxusbílamerkjunum og jókst sala Mercedes Benz um 19% og hjá undirmerki þess, Smart nam aukningin 71%. BMW seldi 11% meira og undirmerkið Mini jók söluna um 12%. Volvo náði 22% söluaukningu, en á meðal lúxusbílaframleiðenda stal Jaguar Land Rover senunni með 70% aukningu. Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent
Þetta ár ætlar að verða gott bílasöluár í Evrópu líkt og hér á landi. Í nóvember jókst hún um 13,7% frá fyrra ári og hefur hún nú vaxið um 8,6% á árinu öllu og 13 milljónir bíla selst. Vöxtur í bílasölu hefur verið í Evrópu stanslaust síðustu 27 mánuði í kjölfar 6 ára dræmrar sölu bíla í álfunni. Salan í nóvember var 1,12 milljón bílar. Gengi hinna ýmsu bílframleiðenda var þó misjafnt, en segja má að máuðurinn hafi verið fengsæll Ford, Opel og Fiat/Chrysler. Sala Ford jókst um 21%, sala Opel um 19% og sala Fiat/Chrysler um 18%. Sala stærsta bílaframleiðanda álfunnar, Volkswagen, jókst um 4,2%. Það er talsvert undir vexti heildarsölunnar og því tapaði fyrirtækið markaðshlutdeild í mánuðinum, fór úr 13,5% í 12,2%. Sala Skoda jókst um 11%, Porsche um 4,9%, Audi um 4,1% og sala Seat féll um 2,5%. Öll tilheyra þessi fyrirtæki Volkswagen. Ágætlega gekk hjá frönskum bílaframleiðendum og jókst sala Renault um 15%. Sala PSA/Peugeot-Citroën jókst um 13%, en sala Peugeot eingöngu jókst um 16%, og sala Citroën um 7,8%. Á meðal bílaframleiðenda frá Asíu jókst sala Hyundai mest, eða um 12% og Kia náði 9,2 aukningu. Toyota náði 6,7% aukningu og Nissan 5,7%. Vel gekk hjá lúxusbílamerkjunum og jókst sala Mercedes Benz um 19% og hjá undirmerki þess, Smart nam aukningin 71%. BMW seldi 11% meira og undirmerkið Mini jók söluna um 12%. Volvo náði 22% söluaukningu, en á meðal lúxusbílaframleiðenda stal Jaguar Land Rover senunni með 70% aukningu.
Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent