Unnið eftir ósamþykktri áætlun Sveinn Arnarsson skrifar 14. desember 2015 06:00 Samgönguáætlun fór til þings í lok maí á síðasta þingi en ekki náðist að samþykkja hana. Því er í raun engin samgönguáætlun í gildi. Meirihluti fjárlaganefndar vinnur samt sem áður eftir þeirri áætlun. Fréttablaðið/Vilhelm Í breytingatillögu meirihluta fjárlaganefndar er gerð tillaga um að 400 milljónum verði varið aukalega í svokallaðan hafnabótasjóð til endurnýjunar og dýpkunar í löndunarhöfnum. Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði umsjón með þessum verkþætti meirihlutans að sögn formanns fjárlagnefndar. Alls fara 103 milljónir í lagfæringar á höfninni í Grindavík, heimabæ Páls Jóhanns, þar sem fyrirtæki í eigu eiginkonu hans, áður í eigu hans sjálfs, gerir út skip til veiða. Í þessum tillögum meirihluta fjárlaganefndar er lagt til hvert fjárveitingarnar fara. „Þarna erum við að vinna eftir þeirri samgönguáætlun sem var lögð fram af innanríkisráðherra á síðasta þingi,“ segir Páll Jóhann. „Einnig er unnið í samráði við minnisblað siglingasviðs Vegagerðarinnar sem telur brýnt að fara í framkvæmdir á höfnum landsins.“Páll Jóhann PálssonUmrædd samgönguáætlun var ekki samþykkt á síðasta þingi og féll á tíma. Samgönguáætlun hefur ekki verið lögð fyrir þetta þing þótt hún hafi verið tilbúin síðastliðið sumar. Grindavíkurhöfn fær hæstu fjárveitinguna í þessari aukafjárveitingu, eða 103 milljónir. Siglufjarðarhöfn fær 80 milljónir króna. Hafnir í Sandgerði og í Þorlákshöfn fá rúmar 40 milljónir hvor til endurbóta. Samkvæmt lögum um hafnabótasjóð greiðir ríkið meirihluta kostnaðar við endurbætur á höfnunum en sveitarfélagið það sem upp á vantar.Brynhildur PétursdóttirBrynhildur Pétursdóttir, fulltrúi minnihlutans í fjárlaganefnd, undrast vinnulag meirihluta fjárlaganefndar. „Breytingatillögur meirihlutans vekja upp margar spurningar og ég hef verulegar efasemdir um vinnubrögðin svo ekki sé meira sagt. Við höfum alls konar verkferla við að útdeila almannafé til að gæta jafnræðis. Þetta eru safnliðir ráðuneyta, samkeppnissjóðir, sóknaráætlun landshluta og samgönguáætlun svo eitthvað sé nefnt og við eigum að setja fé í þessa fjárlagaliði og laga þá hnökra ef einhverjir eru í stað þess að einstaka þingmenn taki að sér að deila út fé. Við vitum ekkert hvað liggur að baki mjög mörgum breytingatillögum og alveg óháð því hvort ég er sátt við verkefnin eða ekki þá er ekki hægt að sætta sig við þannig verklag.“ Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Í breytingatillögu meirihluta fjárlaganefndar er gerð tillaga um að 400 milljónum verði varið aukalega í svokallaðan hafnabótasjóð til endurnýjunar og dýpkunar í löndunarhöfnum. Páll Jóhann Pálsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hafði umsjón með þessum verkþætti meirihlutans að sögn formanns fjárlagnefndar. Alls fara 103 milljónir í lagfæringar á höfninni í Grindavík, heimabæ Páls Jóhanns, þar sem fyrirtæki í eigu eiginkonu hans, áður í eigu hans sjálfs, gerir út skip til veiða. Í þessum tillögum meirihluta fjárlaganefndar er lagt til hvert fjárveitingarnar fara. „Þarna erum við að vinna eftir þeirri samgönguáætlun sem var lögð fram af innanríkisráðherra á síðasta þingi,“ segir Páll Jóhann. „Einnig er unnið í samráði við minnisblað siglingasviðs Vegagerðarinnar sem telur brýnt að fara í framkvæmdir á höfnum landsins.“Páll Jóhann PálssonUmrædd samgönguáætlun var ekki samþykkt á síðasta þingi og féll á tíma. Samgönguáætlun hefur ekki verið lögð fyrir þetta þing þótt hún hafi verið tilbúin síðastliðið sumar. Grindavíkurhöfn fær hæstu fjárveitinguna í þessari aukafjárveitingu, eða 103 milljónir. Siglufjarðarhöfn fær 80 milljónir króna. Hafnir í Sandgerði og í Þorlákshöfn fá rúmar 40 milljónir hvor til endurbóta. Samkvæmt lögum um hafnabótasjóð greiðir ríkið meirihluta kostnaðar við endurbætur á höfnunum en sveitarfélagið það sem upp á vantar.Brynhildur PétursdóttirBrynhildur Pétursdóttir, fulltrúi minnihlutans í fjárlaganefnd, undrast vinnulag meirihluta fjárlaganefndar. „Breytingatillögur meirihlutans vekja upp margar spurningar og ég hef verulegar efasemdir um vinnubrögðin svo ekki sé meira sagt. Við höfum alls konar verkferla við að útdeila almannafé til að gæta jafnræðis. Þetta eru safnliðir ráðuneyta, samkeppnissjóðir, sóknaráætlun landshluta og samgönguáætlun svo eitthvað sé nefnt og við eigum að setja fé í þessa fjárlagaliði og laga þá hnökra ef einhverjir eru í stað þess að einstaka þingmenn taki að sér að deila út fé. Við vitum ekkert hvað liggur að baki mjög mörgum breytingatillögum og alveg óháð því hvort ég er sátt við verkefnin eða ekki þá er ekki hægt að sætta sig við þannig verklag.“
Alþingi Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira