„Fraukan fær mikla fróun við það að reita aðra til reiði." Tyrfingur Tyrfingsson skrifar 15. desember 2015 11:45 Mynd/Rakel Tómas Pistillinn birtist fyrst í sjöunda tölublaði Glamour, en Tyrfingur er fastur pistlahöfundur hjá tímaritinu. Hann starfar sem leikskáld Borgarleikhússins og fékk Grímuverðlaun og glimrandi dóma fyrir verk sitt Bláskjá. Tyrfingur vinnur nú að sínu öðru verki fyrir Borgarleikhúsið, Auglýsingu ársins, sem verður sýnt á næsta ári. Fraukan„Mundu bara að taka af þér hringana áður en þú fistar!“ Á útsölu í Smáralind leitar fúskarinn að götum, blettum og saumsprettum í smekkbuxum svo að hann geti pestað 15 ára starfsstúlkuna og pínt hana til að veita sér enn meiri afslátt. Á öðrum stað á sömu útsölu horfir fiðrildið löngunaraugum á barnafötin og daðrar við tilhugsunina um að komast í þau – myndi hún ekki blómstra í samfellu? (Munum að sama hvað okkur kann að finnast fiðrildið fagurt, þá er það skordýr.) En við búðarborðið hefur fraukan hlammað sér niður á lundirnar og vaktar fúskarann og fiðrildið. Hún er alveg viss um að annað þeirra muni reyna að stela og hefur þar rétt fyrir sér eins og svo oft. En fraukan hefur líka áhyggjur af öðru eins og því að kjötið sem hún tók af botni frystikistunnar í morgun þiðni ekki fyrir kvöldið, að hylkið í sódastríminu sé tómt og að einhverjir af þeim sem skráðu sig á árshátíð Smáralindar muni ekki mæta, en fraukan er, eins og glöggir lesendur eru væntanlega búnir að átta sig á, í skemmtinefnd. Á þessu má þekkja hana: 1. Fraukan er góð í minigolfi. 2. Karlfraukuna dreymir um að syngja með hljómsveit sonar síns. Hann rappaði, væri hann hvattur til þess. Hann safnar áheitum, er heimsforeldri og hefur verið kallaður hommi. 3. Uppáhaldsdrykkur fraukunnar er Baileys, þótt hún viðurkenndi það aldrei. Um jólin ætlar hún alveg að brjálast og baka Baileys-köku! Hún á sér „útlandaföt“ sem eru öll á litinn eins og Baileys. 4. Fraukan baðar fúskarann og skammar fiðrildið – heldur með öðrum orðum íslenska lýðveldinu saman á dugnaðinum og gremjunni. 5. Fraukan hefur búið til og selt sitt eigið límonaði. 6. Karlfraukan þjálfar íþróttalið án þess að fá greitt fyrir það og er með bakpoka. 7. Fari einhver á klósettið hjá fraukunni þá hnusar hún á eftir og skammar fólk fyrir að skilja eftir „skrítna lykt“. 8. Upp úr fraukunni gæti hrokkið: „Af hverju eru allir svona hrifnir af þessu tapasi? Eru þetta ekki bara samlokur?“ 9. Strákur í Stykkishólmi átti tvær fraukur að foreldrum og kveið því mikið að koma úr skápnum en um leið og hann bryddaði upp á hommaríi við hjónin, ruddist upp úr pabbanum: „Mundu bara að taka af þér hringana áður en þú fistar!“ Fraukurnar eru nefnilega svo undarlega vel verseraðar í klámi. 10. Fraukan á allavega eitt hálsmen sem hún er of feimin til að bera. 11. Fraukan stumrar yfir og sinnir að minnsta kosti tveimur eldri borgurum. 12. Fraukan myndi aldrei viðurkenna það en sem barn var hún bölvað hrekkjusvín. Fullorðin frauka bælir í sér fantaskapinn eða dulbýr hann sem ákveðni. 13. Fraukan fær mikla fróun við það að reita aðra til reiði. 14. Fraukan er einhvern veginn alltaf að fara með flöskur og dósir. 15. Fraukunni finnst það til marks um ógurlega kurteisi að hrúga mat á disk þess sem hefur afþakkað meiri mat. 16. Fraukan er of fjölskyldurækin til að lifa af boðalaus jól eða sumar án bústaðar. Á ættarmótum bakar hún engin fínheit og slær aldrei í gegn en mætir hins vegar með skynsamlega hluti eins og táfýlusprey, brauðhleifa, ferðakamra og plástra. 17. Fraukan er alltaf að bíða eftir því að vera þakkað fyrir en þakki henni einhver finnst henni það óþægilegt og hugsar með sér eitt sekúndubrot: Af hverju stend ég í þessu öllu? Snýr sér svo að næsta verkefni sem gæti verið að finna ódýra snjóþotu á bland.is fyrir helgarpabbann son sinn. 18. Hafi kona þyngst um eins og tvö kíló segir fraukan við hana: Guð, ég ætlaði ekki að þekkja þig! 19. Fraukan hefur átt eða langað í brauðvél. 20. Sé fraukan unglingsstúlka notar hún mikið magn af vanillusápu og öðrum væmnum ilmi. Samt er hormónalykt af henni. 21. Fraukan er yfirleitt með samviskubit og langtímaplan. 22. Fraukan giftist gjarnan glaðsinna sadista, sem er ekkert vitlaus, bara svo óttalega siðblindur. 23. Fraukan er kölluð bestía víða um land og er alltaf viss um að leigubílstjórinn villist og að hún gefi of mikið af sér. 24. Karlfraukan brjálast þegar maður afþakkar aðstoð hans. Karlfraukan er gjarnan millistjórnandi og þegar hann er fullur æfir hann sig einn inni á baði í því að halda ræður. 25. Barnung frauka hrellir félaga sína með sögum af opnum sárum, mölbrotnum beinum og vessum og sýkingum í sárum sem gróa aldrei: „Það sást inn í kjöt!“ 26. Svör fraukunnar eru alltaf hálffáránleg enda hefur hún aldrei hlustað á setningu frá upphafi til enda. Maður segir kannski: Hugsaðu þér, frauka dauðans, gestir Fridays í Smáralundi eru í nákvæmlega sömu fötum og gestir Fridays í Ungverjalandi! Og þá svarar fraukan: Já, fólki má ekki verða kalt.Fraukan er ein algengasta manngerðin og hún er alls staðar annars staðar en í sambandi við sjálfa sig. Glamour pennar Glamour Tyrfigur Tyrfings Mest lesið Moschino klæddu fyrirsætur sínar í rusl Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Kim og Kanye kæfa skilnaðarorðróma með jólakorti Glamour "Ég er í Vivianne Westwood og með túrtappa frá OB.“ Glamour Jennifer Berg: Risarækjur, heimagerðir kjúklinganaggar og guðdómlegur marens Glamour Brúðarkjólalína Topshop lítur dagsins ljós Glamour Gleymdu svarta litnum, hvítur er að taka yfir Glamour Fjölbreytt götutíska í París Glamour Vinsælustu fatamerki ársins Glamour Guðdómlegar yfirhafnir frá Burberry Glamour
Pistillinn birtist fyrst í sjöunda tölublaði Glamour, en Tyrfingur er fastur pistlahöfundur hjá tímaritinu. Hann starfar sem leikskáld Borgarleikhússins og fékk Grímuverðlaun og glimrandi dóma fyrir verk sitt Bláskjá. Tyrfingur vinnur nú að sínu öðru verki fyrir Borgarleikhúsið, Auglýsingu ársins, sem verður sýnt á næsta ári. Fraukan„Mundu bara að taka af þér hringana áður en þú fistar!“ Á útsölu í Smáralind leitar fúskarinn að götum, blettum og saumsprettum í smekkbuxum svo að hann geti pestað 15 ára starfsstúlkuna og pínt hana til að veita sér enn meiri afslátt. Á öðrum stað á sömu útsölu horfir fiðrildið löngunaraugum á barnafötin og daðrar við tilhugsunina um að komast í þau – myndi hún ekki blómstra í samfellu? (Munum að sama hvað okkur kann að finnast fiðrildið fagurt, þá er það skordýr.) En við búðarborðið hefur fraukan hlammað sér niður á lundirnar og vaktar fúskarann og fiðrildið. Hún er alveg viss um að annað þeirra muni reyna að stela og hefur þar rétt fyrir sér eins og svo oft. En fraukan hefur líka áhyggjur af öðru eins og því að kjötið sem hún tók af botni frystikistunnar í morgun þiðni ekki fyrir kvöldið, að hylkið í sódastríminu sé tómt og að einhverjir af þeim sem skráðu sig á árshátíð Smáralindar muni ekki mæta, en fraukan er, eins og glöggir lesendur eru væntanlega búnir að átta sig á, í skemmtinefnd. Á þessu má þekkja hana: 1. Fraukan er góð í minigolfi. 2. Karlfraukuna dreymir um að syngja með hljómsveit sonar síns. Hann rappaði, væri hann hvattur til þess. Hann safnar áheitum, er heimsforeldri og hefur verið kallaður hommi. 3. Uppáhaldsdrykkur fraukunnar er Baileys, þótt hún viðurkenndi það aldrei. Um jólin ætlar hún alveg að brjálast og baka Baileys-köku! Hún á sér „útlandaföt“ sem eru öll á litinn eins og Baileys. 4. Fraukan baðar fúskarann og skammar fiðrildið – heldur með öðrum orðum íslenska lýðveldinu saman á dugnaðinum og gremjunni. 5. Fraukan hefur búið til og selt sitt eigið límonaði. 6. Karlfraukan þjálfar íþróttalið án þess að fá greitt fyrir það og er með bakpoka. 7. Fari einhver á klósettið hjá fraukunni þá hnusar hún á eftir og skammar fólk fyrir að skilja eftir „skrítna lykt“. 8. Upp úr fraukunni gæti hrokkið: „Af hverju eru allir svona hrifnir af þessu tapasi? Eru þetta ekki bara samlokur?“ 9. Strákur í Stykkishólmi átti tvær fraukur að foreldrum og kveið því mikið að koma úr skápnum en um leið og hann bryddaði upp á hommaríi við hjónin, ruddist upp úr pabbanum: „Mundu bara að taka af þér hringana áður en þú fistar!“ Fraukurnar eru nefnilega svo undarlega vel verseraðar í klámi. 10. Fraukan á allavega eitt hálsmen sem hún er of feimin til að bera. 11. Fraukan stumrar yfir og sinnir að minnsta kosti tveimur eldri borgurum. 12. Fraukan myndi aldrei viðurkenna það en sem barn var hún bölvað hrekkjusvín. Fullorðin frauka bælir í sér fantaskapinn eða dulbýr hann sem ákveðni. 13. Fraukan fær mikla fróun við það að reita aðra til reiði. 14. Fraukan er einhvern veginn alltaf að fara með flöskur og dósir. 15. Fraukunni finnst það til marks um ógurlega kurteisi að hrúga mat á disk þess sem hefur afþakkað meiri mat. 16. Fraukan er of fjölskyldurækin til að lifa af boðalaus jól eða sumar án bústaðar. Á ættarmótum bakar hún engin fínheit og slær aldrei í gegn en mætir hins vegar með skynsamlega hluti eins og táfýlusprey, brauðhleifa, ferðakamra og plástra. 17. Fraukan er alltaf að bíða eftir því að vera þakkað fyrir en þakki henni einhver finnst henni það óþægilegt og hugsar með sér eitt sekúndubrot: Af hverju stend ég í þessu öllu? Snýr sér svo að næsta verkefni sem gæti verið að finna ódýra snjóþotu á bland.is fyrir helgarpabbann son sinn. 18. Hafi kona þyngst um eins og tvö kíló segir fraukan við hana: Guð, ég ætlaði ekki að þekkja þig! 19. Fraukan hefur átt eða langað í brauðvél. 20. Sé fraukan unglingsstúlka notar hún mikið magn af vanillusápu og öðrum væmnum ilmi. Samt er hormónalykt af henni. 21. Fraukan er yfirleitt með samviskubit og langtímaplan. 22. Fraukan giftist gjarnan glaðsinna sadista, sem er ekkert vitlaus, bara svo óttalega siðblindur. 23. Fraukan er kölluð bestía víða um land og er alltaf viss um að leigubílstjórinn villist og að hún gefi of mikið af sér. 24. Karlfraukan brjálast þegar maður afþakkar aðstoð hans. Karlfraukan er gjarnan millistjórnandi og þegar hann er fullur æfir hann sig einn inni á baði í því að halda ræður. 25. Barnung frauka hrellir félaga sína með sögum af opnum sárum, mölbrotnum beinum og vessum og sýkingum í sárum sem gróa aldrei: „Það sást inn í kjöt!“ 26. Svör fraukunnar eru alltaf hálffáránleg enda hefur hún aldrei hlustað á setningu frá upphafi til enda. Maður segir kannski: Hugsaðu þér, frauka dauðans, gestir Fridays í Smáralundi eru í nákvæmlega sömu fötum og gestir Fridays í Ungverjalandi! Og þá svarar fraukan: Já, fólki má ekki verða kalt.Fraukan er ein algengasta manngerðin og hún er alls staðar annars staðar en í sambandi við sjálfa sig.
Glamour pennar Glamour Tyrfigur Tyrfings Mest lesið Moschino klæddu fyrirsætur sínar í rusl Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Kim og Kanye kæfa skilnaðarorðróma með jólakorti Glamour "Ég er í Vivianne Westwood og með túrtappa frá OB.“ Glamour Jennifer Berg: Risarækjur, heimagerðir kjúklinganaggar og guðdómlegur marens Glamour Brúðarkjólalína Topshop lítur dagsins ljós Glamour Gleymdu svarta litnum, hvítur er að taka yfir Glamour Fjölbreytt götutíska í París Glamour Vinsælustu fatamerki ársins Glamour Guðdómlegar yfirhafnir frá Burberry Glamour