Björk segir Sigmund Davíð og Bjarna vera sveitalubba Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2015 16:55 Tónlistarkonan heimsfræga segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson séu sveitalubbar sem vilji útmá hálendi Íslands. Vísir/GVA „Það er aðeins minnihluti Íslendinga, sveitalubbar (e. redneck) á borð við forsætisráðherra Íslands og fjármálaráðherra, sem vilja útmá hálendið. Ég er aðeins talsmaður hins almenna Íslendings sem vill halda Íslandi eins og það er.“ Svo sagði Björk Guðmundsdóttur í viðtali við fréttastofum Sky á föstudaginn þar sem hún ræddi um verndun hálendis Íslands, virkjunaráform og loftlagsbreytingar en Björk hefur verið mjög gagnrýnin á stjórnvöld undanfarin ár.Sjá einnig: Andri Snær og Björk: Umræða um sæstreng til Bretlands í anda sagna af álfum og tröllum Í síðasta mánuði héldu hún og rithöfundurinn Andri Snær Magnason blaðamannafund sem átti að koma af stað vitundarvakningu hvað varðar verndun hálendisis hér á landi. „Síðustu 70 ár höfum við verið að gera þetta eins og sveitalubbar (e. redneck) með því keyra upp iðnaðinn nánast eins hratt og hægt er“ sagði Björk. „Við höfum byggt upp virkjanir á hálendinu og nú eru áætlanir um að byggja enn fleiri virkjarnir og álver næstu fimm árin.“ Að mati Bjarkar standa stjórnmálamenn og skrifræðið í vegi fyrir þróun í rétta átt í loftslags- og umhverfismálum.Sjá einnig: COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“„Við höfum þekkinguna til þess að gera heiminn að stað þar sem náttúra, tæknin og mannkynið getur búið saman í sátt og samlyndi. En það að komast á þann stað er svo erfitt og allar breytingar í þá átt virðast stoppa vegna skrifræðis og stjórnmála. Já, og grægði.“ Rétt rúmlega 41.000 manns hafa skrifað undir á vefsíðu samtakanna Gætum garðsins þar sem þess er krafist að hætt verði við áætlanir um virkjanir á hálendinu. Viðtal Bjarkar við fréttastofu SKY má heyra í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
„Það er aðeins minnihluti Íslendinga, sveitalubbar (e. redneck) á borð við forsætisráðherra Íslands og fjármálaráðherra, sem vilja útmá hálendið. Ég er aðeins talsmaður hins almenna Íslendings sem vill halda Íslandi eins og það er.“ Svo sagði Björk Guðmundsdóttur í viðtali við fréttastofum Sky á föstudaginn þar sem hún ræddi um verndun hálendis Íslands, virkjunaráform og loftlagsbreytingar en Björk hefur verið mjög gagnrýnin á stjórnvöld undanfarin ár.Sjá einnig: Andri Snær og Björk: Umræða um sæstreng til Bretlands í anda sagna af álfum og tröllum Í síðasta mánuði héldu hún og rithöfundurinn Andri Snær Magnason blaðamannafund sem átti að koma af stað vitundarvakningu hvað varðar verndun hálendisis hér á landi. „Síðustu 70 ár höfum við verið að gera þetta eins og sveitalubbar (e. redneck) með því keyra upp iðnaðinn nánast eins hratt og hægt er“ sagði Björk. „Við höfum byggt upp virkjanir á hálendinu og nú eru áætlanir um að byggja enn fleiri virkjarnir og álver næstu fimm árin.“ Að mati Bjarkar standa stjórnmálamenn og skrifræðið í vegi fyrir þróun í rétta átt í loftslags- og umhverfismálum.Sjá einnig: COP21: Samningurinn lagalega bindandi og hækkun hitastigs „vel undir tveimur gráðum“„Við höfum þekkinguna til þess að gera heiminn að stað þar sem náttúra, tæknin og mannkynið getur búið saman í sátt og samlyndi. En það að komast á þann stað er svo erfitt og allar breytingar í þá átt virðast stoppa vegna skrifræðis og stjórnmála. Já, og grægði.“ Rétt rúmlega 41.000 manns hafa skrifað undir á vefsíðu samtakanna Gætum garðsins þar sem þess er krafist að hætt verði við áætlanir um virkjanir á hálendinu. Viðtal Bjarkar við fréttastofu SKY má heyra í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira